Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 4
16 - DAGUR - 27. apríl 1984 BLAÐ2 Þetta greinarkorn er hluti af samantekt um hafnarmannvirki á Akureyri, sem undir- ritaður gerði í maí 1981, að tilhlutan Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddscn, er þá vann að hafnarskipulagi fyrir Akureyrarkaupstað. Heimildir eru flestar úr gögnum Hafnarsjóðs Akureyrar og ýmsum skjölum bæjarins, sem varðveitt cru í Héraðs- skjalasafninu. Þ.B. Aö Gásum, rétt við ósa Hörgár, var sem kunnugt er fyrsti kaup- staður og vöruhöfn sem sögur fara af hér við Eyjafjörð. Sú höfn lagðist af um eða eftir 1500 að því er talið er, og þegar einokun- arverslun Dana hófst árið 1602 var Akureyri orðin aðalhöfnin. Eyrarland og Naust áttu landið að höfninni, og er talað um í heimiidum frá þessum tímum, að oft stóð í þjarki milli eigenda þess- ara jarða og kaupmanna um hafnartoll. Komu þau mál jafnvel til kasta Alþingis og gengu í þeim dómar. í Jarðabók Árna Magn- ússonar frá 1712 er þess getið í lýsingu áðurnefndra jarða, að átroðningur vegna verslunarstað- arins sé verulegur, en gjöld þar á móti innheimtist treglega. Hafnarstæðið hér við Akureyr- arpoll hefur lengi verið talið eitt hið öruggasta og besta hér á Norðurlandi. í Sögu Akureyrar tekur Klemenz Jónsson eftirfar- andi klausu upp úr bréfi frá 1740, þar sem talað er um höfnina á Akureyri: „Hún er besta höfn landsins, af því hún liggur svo langt inn í landi. Skipin liggja svo nærri landi, að þeir sem standa á versl- unarlóðinni, geta hæglega talað við skipverja um borð. Það kem- ur varla fyrir svo mikill öldu- gangur, að ekki sje hægt að ferma eða afferma, nema hvessi mikið af útsuðri“. (bls. 5) Að sjálfsögðu voru fyrr á öldum allar aðferðir við að ferma og afferma skip ólíkar því sem síðar gerðist. Fyrstu bryggjur sem tíðkuðust voru lausar tré- bryggjur, sem teknar voru upp á Iand að hausti. Slíkar bryggjur hafa vafalaust fljótt verið til hér á Akureyri, og þá fyrst í eigu hinna dönsku verslana og síðar einnig einstakra kaupmanna. í þessu ófullkomna yfirliti verður einungis stiklað á stóru og nær eingöngu fjallað um hafn- armannvirki á vegum Akureyrar- kaupstaðar. Á fundi bæjarstjórn- ar 20. febr. 1882 lagði Jón Chr. Stephánsson timburmeistari til, að lögð yrðu hafnargjöld á skip er hingað sigldu. Bæjarstjórn þótti þetta hið þarfasta mál, og skipaði nefnd til að gera drög að reglugjörð þessu að lútandi. Auk Jóns Chr. voru í þessari nefnd þeir J. V. Havsteen kaupmaður og Stefán Thorarensen sýslumað- ur. Varð þetta upphafið að skipu- lögðu starfi bæjaryfirvalda að hafnarmálum kaupstaðarins. Nokkru seinna þetta sama ár ákvað bæjarstjórnin að leita eftir láni úr landssjóði, til þess að koma upp hafnarmerkjum og vita á Oddeyri. Fyrsta hafnar- reglugerð fyrir Akureyrarkaup- stað var svo staðfest 29. sept. 1882, og samkvæmt henni kosið í hina fyrstu hafnarnefnd, 5. febr. 1883. Fyrstu fulltrúar þar voru þeir Pétur Sæmundsen verslun- armaður og Eggert Laxdal bæjar- fulltrúi. Var sú skipan lengi viðhöfð, að annar fulltrúi hafnar- nefndar var úr bæjarstjórn en hinn úr verslunarstéttinni, þetta breyttist svo þegar nefndar- mönnum fjölgaði. Ekki eru til fundargjörðabæk- ur hafnarnefndar fyrr en 1906, og virðist