Dagur - 25.04.1984, Page 12

Dagur - 25.04.1984, Page 12
ÞJÓNUSTA FYRIR PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI OLÍUSLÖNGUR og BARKA vönduð VINNA HÁÞRÝSTISLÖNGUR a s i M Þetta er læðan Stína, sem nú er landsfræg orðin fyrir að taka upp á þeirri ónáttúru að fóstra andarunga. Fyrir vikið komst hún í sjónvarpið á nýliðnum friðarpáskum. Þótti þetta óvenjumikil friðarviðleitni af hálfu kisu, sem er veiði- kló mikil þegar fuglar eru annars vegar. Stína býr í Holtseli í Hrafnagilshreppi og unir þar hag sínum hið besta. Mynd: HS. Þyrla sótti veikan skáta til Hveravalla Örtröð áöl- stofunum - eitt þúsund lítrar fóru fyrstu tvo klukkutímana Akureyringum og bæjargest- um tókst að svolgra rúmlega 2.000 lítra af bjór um páska- helgina; raunar heitir mjöðurinn „bjórbolla“, því hann samanstendur af pilsner, styrktum með viskíi og kláravíni. Nákvæmlega kl. 6 á miðviku- dagskvöld opnuðu tvær ölstofur á Akureyri, Baukurinn í H-100 og Bikarinn í Sjallanum. Biðrað- ir höfðu myndast við báða stað- ina, sérstaklega var örtröðin mik- il við H-100, enda höfðu eigend- ur staðarins látið þau boð út ganga, að allir fengju frítt á „baukinn" til að byrja með. Það sama var raunar í boði í Bikarn- um í Sjallanum, en það vissu færri. Fyrstu klukkustundirnar sem ölstofurnar voru opnar veittu þær samtals um 1.000 lítr- um af bjórbollunni. Stór ölkrús kostar 120 kr., sem er 10 kr. hærra verð heldur en er á ölstof- um í Reykjavík. Hvers vegna? „Það er meira magn í þeim krúsum sem við erum með; 57 cl á móti 50 cl hjá þeim ölstofum sem við bárum okkur saman við í Reykjavík," svaraði Baldur Ell- ertsson hjá Bauknum þessari spurningu. Þar er „bjórbollan" afgreidd í heilum pint á 120 kr. og [k pint á 70 kr. Sama verð og sama magn er á Bikarnum.- GS. „Iireinn Sigurðsson hefur lagt fram í veitustjórn einhverja pappíra sem ég er ekki búinn að sjá, en bæjarráð mun skoða þessa pappíra á fundi á fímmtudagskvöld,“ sagði Magnús Sigurjónsson forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks er Dagur ræddi við hann. „Við vorum um 20 skátar, flestir frá Akureyri, sem fórum í þessa ferð,“ sagði Ingimar Eydal (yngri) er við ræddum við hann um skíðaferð skáta á Hveravelli um páskana. Skátarnir Iögðu af stað sunnu- daginn fyrir páska, 15 þeirra fóru upp úr Blöndudal en fimm völdu Frestur sá sem Hreinn hafði til þess að leggja fram samning sinn við kanadíska aðila um kaup þeirra á vatni næstu 10 árin frá Sauðárkróki er liðrrin og mun bæjarráð taka málið fyrir á fimmtudagskvöld eins og sagði hér að framan. Það er vilji bæjaryfirvalda á sér lengri leið. Þeir fóru upp úr Eyjafirði og lögðu að baki um 120 km vegalengd áður en þeir komu á ákvörðunarstað á Hvera- völlum. Einn þeirra veiktist á Hvera- völlum, fékk botnlangakast og varð að flytja hann með þyrlu til byggða. Dróst nokkuð vegna ís- ingar að þyrlan kæmist á vettvang Sauðárkróki að hafin verði þaðan útflutningur á vatni, hvort sem sá aðili sem að þeim útflutningi stæði yrði Hreinn Sigurðsson eða einhver annar. En Hreinn hefur lýst því yfir að hann hafi samning til 10 ára undir höndum við kanadísku aðilana og þann samn- ing vilja bæjaryfirvöld á Sauðár- og var orðið nokkuð dregið af piltinum þegar loksins var hægt að sækja hann. Ingimar sagði að allir þeir skát- ar sem fóru í þessa ferð væru mjög vanir ferðamenn og væru miklar kröfur gerðar til þeirra. Ferð sem þessi hefur verið ár- legur viðburður hjá skátunum undanfarin ár. ek. króki sjá. Magnús Sigurjónsson sagði að hann reiknaði með að ef Hreinn legði fram þessa pappíra þá fengi hann útflutningsleyfið með þeim fyrirvara að útflutningurinn yrði hafinn innan ákveðinna tíma- marka. gk-- Fimm fluttir á sjúkra- hús Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri eftir um- ferðaróhapp aðfaranótt laug- ardagsins. Bifreiðinni sem fólkið var í var ekið á ljósastaur af miklum krafti. Meiðsli fólksins reyndust þó ekki vera mjög mikil nema hjá einum farþeganna sem var höfuðkúpubrotinn. Aðfaranótt föstudagsins var mótorhjóli ekið á bifreið í Gler- árgötu. Ökumaður mótorhjólsins kastaðist yfir bifreiðina og skarst hann talsvert í andliti og missti meðvitund.