Dagur


Dagur - 25.04.1984, Qupperneq 8

Dagur - 25.04.1984, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 25. apríl 1984 Úrslit ráðin í Bikarkeppni SKÍ Úrslit í hinum ýmsu greinum Bikarkeppni Skíðasambands íslands réðust á Skíðalands- mótinu um páskana. í göngukeppni karla voru þeir Gottlieb Konráðsson Ólafsfirði og Einar Ólafsson ísafirði jafnir fyrir Landsmótið, en Gottlieb gerði þá út um mótið. Hann hlaut alls 100 stig, Einar 90 og Jón Konráðsson Ó. varð þriðji með 61 stig. í kvennagöngunni sigraði Guðrún Pálsdóttir frá Siglufirði örugglega, hlaut 75 stig. Önnur varð María Jóhannsdóttir S. með 60 stig og Guðbjörg Haraldsdótt- ir R. þriðja með 30 stig. Nanna Leifsdóttir sigraði í alpakeppni kvenna, hlaut 150 stig, Guðrún H. Kristjánsdóttir 140 stig og Signe Viðarsdóttir 120, þær eru allar frá Akureyri. í alpakeppni karla sigraði Daníel Hilmarsson frá Dalvík með 145 stig, Guðmundur Jó- hannsson ísafirði með 130 og Atli Einarsson í. þriðji með 101 stig. í göngukeppni 17-19 ára pilta sigraði Haukur Eiríksson Akur- eyri með 95 stig, Finnur Gunn- arsson Ólafsfirði með 85 stig og Bjarni Gunnarsson ísafirði þriðji með 65 stig. í stúlknaflokki 16-18 ára sigr- aði Stella Hjaltadóttir ísafirði með 100 stig, Svanfríður Jó- hannsdóttir S. önnur með 76 og Svanhildur Garðarsdóttir í. með 75. Povaldur Jónsson vann stökk- keppni karlanna, fékk 100 stig, Guðmundur Konráðsson annar með 70 stig og Haukur Hilmars- son þriðji með 46. Prefaldur sigur Ólafsfirðinganna. „Ætlaði að vera hætt“ - sagði Guðrún Pálsdóttir sem fékk 4 gull í skíðagöngunni Guðrún Pálsdóttir frá Siglu- firði hafði svo sannarlega ástæðu til þess að vera ánægð með afrakstur sinn á Lands- mótinu, því hún náði í 4 gull- verðlaun. Hún sigraði í báðum göngugreinum kvenna, var í sveit Siglufjarðar sem vann boðgönguna og að sjálfsögðu vann Guðrún sigur í göngu- tvíkeppni kvenna. „Ég ætlaði að hætta keppni en þegar snjórinn kom stóðst ég ekki freistinguna og ég hef æft þokkalega frá áramótum," sagði göngudrottningin er við ræddum við hana. „Ég er mjög ánægð með þetta mót, framkvæmdin var betri en ég hef áður séð og það var einnig gaman að sjá hvernig Ólafsfirðingar leystu málið með svona stuttum fyrirvara.“ - Guðrún sagði að þær væru aðeins þrjár sem æfðu skíða- göngu á Siglufirði. „Þetta er erfið íþrótt og erfitt að ná þeim af stað í þetta." - Og þú verður með áfram? „Já ætli það ekki, það er svo erfitt að hætta þessu,“ sagði Guðrún. Guðrún Pálsdóttir. Mynd: Jón Klemensson. Gottlieb Konráðsson. Mynd: Jón Klemensson. „Léttara en ég átti von á“ — sagði Gottlieb Konráðsson skíðagöngukóngur Landsmótsins „Eg er auðvitað ánægður, það er engin ástæða til annars,“ sagði Gottlieb Konráðsson, skíðagöngukóngurinn á Lands- mótinu. Hann náði í fem gull- verðlaun og tryggði sér um leið sigurinn í Bikarkeppni Skíða- santbandsins. „Þetta var léttara en ég átti von á, en ég náði að vera í toppformi á réttum tíma eftir lægðina sem ég fór í eftir Olympiuleikana." - Taktar ykkar Einars Ólafs- sonar í boðgöngunni vöktu mikla athygli, hvað voruð þið að gera? „Hann náði mér á síðasta sprettinum svo ég slakaði á og við spjölluðum saman. Við ákváðum bara að láta 200 metrana í lokin skera úr um þetta og þá tók ég hann.