Dagur - 27.04.1984, Side 1

Dagur - 27.04.1984, Side 1
67. árgangur Akureyri, föstudagur 27. apríl 1984 49. tölublað Miðstjómar- fundur Fram- sóknarflokksins - hefst á Akureyri í dag „Framsóknarflokkurinn gekk tU kosninga síðast undir kjör- orðinu „Festa-sókn-framtíð“ og boðorðið var það að sýna þyrfti festu í efnahagsmálum og hefja síðan sókn til betri framtíðar. Við erum núna búnir í eitt ár að sýna festu í efna- hagsmálum sem leitt hefur til margfalt betra efnahagsástands en áður var og nú ríður á því að hefja næsta kapítula sem er sókn tíl betri framtíðar og þessi miðstjórnarfundur á Akur- eyri hlýtur að mótast af þessu. Aðalviðfangsefni fundarins verða atvinnumál, ný atvinnutækifæri, aukin þjóðarfram- leiðsla og aukin hagræðing, eða með öðrum orðum betri lífs- kjör fyrir íslendinga,“ sagði Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins í viðtali við Dag. Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins hefst kl. 16.30 í dag á Hótel KEA og í tengsl- um við hann voru haldnir átta opnir stjórnmálafundir með þingmönnum og ráðherrum víðs vegar um Norðurland í gærkvöld. í morgun heimsóttu þingmenn og ráðherrar fyrir- tæki á Akureyri. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins mun í dag flytja ræðu um stjórnmálaviðhorfið og Guð- mundur Bjarnason, ritari, um flokksstarfið. Þá mun verða flutt skýrsla blaðstjórnar Tím- ans og einnig gjaldkera flokksins. Á laugardag verður atvinnumálaumræða og síð- degis verða kosningar í æðstu embætti flokksins. Á sunnudag verða mál afgreidd og að lokn- um miðstjórnarfundinum verður almennur fundur á Hótel KEA, sem hefst kl. 15. Þar verða ráðherrar flokksins og sitja þeir fyrir svörum, auk þess sem Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, flytur framsögu. HS Kvöldskemmtun á Hótel KEA - í tengslum við aðalfund miðstjórnar Framsóknarflokksins Klukkan 20 á laugardagskvöldið munu fulltrúar á aðalfundinum koma saman á Hótel KEA og snæða kvöldverð. Ýmislegt verður1 þar til skemmtunar. Framsóknarfólk á Akureyri og nágrenni er hvatt til að koma I kvöldverðinn og taka með sér gesti. Miðaverði er stiUt ■ hóf og miðar fást á Hótel KEA milli kl. 16 og 18 á föstudag og fyrir hádegi á laugardag. "T\. arinnar í sumar. Grásleppuvertíðin að komast I fullan gang og hlýnandi sjór við landið, sem vonandi hefur í för með sér aukna fiskgengd. Flestir eru hins vegar sammála um það að byggja verður atvinnulíf lands- manna á fleiru en sjávarútvegi og landbúnaði og það er einmitt'fram- tíðaruppbygging atvinnulífsins sem verður aðalumræðuefnið á mið- stjómarfundi Framsóknarflo á Akureyri. Opið alla daga kl. 12.00-14.30 og á kvöldin kl. 18.00-23.30 Léiteoir vdÉfflgpr og Ijiffengt Sfatöhut fttFKTAIlHAMT MÁNA- SALUR opinn í hádeginu ogá kvöldin alla daga „á la carte“ (sérréttamatseðill).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.