____________gk-- Innanlandsflugið: „Gekk skín- andi vel“ Áætlunarflug Flugleiða um páskahelgina gekk eins og í sögu. Alls voru um 2.000 manns á faraldsfæti með vélum félagsins hér innanlands og þar af átti stærsti hlutinn eða um 1.200 manns pantað far til og frá Akureyri. - Þetta gekk allt skínandi vel. Við þurftum aðeins að fresta einu flugi til Vestmannaeyja vegna þoku, sagði Sæmundur Guðvins- son, fréttafulltrúi Flugleiða í samtali við Dag. Að sögn Sæmundar voru tvær þotur í flugi til og frá Akureyri á annan dag páska og fór hvor þota tvær ferðir. Auk þess var flogið á Fokker til og frá Akureyri og Fokker-vélar Flugleiða héldu auk þess uppi áætlunarflugi til ann- arra ákvörðunarstaða innan- lands. í gær voru svo fyrirhugaðar einar 20 aukaferðir á öllum flug- leiðum innanlandsflugs Flugleiða en næst á eftir Akureyri voru ísa- fjörður og Egilsstaðir vinsælustu ákvörðunarstaðirnir. - ESE Vatnsútflutningur frá Sauðárkróki: Bæjarráð fjallar um málið Nú getur landsliðið í sól- baði farið að hypja sig úr sóllömpunum og komið í heimsókn til Norður- lands. Spáin er nefni- lega: Suðlæg átt og hlýindi eða með öðrum orðum 14-18 stiga hiti og sól a.m.k. fram á föstudag. # Þotuflugið er þægilegt, en.. Fátt er þægilegra en að þeys- ast í þotu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Tæp- lega hálftíma flug eða svipað og með strætó úr Breiðholti og niður á Hlemm. Það er bara verst að böggúll fylgir skammrifi. Á annan dag páska þurftu Akureyringar og aðrir sem staddir voru í Reykjavík og ætluðu sér norður að mæta á afgreiðslu Flugleiða í Reykjavík kl. 16.15. Haldið var af stað með rútu til Kefla- víkur þar sem þotan beið, klukkan 17 en þotan fór svo ekki í loftið fyrr en kl. 18.35. „Flugferðln“ tók svo enda kl. 19.05 og voru þá liðnlr tæpir þrír tímar frá því að farþegar mættu á völlínn í Reykjavík. # Skemma malbikið Auðvitað er ekki hægt með neinni sanngirni að kenna Flugleiðum um þessi ósköp. Félagið stendur í því að flytja þúsundir manna á milli landshluta og því er boðið upp á þotuþjónustu á milli stærstu staðanna. Ástæðan fyrir því að Boeing-þoturnar sem nota mjög stutta flug- braut, mega ekki lenda í Reykjavík, mun vera sú að þær eyðileggi gamla góða malbikið á vellinum. Malbikið í Keflavík eyðileggst hins vegar ekki frekar en malbikið á Akureyri og því höldum við að það væri þjóðráð að „þeir á malbikinu“ í höfuðstaðn- um, láti leggja eins og nokkur hundruð metra af fiugbraut- unum með almennilegu mal- biki. Hefur annars nokkur hugs- að út í það að á þeim tæpum fjórum tímum sem það tekur að komast frá heimíli ( Reykjavík til heimilis á Akur- eyri með þotu, þá má með góðu móti aka langleiðina á mílli Akureyrar og Reykjavík- ur. • RD óskar NT allra heilla Nú er fyrsta tölublaðið af NT komið til iesenda og velunn- urum Tímans (hvort sem er þess gamla eða nýja) létti vlð að sjá blaðið, því það lofar býsna góðu. Þetta er bara spurning um úthaldlð. En svolftið varð þeim á í mess- unni f þessu fyrsta tölublaði, sem er reyndar 95. tölublað af 69. árgangi Tímans. í blað- haus segir nefnilega að NT sé „málsvari frjálslyndis, samvinnu og frjálshyggju"! Auðvitað átti þetta ekki að vera frjálshyggja, það vita það allir, heldur félags- hyggja. Fall er fararheill! RD (Rauði Dagur) óskar NT til hamingju með árangurinn og allra heflla f framtfðinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.