“ - Gottlieb sagði að hann væri ákveðinn í að vera á fullri ferð næstu fjögur árin og að sjálf- sögðu að bæta við sig. „Ég hef þegar ákveðið að reyna að vera með á næstu 01ympiuleikum,“ sagði þessi 23 ára göngukóngur í samtali við Dag. Skipting verðlauna Skipting verðlauna á Skíðalandsmótinu varð sem hér segir: gull silfur Siglufjörður 7 6 ísafjörður 6 9 Akureyri 6 6 Ólafsfjörður 6 4 Reykjavík 1 0 Húsavík 0 1 Dalvík 0 0 Næsta mót á Siglufirði brons 1 7 3 7 4 0 I Landsliðsmálin voru mjög ofarlega á baugi á Skíðaþingi sem haldið var á Akureyri um páskana. Þingið var fremur átakalítið en gott vinnuþing engu að síður. Ákveðið var að næsta Landsmót yrði á Siglufirði um næstu páska og Unglingameistarmót íslands á næsta ári yrði í Reykjavík. Auðvelt hjá Þór Fyrsti leikurinn í Bikarmóti Knattspyrnuráðs Akureyrar var háður á 2. dag páska og voru það Þór og Vaskur sem áttust við á Sanavelli. Er skemmst frá því að segja að Þórsarar höfðu algjöra yfirburði í þessum leik, en þeir voru miklir klaufar upp við mark andstæð- inganna. Þannig skoruðu þeir ekki nema þrjú mörk í leiknum og unnu 3:0, en það var lítið hjá þeim miðað við marktækifæri. Það var Óli Þór Magnússon sem opnaði markareikning sinn hjá Þór er hann skoraði fyrsta mark leiksins og Óli bætti öðru við síðar. Þriðja mark Þórs skor- aði Halldór Áskelsson. Næsti leikur á mótinu verður 1. maí er KA og Vaskur mætast og Þór og KA leika svo 6. maí. Birkir varði víti Þegar leikmenn KA komu heim úr æfingaferðinni til Ips- wich komu þeir við í Reykja- vík og léku einn æfíngaleik. Var hann gegn KR og urðu úrslit leiksins 1:1. Það var Ómar Egilsson sem skoraði fyrst fyrir KR en Hafþór Kolbeinsson jafn- aði strax fyrir KA. í síðari hálf- leik fiskaði Gunnar Gíslason vítaspyrnu fyrir KR en hinn nýi markvörður KA Birkir Kristins- son gerði sér lítið fyrir og varði. Um næstu helgi fá KA-menn Þróttara í heimsókn í tvo æfinga- leiki, og verða þeir á laugardag og sunnudag. Ólafsfirð- ingar stóðu sig vel „Ólafsfírðingarnir brugðust mjög vel við og það var virki- lega gaman að fylgjast með síðustu greinunum sem fór fram þar,“ sagði Þröstur Guð- jónsson mótsstjóri Landsmóts- ins er við spjölluðum við hann eftir að mótinu lauk. Ólafsfirðingarnir auglýstu síð- ustu greinar mótsins í vídeókerfi bæjarins og síðan fjölmenntu bæjarbúar á keppnina þegar hún hófst og stemmningin var mjög góð. Og ekki þurftu heimamenn að kvarta, því hetja þeirra Gott- lieb Konráðsson sigraði með yfir- burðum í 30 km göngunni. Þegar keppni lauk var kepp- endum og áhorfendum boðið til tertuveislu. Var þar snætt það sem eftir var af tertu þeirri er Brauðgerð KEA bakaði fyrir lokahóf mótsins en talið er að um 250 manns hafi étið af tertu þess- ari. Til gamans má geta þess að í hana fóru um 20 1 af rjóma og 30 dósir af niðursoðnum ávöxtum. Þröstur gat þess að Hafskip hefði styrkt mótið mjög myndar- lega. Fyrirtækið gaf öll verðlaun og greiddi auk þess kostnað vegna rásnúmera sem er talsverð- ur fyrir svo viðamikið mót.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.