Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 11
30. apríl 1984 - DAGUR -11 Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Akureyri: Heimsóknir í fyrirtæki Davíð Aðalsteinsson og Guðmund- ur Bjarnason ræða málin í Slipp- stöðinni. Drífa Sigfúsdóttir, Ulfliildur Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Sveinbjörnsdótt- ir og Dagbjört Höskuldsdóttir dást hér að prjónaflíkum hjá Iðnaðardeild Sambandsins. Fulltrúar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins vörðu fimmtudagsmorgnmum 1 að heimsækja fyrirtæki á Akureyri. Var fyrst farið í Mjólkursamlagið, síðan verksmiðjur Sam- bandsins, Útgerðarfélag Akureyringa og Slippstöðina, þar sem boðið var til hádegisverðar. Eftir hádegi voru skrifstofur KEA síðan heimsóttar. Þá má geta þess að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, ásamt Guðmundi Bjarnasyni, Tómasi Árnasyni og Níelsi Á. Lund fóru í heimsókn í Menntaskólann, þar sem kallað var á Sal og forsætisráðherra sagði nokkur orð við nemendur. Meðfylgjandi myndir eru frá þessum heimsóknum. HS Hópurinn sem heimsótti Slippstöðina á Akureyri fyrir framan trésmíðaverkstæðið. Sigrún Magnúsdóttir fylgist með viðbrögðum Jóns Helgasonar, landbúnað- arráðherra, við nýja vanillubúðingnum sem miðstjórnarmönnum var boðið upp á í Mjólkursamlagi KEA. Tómas Árnason tók að sér, sem fyrrverandi innspector scholae, að sýna nýkjömum inspector hvernig hann hefði hringt á Sal í gamla daga. Starfsmenn Slippstöðvarinnar sögðu þeim Steingrími og Halldóri að ef allt um þryti við að stoppa upp í fjárlagagatið mætti reyna að rafsjóða í það og kváðust boðnir og búnir áð taka það að sér. Forsætisráðherra ásamt Tómasi Árnasyni, Níelsi Á. Lund, Hauki Ingibergssyni og Guðmundi Bjarna- syni á Sal Menntaskólans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.