jafnvel að engar slíkar hafi verið færðar fyrr en þá. Bendir margt til, að gjörðir nefndarinnar hafi hlotið þá umfjöllun í bæjar- stjórn að formaður hafnarnefnd- ar hafi flutt málin þar munnlega. Samkvæmt reglugerðinni frá 1882 var lagt gjald á öll skip inn- lend og erlend, sem vörpuðu akkerum fyrir innan Oddeyrar- tanga. Pótti þetta gjald allhátt, fór það eftir stærð skipa og var lágmarksgjald 5 aurar á hverja smálest, fyrir það eitt að mega varpa akkerum. Með þessum skipagjöldum safnaðist fljótt fé í hafnarsjóðinn og þar með grund- völlur til að framkvæma hafnar- bætur. í mars 1888 ákvað bæjar- stjórn að láta gera tvær bryggjur, aðra á Oddeyri og hina á Akur- eyri. Þar með hófust hafnarfram- kvæmdir á vegum Akureyrarbæj- ar. Akureyri Fyrstu hafnarbryggju kaupstað- arins var valinn staður rétt fyrir sunnan Búðalæk, þar sem Chr. Johnasson kaupmaður hafði þá þegar trébryggju. Gekk í ein- hverju þófi að ná samningum við kaupmanninn, einkum eftir að bæjarstjórnin ákvað að bryggjan skyldi úr steini gerð. í>ó tókust samningar að lokum, og haustið 1890 var bryggjan fullgerð, 100 álna löng. Hafði hún kostað ærið fé, og varð hafnarsjóður að taka 5500 kr. lán til byggingarinnar. Yfirsmiður við þessa bryggjugerð var Steinþór Björnsson, stein- smiður úr Mývatnssveit. Það er e.t.v. ofmælt að nefna bryggju þessa hafskipabryggju, því að til þess var hún of stutt. Var því fljótt ráðist í lengingu hennar. Til þess keypti hafnar- sjóður sumarið 1902, franskt fiskiskip „La Glaneuse", sem hingað kom á Pollinn og var dæmt ósjófært. Skipi þessu var sökkt við bryggjuendann þannig að það myndaði bryggjuhaus, jafnframt var bryggjan breikkuð. Gátu nú allstór gufuskip lagst að henni og gerðist nú þessi bryggja um skeið aðalhafnarbryggja stað- arins, þótt fljótt sannaðist að hún var enn bæði of stutt og of mjó. Til gamans má skjóta því hér inn í, að í Minjasafninu á Akureyri er varðveitt stafnlíkneski (gall- ions-fígúra) sem í 60 ár stóð í garði Boga Daníelssonar í Hafn- arstræti 64. Þetta stafnlíkneski er af þessari frönsku fiskiskútu sem endaði sína daga fyrir framan gömlu hafnarbryggjuna á Akur- eyri. Árið 1909 var þessi bryggja enn stækkuð. Var þá keypt skipið „Camila“ og því sökkt austur og vestur fyrir norðan bryggjuhaus- inn. Síðan var byggt timburplan yfir það bil sem myndaðist á milli skipsins og steinbryggjunnar. Á fundi hafnarnefndar 13. okt. 1913, er fyrst talað um að byggja nýja bryggju inni á Akureyri. Á sama tíma var verið að undirbúa lagningu nýrrar vatnsleiðslu í bæinn, ofan frá Hesjuvöllum í Kræklingahlíð. Hafði Carl Höepfner kaupmaður lofað að Iána bænum til þeirrar fram- kvæmdar, og virðist bryggju- byggingin inni á Akureyrinni hafa verið einhvers konar skilyrði fyrir því láni. Þó hefur ekki tekist að afla nægilegra heimilda um samhengið þarna á milli. Árið 1914 hófst bygging þessarar nýju bryggju, nokkru norðar en hin eldri var. Var hún a.m.k. í fyrstu jafnan nefnd bátabryggjan. Yfir- smiður var ráðinn Bjarni Einars- son timbursmiður. Þessari smíði auk á árinu 1915, og kostaði verkið 25-30 þús. kr. Þar af lán- aði C. Höepfner 20 þús. Fleiri bryggjur voru ekki byggðar á hinni gömlu kaupstað- arlóð á Akureyri, enda fluttust öll umsvif smátt og smátt