Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. apríl 1984 Garðlönd Þeir aöilar sem hafa haft garölönd á leigu, og vilja halda þeim áfram, eru beðnir aö greiða leigugjald fyrir 10 maí nk. Greiðsla leigunnar fer fram á bæjarskrifstofunum. Þeir sem vilja leigja garðland í fyrsta sinn, eða vilja breytingar, frá fyrra ári eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Garðyrkjunnar íGróðrar- stöðinni. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Vinnuskóli Akureyrar Starf forstöðumanns við Vinnuskóla Akureyrar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í verkstjórn, og menntun á garðyrkju- sviði. Vinnuskóli Akureyrar óskar einnig að ráða flokks- stjóra til starfa í sumar. Reynsla og verkstjórn æskileg. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa Garðyrkju- deildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skrifleg umsókn sendist til: Akureyrarbær Garð- yrkjudeild P.O. Box 881, 602 Akureyri. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Akureyrar Skólagarðar Akureyrar óska að ráða flokkstjóra, til leiðbeiningarstarfa í sumar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af rækt- unarstörfum, og verkstjórn. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Garð- yrkjudeildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skrifleg umsókn sendist til Akureyrarbæjar Garð- yrkjudeild P.O. Box 881, 602 Akureyri. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR ......——.. i : ... Vinnuskóli Akureyrar Skráning 13,14 og 15 ára unglinga sem óska eftir vinnu í sumar er hafin. Skráningin fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti skráningardagurerfimmtudagur 10. maí. Garðyrkjustjóri. jl ATI IBEVB Jt Skólagarðar Akureyrar Innritun 10, 11 og 12 ára barna er hafin. Innritun fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti innritunardagur er þriðjudaginn 15. maí. Garðyrkjustjóri. 1. maí ávarp verkalýðs- félaganna á Akureyri 1984 Kröfuganga á Akureyri 1. maí 1983. Á hátíðis- og baráttudegi verka- lýðsins lítum við nú, sem jafnan áður yfir farinn veg, fögnum sigrum, drögum lærdóma af ósigrum, stillum saman streng- ina til nýrra átaka, búum okkur undir ný viðfangsefni, því við höfum verk að vinna. Á síðastliðnu ári vorum við rækilega minnt á að enginn sigur í verkalýðsbaráttunni er endanlegur. Með bráðabirgða- lögum var vegið að tilveru- grundvelli verkalýðssamtak- anna, kjarasamningar verka- lýðsfélaganna ógiltir og verka- lýðshreyfingunni bannað að sinna einni frumskyldu sinni, að semja um kaup og kjör í land- inu. Fyrir tilstuðlan almennra mótmæla höfum við endur- heimt samningsréttinn, tak- markaðan þó, þar sem enn er bannað að semja um verðbætur á laun. Að endurheimtum samnings- rétti hefur verkalýðshreyfingin gert nýja kjarasamninga, sem fólu í sér nokkra lagfæringu á kjörum þeirra sem verst voru settir, og stöðvuðu kjararánið hjá öðrum. Með samningunum hefur því tekist að spyrna við fótum en mikið vantar á að réttlátri skipt- ingu þjóðartekna sé náð. í dag lýsum við yfir að við munum ekki una þeim lágu launum til frambúðar, sem við höfum neyðst til að semja um. Við skulum jafnframt gera okkur ljóst að kjarabætur koma ekki á silfurfati. Það er vilji og samtakamáttur okkar sjálfra sem sker úr, nú sem endranær, og við skulum vera við því búin að þurfa að glíma við ríkisstjórn og atvinnurekendur strax í haust. Með þrotlausri baráttu sinni á undangengnum áratugum hef- ur verkalýðshreyfingunni tekist að knýja fram margvísleg fé- lagsleg réttindamál m.a. í trygg- inga- og húsnæðismálum. Að þeim ávinningum er nú vegið. Pess vegna gerum við eftirfar- andi orð landssambands iðn- verkafólks að okkar: „Þegar laun verkafólks eru svo lág sem raun ber vitni er enn brýnna að öryggi launþega sé tryggt á öðrum sviðum. Því er afar mikilvægt að standa vörð um þann félagslega ávinning og auknu félagslegu réttindi sem náðst hafa fram á síðustu árum. Á þeim vettvangi er víða að sótt en hvergi má undan láta. Þann- ig er nú vegið að verkamanna- bústaðakerfinu. Gegn þeirri at- lögu verður að snúast og sjá til þess að til verkamannabústaða fáist nauðsynlegt fjármagn. Verkamannabústaðakerfið þarf að stórefla svo mikilvægt er það öllu launafólki og eina von fjöl- margra félagsmanna láglauna- félaga um öruggt og mannsæm- andi húsnæði." Við skulum minnast þess að barátta verkalýðsstéttarinnar fyrir jöfnuði, fyrir afnámi arð- ráns og kúgunar er ekki dægur- barátta né heldur bundin einu þjóðlandi fremur en öðru. Okk- ur varðar um velferð stéttar- systkina okkar í fjarlægum löndum. í iðnríkjunum þurfa milljónir manna að sætta sig við atvinnuleysi sem stendur árum saman með öllum þeim félags- legu hörmungum sem slíkt ástand hefur í för með sér. Á sama tíma og aðrar millj- ónir manna í þróunarlöndunum þurfa að þola hungur og þjást af sjúkdómum fyrir fátæktar sakir eyða stórveldin margfalt hærri upphæð í vígbúnað sinn en þarf til að fæða og klæða heilu þjóð- irnar, gera milljónir manna sjálfbjarga. Svo mikilli fullkomnun hafa risaveldin náð í vígbúnaðar- kapphlaupinu að þau geta nú tortímt öllu lífi á jörðinni mörg- um sinnum. Óttinn við gereyðingu heims- ins, útrýmingu alls lífs á jörð- inni sameinar alla þá fjölbreyti- legu hópa, sem nú ganga undir friðarfánum, beggja megin Atl- antshafsins og krefjast afvopn- unar og eyðingar kjarnorku- vopna. Við styðjum framlag þeirra og sendum þeim baráttu- kveðjur vegna þess að kjarn- orkuvopnalaus heimur, afvopn- un og afnám hernaðarbanda- laga er í samræmi við grundvall- arhugsjónir verkalýðshreyfing- arinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Um leið og við lýsum sam- stöðu okkar með baráttu verka- lýðsstéttarinnar í iðnríkjunum fyrir fullri atvinnu og mótmæl- um þeirri hrikalegu misskipt- ingu á auði jarðarinnar sem kemur fram í örbirgð íbúa þró- unarlandanna, strengjum við þess heit að berjast af alefli gegn atvinnuleysi í okkar eigin landi, gegn misskiptingu hins ís- lenska auðs, fyrir efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu jafnrétti. Til þess voru samtök okkar stofnuð. Það er verkið sem við höfum að vinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.