Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR' STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Festu er náð og sókn þarfað hefjast Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn á Akureyri nú um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem aðalfundur mið- stjórnar er haldinn utan Reykjavíkur, a.m.k. um mjög langt árabil, og fannst mörg- um orðið tímabært að breyta til og hætta að líta á höfuð- borgina sem sjálfsagðan vettvang fyrir miðstjórnar- fundi. Væri vel til fundið að setja það markmið að halda þriðja hvern miðstjórnarfund utan höfuðborgarsvæðisins. Aðalmál þessa miðstjórn- arfundar verða atvinnumálin. Framsóknarflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir kjörorðinu „Festa-sókn- framtíð". Nú hefur verið unn- ið að því í um eitt ár að skapa festu í efnahagsmálum og vel hefur tekist til hvað það varðar. Tekist hefur að koma verðbólgunni úr þriggja stafa í tveggja stafa tölu og nú er í fyrsta skipti um langa hríð grundvöllur fyrir atvinnu- fyrirtæki að byggja sig upp og hefja nýja sókn. Um það verður einmitt fjallað á mið- stjórnarfundinum: Sókn í at- vinnumálum í kjölfar þeirrar festu sem náðst hefur. Með öðrum hætti verður ekki tryggð sú framtíð sem íslend- ingar vilja búa komandi kyn- slóðum. Við eigum um marga kosti að velja í atvinnuuppbygg- ingu okkar. Það er vonandi að þessi miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verði gagnlegur og marki þá stefnu í atvinnumálum sem tekið verði eftir. Góð stefna er hins vegar ekki nóg. Framsóknar- flokknum hefur til þessa tek- ist að standa við kostninga- loforðin, miklir erfiðleikar eru að baki, en enginn þarf að láta sig dreyma um að eftir- leikurinn verði eitthvað auð- veldari. Mikið starf er enn óunnið og má raunar segja að grunnurinn sé fyrst nú orðinn hæfur að byggja á honum. Uppbyggingin er öll eftir og byrja verður á því að tryggja undirstöðurnar sem fyrir eru, jafnframt því sem nýjum stoðum verður að skjóta und- ir bygginguna. Svo áfram sé haldið samlíkingunni við hús- byggingu, þá þýðir lítið að ætla sér að byrja á sólstof- unni og öðrum huggulegheit- um fyrr en grundvöllurinn er tryggður. Þessar undirstöður verða að standa traustum fótum út um allt land. Á undangengnum árum hefur því miður of lítið verið hugað að því að treysta þess- ar undirstöður vítt og breitt um landið. Hins vegar hafa sólstofurnar, eða með öðrum orðum þjónustugreinarnar, stækkað umfram það sem undirstöðurnar þola og ekki hvað síst vegna þess hve þeim hefur verið raðað ójafnt niður. Menn mega ekki gleyma því að landsbyggðin þarf engar ölmusugjafir. Fyrirtækin þar, sem annars staðar, þurfa að hafa vaxt- armöguleika, en líka verður að sjá til þess að afraksturinn nýtist öllum landsmönnum - sólstofunum verði komið upp sem víðast, svo allir geti not- ið birtunnar. Fátt vekur jafn dapurlegar hugs- anir og nafnið geirfugl. Tegund sem lifað hefur árþúsundir er ekki lengur til. Þessir fluglausu fuglar og auðveiddu björguðust þó við ísland margar hunguraldir manna, háðu sitt lífsstríð við töp og sigra. Svo einn dumbungsdag bar bát að útskeri þeirra síðustu fyrir Suðurlandi, menn hófu upp morðtól sín; og þetta lífsform var liðið undir lok að eilífu. Ein af sorgum íslands. En þó þessir menn hefðu ekki róið þennan dag var tegundin dæmd til að deyja. Minningin um geirfuglinn og afdrif hans er aðeins kveikja að hugsuninni um eyðinguna miklu. Þúsundir lífvera hafa liðið undir lok af mannavöldum og án efa þúsundir sem ekki gátu aðlagast breytingum í ríki náttúrunnar. En þessi eyðing hefur aldrei verið meiri og mikilvirkari en nú. Kannski þarf ekki atómsprengj- una til að þurrka lífið út á jörð- inni, kannski tekst manninum að Ijúka verkinu áður en hún fellur. Verkin sýna merkin. Daglega berast okkur fréttir af herferð mannsins gegn lífinu. Eiturefni sem fleygt er í sjó gegn lögum guðs og manna af kaldrifj- uðum verksmiðjugreifum eru tvímælalaust nægileg nú þegar til að eyða sjávardýrunum; því um- búðir um þau reynast fánýt þó til staðar séu. Og svo er allt sem frá oss flýtur í sjóinn; hverju landi, hverri borg. Sjónum býður við saur. Vísindin, tæknin, iðnvæð- ingin, hóflaus græðgi mannsins; allt stefnir í