norðar. Þessar tvær bryggjur sem enn standa, þó syðri bryggjan einkum sé mjög hrörleg orðin, voru not- aðar til vöruafgreiðslu fram yfir 1930. Var það þó einkanlega gamla hafnarbryggjan sem því hlutverki gegndi, en hin ytri var notuð fyrir smærri skip og oft nefnd bátabryggjan eins og áður er getið. Eftir að nýrri bryggjan kom á Torfunefi, minnkaði þörf- in á bryggju innfrá. Þá lagðist Höepfnersverslun niður upp úr 1930, eina verslunin sem þá var eftir innra. Öll umsvif fluttust fyrr en varði út á Torfunef og Oddeyri, og síðast en ekki síst jukust grynningar sífellt af völd- um Eyjafjarðarár. Höepfners- bryggjurnar svokölluðu urðu því frekar vettvangur smærri skipa, og um eða eftir 1960 voru þar síð- ast gerðar umbætur á nyrðri bryggjunni og mynduð þar kví fyrir smábáta. Bryggjuhausinn var þá lengdur til suðurs með skrokknum af gamla Drangi, sem til þess var keyptur. Nafnið Höepfnersbryggjur sem nú er algengast að nota um bryggjurnar þar innfrá, mun hafa komið til vegna návistar Höepfn- ersverslunarinnar, og síðar húsa og annarra minja um tilveru hennar. Fyrr á tíð mun Höepfner líka oft hafa leigt aðstöðu á þess- um bryggjum, einkum þó þeirri nyrðri, t.d. til síldarsöltunar. Sama gerði Otto Tulinius og var þá talað um Tuliniusarbryggju. Trúlegast sýnist mér að yngri bryggjan hafi nær því frá upphafi verið kennd við Höepfner, og það nafn síðar einnig færst yfir á hina bryggjuna. Sú bryggja var í fyrstu yfirleitt nefnd Hafnar- bryggjan á Akureyri, síðar Innri- hafnarbryggjan til aðgreiningar frá Torfunefsbryggju, og einnig sést nafnið Búðalæicjarbryggja. Oddeyri og Oddeyrartangi Þess var fyrr getið að bæjarstjórn ákvað í mars 1888 að láta hefja smíði á bryggjum bæði á Akur- eyri og á Oddeyri. Oddeyrar- bryggjunni var valinn staður út af Strandgötunni, gegnt Grundar- götu. Hún var fullgerð 1889. Heimildir benda til þess að þessi fyrsta Oddeyrarbryggja hafi ver- ið lausabryggja,og hún var ekki lengi í eigu hafnarsjóðs. J.V. Havsteen, konsúll og kaupmaður kaupir hana á uppboð 2. okt. 1895. Hann setti síðan mjög fljót- lega þarna upp fasta bryggju og var hún jafnan kennd við hann. Sú bryggja mun hafa staðið að einhverju leyti fram undir seinni stríðsárin, en þá um margra ára bil ónothæf með öllu. Árið 1890 kaupir hafnarsjóður 1200 ferálna lóð af Gránufélag- inu, austan á Oddeyrartanga. Er hún ætluð fyrir bryggju og vöru- hús. Árið eftir er kominn þarna lausabryggja, því að í gögnum hafnarsjóðs, 15. apríl 1891, er talað um Oddeyrarbryggjurnar báðar, og þá er mönnum greitt fyrir að setja austari bryggjuna á Óddeyri fram. Ekki hefur mér tekist að grafa upp heimildir um afdrif þessarar bryggju á Oddeyr- artanga, og líklega hefur hún ekki verið lengi við lýði. Raunar má segja að hanfarsjóður hafi ekki haft mikil umsvif á Tangan- um fyrr en nú á síðustu árum. Þó hefur sjóðurinn eignast þar lóðir og aðrar eignir, en þær gjarnan verið leigðar einkaaðilum. Lóð þá er fyrr var getið mun bærinn alla tíð hafa átt, og 1928 kaupir hann Wathne-eignina svoköll- uðu, þ.e. hús og bryggjur. Um 1940 tók Kaupfélag Eyfirðinga þessa eign á leigu og mun svo enn í dag. Hvort sá leigutími er óslit- Innri hafnarbryggjuraar um 1915.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.