Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 6
18 - DAGUR - 27. apríl 1984 BLAÐ2 , yBjórbolludagur Það var létt yfir þeim köppunum; Davíð Jóhannssyni, Ólafi Ármannssyni, Alfreð Almarssyni og Jóni Lárussyni. Fimmta kannan er í hendi Áma Þor- valdssonar, sem felst á bak við Davíð. Sigurður Þ. Sigurðsson, Sjallaforstjóri, ræðir málin við Jóhann Sigurðsson, og Ásgrím Hilmarsson í Utvegsbankanum. Örtröð myndaðist við innganginn á Baukinn. Þjónarnir höfðu ekki undan við að láta renni í könnurnar. Þeir eiga eitt og eitt handtakið í Sjallanum þessir. Þessir kappar létu vel af bjórnum á Bauknum. Bjórbollan rann látlaust í kollurnar, sem voru tæmdar jafnharðan. Hann er bara nokkuð góður bjórínn, sögðu þeir Gestur E. Jónasson, Þengil Valdimarsson og Theodór Júlíusson. Magnþór Jóhannsson varð fyrstur til að tæma tveggja lítra baukinn. Hér er næsti maður að berjast við baukinn og hann hafði það. ..Þaö hefur veriö miklu meiri ásókn í bjórinn heldur en við áttum von á, við höfum varla haft undan að blanda," sagði Guðmundur Sigurbjörnsson, „kjallara- meistari" hjá Sjallanum, i samtali við Dag. Það hefur víst ekki farið framhjá Akureyringum, að Sjallinn og H-100 opnuðu bjórstofur í síðustu viku, nákvæmlega kl- 18.00 mið- vikudaginn 18. apríl. Þá höfðu þegar myndast bið- raðir við báða staðina, sér- staklega þó við H-100, en cigendur staöarins höfðu látið þau boð út ganga, að „allir fengju frítt á bauk- inn". Þeir gáfu sinni stofu nafniö „Baukurinn", en fyrr á öldinni voru bjórstofur með því nafni á Akureyri. Sjallamcnn nefndu sína bjórstofu „Bikarinn" og þeir veittu bjórinn endurgjalds- laust fyrstu klukkustundina og rúmlega það. Samtals fóru tæplega eitt þúsund lítrar af „bjórbollu" í þyrsta Akureyringa og bæjargesti fyrstu tvær klukkustundirn- ar sem bjórstofurnar voru opnar. Þó talað sé um bjórstofur er það ekki venjulegur bjór sem boðinn cr, heldur pilsn- er styrktur með viskíi og kláravíni. Áfengismagnið í mjöðnum mun vera göð 5%. „Bjórbolla" er þessi drykkur síðan nefndur, en samkvæmt áfengislöggjöf- inni mun sala á áfengum „bollum" vera heimil á vínveitingastöðum, þó bannað sé að selja þar áfengt öl. Raunar telja lög- fróðir menn, aö þetta sé skýlaust. brot á áfengislög- gjöfinni. en úr því hefur ekki verið skorið enn fyrir dómstólum, livað sem verður. Á Bauknum í H-100 er tveggja lítra baukur, sem gestum er gefinn kostur á að kneifa úr. Et' þcir slokra í sig innihaldið í einni lotu og söntu törn, þá eru þeir verð- launaöir. A.m.k. þrír af gestum staðarins unnu það afrek, að ljúka úr bauknunt fyrsta kvöldið. Einn þeirra hafði þó slokrað í sig úr einni flösku af vodka á undan, að því er einn vinnu- félagj hans sagði. Bikarinn er opinn í há- deginu og á kvöldin alla daga, en Baukurinn er op- inn öll kvöld og um hádegið á laugardögum og sunnu- dögunt. Smáréttir eru í boði ;i báðum stöðum. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.