Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALf GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI "N fcoda* 67. árgangur Akureyri, mánudagur 30. aprfl 1984 50. tölublað 500 milljónum varið til háþróaðs iðnaðar var meðal tillagna á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins Á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var á Akureyri um helgina, var Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, endurkjör- inn formaður flokksins. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir en þeir eru Guð- mundur Bjarnason, ritari, Halldór Ásgrímsson, vara- formaður og Guðmundur G. Þórarinsson, gjaldkeri. Aðalefni fundarins voru at- vinnumálin og varð umfjöllun um þau ekki Iokið, en þau verða tek- in sérstaklega fyrir í flokknum síðar á árinu. Þá var samþykkt stjórnmálaályktun, þar sem m.a. kemur fram tillaga um að á næstu árum verði veitt 500 milljónum króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar á ýmsum háþróuð- um iðnaði, s.s. rafeindaiðnaði og lífefnaiðnaði. Verði þessu verk- efni gefinn forgangur í íslenskri iðnþróun á næstu árum. Steingrímur Hermannsson ræddi einnig um atvinnumálin í yfirlitsræðu sinni á fundinum. Fjallaði hann m.a. um þann mikla áróður sem dynur á land- búnaðinum. Hann sagði síðan að á næstu fimm árum verði skilyrð- islaust að draga úr hinni hefð- bundnu landbúnaðarframleiðslu, þannig að hún fullnægi sem næst okkar eigin þörfum en útflutning- ur verði óverulegur og útflutn- ingsbætur því óþarfar. Á sama tíma verði nauðsynlegt að skipu- leggja nýjar búgreinar þannig að byggðaröskun verði sem minnst. Nánar er fjallað um miðstjórn- arfundinn ábls. 11,12 og 13. HS Þegar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, heimsótti Slippstöðina á Akureyri ásamt öðrum miðstjórnarfulltrúum færði Benedikt Sigurðsson honum gjöf til þingflokksins, en það var nákvæm eftirmynd af íslandi, skorin út í þykka stálplötu. Mynd: HS. „Ástandið betra en um miðjan júní í fyrra“ - segir Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi í Aðaldal Sund- laugin og fatlaðir - bls. 2 „Menn hljóta að vera mjög ánægðir með ástandið því það er allt tveimur mánuðum á undan miðað við síðasta ár,“ sagði Stefán Skaftason ráðu- nautur í Straumnesi í Aðaldal er við ræddum við hann um tíðarfarið og vorið sem verið hefur á Norðurlandi undan- farna daga. „Ég er búinn að vera hérna síðan 1961 og man ekki aðra eins tíð, a.m.k. ekki hvað hlýindi snertir,“ sagði Stefán. „Ástandið er verulega betra núna heldur en það var um miðjan júní í fyrra. „Ég tel engar líkur á því að það komi í ljós nýtt kal i túnum núna, en það er auðvitað gamalt kal til staðar. Það er hvergi jarð- vatn á túnum þannig að þau eru orðin þurr. Frost er svo að segja farið úr jörðu og tún eru byrjuð að grænka og lifna við. Veðurfarið hefur verið mjög gott og þótt að komi norðanátt þá er hún ekki köld, meiri sjávar- hiti fyrir Norðurlandi og hag- stæðir vindar spila örugglega stórt hlutverk hvað það snertir. Það gengur því allt mjög áfalla- laust eins og er.“ - En ef gerir áhlaup, þá er gróður í meiri hættu en ella? „Já, og sérstaklega ef gerir ein- hverja hörku án þess að snjói með, þá er allt í stórhættu. Ber geta öll farið t.d. en í dag er útlit fyrir mjög góða berjasprettu. En það er óhætt að segja að það sé hugur í mönnum og það styttist óðum í það að menn fari í vor- verkin og um leið og fer að grænka meira geta menn farið að bera áburð á tún,“ sagði Stefán. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.