eina átt. Mengunar- valdar á jörðu niðri skapa loft- mengun er berst um geiminn og fellur sem dauðaregn yfir menn, dýr og gróður. Það hefur þegar eytt. vatnafiski og eitrað ár og vötn. Akrar og skógar fá sitt og við stöndum uppi varnarlaus og viljalítil að verjast eigin vopnum gegn lífinu. I morgunútvarpi hinn 12. apríl var talað við íslenska konu í Austurríki. Hún lýsti nöktum lík- um grenitrjáa um Evrópu þvera og laufskógum á dánarbeði, þús- undum hektara, - talaði um skógalausa Evrópu á næstu árum. Kannski yrðu síðustu trén fundin á íslandi? Það var hroll- vekja. Og efa setur að manni um að helförin fari hægar hér á landi. Við höfum næga tilburði til að feta í fótsport hinna „iðnþró- uðu“; og endilega að koma eyð- ingarvöldunum þar fyrir sem hvað auðugast er iífríkið. Við erum líka menn hinna háu turna, menn rányrkju og hæpinna til- rauna. Nú harðnar krafan um ál- verksmiðju við Eyjafjörð, í frjó- samasta héraði landsins. „Guð hjálpi guði“, sagði séra Matthías á sinni tíð. Nefndan útvarpsmorgun var einnig talað við íslenska konu sem verið hefur búsett í Banda- ríkjunum sl. fjörtíu ár, ekki fjarri New York. Eigi var fegurri frá- sögn hennar: Allt.var mengað, jarðargróði með skordýraeitri, kjötið með vaxtaraukandi hor- mónum og andrúmsloftið eins og það er. En verst var þó hin and- lega mengun; byssuæðið, sið- leysið. Og vitanlega er það meng- un hugarfarsins sem stendur að baki allri mengun umhverfisins. Menning nútímans er sýkt niður í rót. Hugsanir okkar súrt regn. En ég er svo bjartsýnn um þessi sumarmál að vonast til að íslensk „sveitamennska“ stuðli að því að þessi þjóð haldi vöku sinni enn um sinn. Og verði ís- lenska skógarkjarrið síðustu tré Evrópu þá verði afkomendur Bjarts í Sumarhúsum meðal síð- ustu geirfugla menningar á helj- arþröm. Fjóstrú Maðurinn, einn dýra, gaf sér það að guð hefði skipað hann herra jarðarinnar. Þar hefur höfundur lífsins þá veðjað á rangan hest. Maðurinn var víst nógu forstokk- aður í harðýðgi sinni og græðgi þó að hann gengi ekki upp í þeirri dul að hann væri húsbóndi alls lífs. Hann hefur ekki einungis mis- notað vald sitt yfir öðrum dýrum og jarðargróða heldur einnig sinni eigin tegund, þeim er minna máttu sín. Ég las raunar skemmtilega grein í blaði fyrir skömmu þar sem færð voru gild rök að þvi að heimskir menn væru ekki nándar nærri eins hættulegir og þeir vitr- ari, þeim dytti færra illt í hug. Ég er hér á sama máli þó að ég sé lít- ill aðdáandi heimsku, bæði sjálfs mín og annarra. Manni er löngumundrunarefni hvað þessi „gáfaða þjóð“, íslend- ingar, getur verið heimsk. Var það gáfulegt að flytja inn skoska hrúta með kláða, síðan mæði- veiki, þá rándýrið mink til að drepa fugl og fisk; „Og svo er hann ekki ætur, sem út yfir tekur þó“, sagði Örn Amarson (um refinn). Er ekki fljóthugsað að hleypa laxi úr sjó á stöðvar vatnafiska sem náttúran hefur verndað og viðhaldið um árþúsundir? Hví að þrælast við að gera bleikjuá að laxá? Hví að gera lax að húsdýri í kvíum og ætla honum um leið að afla sér viðurværis sem villtur stofn í sjó? Merkileg mynd í sjónvarpi sýndi að vestanhafs kom í ljós að seiði alin í hita við daglega fóðurgjöf höfðu misst hæfileikann til að lifa óvernduðu lífi á villislóð, misst áttaskynjan, rötuðu ekki heim. Við erum alltaf að leika okkur að því að „breyta og bæta“ sköpunarverkið. Við úrkynjum að ýmsu leyti bústofn okkar um leið og við ræktum hann. Mér er tjáð að sauðfé á íslandi kunni ekki lengur að nýta sér vetrar- beit, sé orðið eins og kýr, þurfi helst stofuhita, töðueldi og víta- mínbættan fóðurbæti! Hvernig færi ef taka þyrfti aftur upp fyrra búskaparlag? í öllum bænum látum okkur nægja að úrkynjast sjálf fyrir nýj- ungagirni og asnaskap. Reynum að leyfa dýrunum að halda eðli sínu óbrengluðu, a.m.k. hluta þeirra. Vissulega er ég ekki á móti fiskeldi - en ómögulega að gera allan fisk að húsdýrum. Þá bland- ast hinn stolti lax hafsins þeim stofni og úrættast eins. Og leyfið sauðkindinni að viðhalda kunn- áttunni að krafsa snjó. Það er hægt að gera öll lífsform að síð- ustu geirfuglum með fleiru en höggi í hausinn eða hagli í belg. Hlífum í stað þess að höggva.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.