Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 13
30. apríl 1984 - DAGUR -13 framhaldi af aðgerðum til þess að draga úr halla ríkissjóðs og tak- marka erlendar lántökur hef ég því átt ásamt öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni ítarlegar viðræður við bankastjóra Seðlabankans um aðgerðir til þess að takmarka útlán og draga úr eftirspurnar- þenslunni. Vænti ég þess, að ég geti í næstu viku gert þjóðinni grein fyrir heilsteyptum aðgerð- um á öllum sviðum peningamála, sem til þess eru ætlaðar að tryggja það markmið, sem við höfum sett okkur um minnkandi viðskiptahalla, stöðvun erlendrar skuldasöfnunar, stöðugt gengi óg minnkandi verðbólgu en án at- vinnuleysis. Mikil hjöðnun verðbólgu, lækkun fjármagnskostnaðar og stöðugt gengi skapar heilbrigðari grundvöll fyrir nýtt framtak, nýja sókn til bættra lífskjara. Það er sú leið sem fara verður upp úr þeirri lægð sem við erum nú í. Að sjálfsögðu hvílir þetta mikilvæga verk mjög á atvinnuvegunum sjálfum, fyrirtækjum og einstakl- ingum. Ríkisvaldinu ber hins vegar að skapa þann grundvöll, sem gerir slíkt framtak kleift. Næst því að ná öruggum tökum á efnahagsmálum er umsköpun og efling atvinnulífsins mikilvæg- ast nú á næstu mánuðum og árum. Atvinnumálin verða megin- verkefni þessa fundar. Er morg- undagurinn til þess ætlaður að ræða þau. Ég tel þó óhjákvæmi- legt að minnast á nokkur megin- atriði.“ Steingrímur ræddi síðan um stjórnarsamstarfið og stöðu Framsóknarflokksins og sagði: „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru um margt ólíkir flokkar enda hafa þeir verið höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum í áratugi. Sjálfstæðismenn telja flokk sinn hægri flokk. Þeir leggja áherslu á að hinn frjálsi markaður fái að ráða sem mestu í allri þróun, bæði efnahags og mannlífs. Þeir vilja sem minnst afskipti ríkis- valdsins og vilja draga úr þeirri velferð, sem áunnist hefur. Framsóknarflokkurinn er hins vegar frjálslyndur og umbóta- sinnaður félagshyggjuflokkur. Sumir vilja skilgreina hann sem miðflokk. Ég vara við því. í mið- flokksheitinu felst að stefnan er meira eða minna ákveðin af þeim flokkum sem teljast til hægri og vinstri. Svo er alls ekki um Fram- sóknarflokkinn. Við framsóknar- menn höfum okkar eigin stefnu óháð öðrum flokkum. Ég lít á Framsóknarflokkinn miklu frem- ur sem eitt hornið í þríhyrningn- um. Á sumum sviðum erum við frjálslyndari og opnari fyrir breytingum en þeir sem telja sig til vinstri, sem eins og ég hef vel kynnst á undanförnum árum eru á ýmsum sviðum afturhaldssamir og staðnaðir. Ég nefni sem dæmi verkalýðsmálin og vísitölubind- ingu launa. Á öðrum sviðum leggjumst við gegn breytingum ákveðnar en þeir sem telja sig til hægri. Byggðamálin eru gott dæmi um það. Við vörum við umtalsverðri byggðaröskun. Við framsóknarmenn eigum okkar eigin stefnu. Við viljum frelsi einstaklinganna til athafna og framtaks en tryggja jafnframt með félagshyggjunni hagsmuni fjöldans. Við leggjum áherslu á jafnræði og öryggi öllum til handa. Því viljum við tryggja það velferðarríki sem við höfum skapað. Við viljum þó forðast ýmiss konar sóun og óþarfa sem gagnrýnislausir menn hafa inn- leitt. Og við viðurkennum, að þegar þjóðartekjurnar dragast mikið saman kann að vera nauð- synlegt að draga eitthvað um tíma úr þeirri þjónustu sem þegn- unum er veitt. Við teljum hins vegar óhjákvæmilegt að ríkið hafi forustu í félags- og velferð- armálum og til slíkra mála sé afl- að tekna. Við teljum hins vegar, að það eigi að vera algjör undantekning að ríkið sé með fingurna í málum sem einstaklingar og fyrirtæki geta betur sinnt. í mörgum tilfell- um hefur þó þátttaka ríkisvalds- ins verið nauðsynleg til þess að forða frá stöðvun og atvinnu- leysi. Það teljum við rétt og eðli- legt. Hins vegar höfum við ekk- ert á móti því að ríkisvaldið dragi sig út úr slíkum rekstri, þegar málum hefur verið bjargað og einstaklingar eða fyrirtæki geta tekið við að nýju. Það á að mínu mati að vera einkenni frjálslynds flokks að vera sveigjanlegur í beitingu ríkisvaldsins. Því á að beita til að tryggja þau meginmarkmið, sem við setjum okkur, þegar og þar sem þörfin er hverju sinni, en án þess að kyrkia hið frjálsa at- hafnalíf. Að sjálfsögðu hafa verið og munu verða í ríkisstjórninni skiptar skoðanir um einstök at- riði stjórnarsamstarfsins. Við framsóknarmenn munum standa vörð um okkar sjónarmið. Ég legg hins vegar á það áherslu að allur ágreiningur verði eins og frekast er kostur leystur innan stjórnarsamstarfsins en ekki utan. Við getum ekki krafist alls sem við teljum rétt og viljum. Það getur samstarfsaðilinn held- ur ekki. Við virðum skoðanir samstarfsaðilans og um leið skoðanamuninn. Þetta eru meg- ineinkenni í samstarfi ólíkra að- ila og verður að virða, ef vel á að takast. Á meðan ég fer með forystu Framsóknarflokksins og í stjórn- arsamstarfi við okkar andstæð- inga mun ég leggja áherslu á drengskap bæði gagnvart mínum flokksbræðrum og okkar sam- starfsaðilum. Góðir framsóknarmenn. Ég veit að margir voru fullir efa- semda þegar til þessa stiórnar- samstarfs var stofnað. Eg var einn af þeim. Ég taldi af ýmsum ástæðum réttast að Framsóknar- flokkurinn yrði utan ríkisstjórnar um sinn. Við reyndumst hins veg- ar þeir einu sem þorðum að taka á vandanum og ganga til óhjá- kvæmilegs samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn í því skyni. Ég er sannfærður um að rétt var að ganga til þessa samstarfs. Nú þegar mikilvægur árangur hefur náðst er það von mín, að sem flestir framsóknarmenn, og reyndar frjálslyndir og umbóta- sinnaðir menn allir, viðurkenni að rétt ákvörðun var tekin. Þegar upp er staðið mun árangurinn ráða úrslitum um fylgi Framsókn- arflokksins. í þessari ræðu hef ég stiklað á stóru. Ég vona þó að mér hafi tekist að sýna ykkur fram á að verkefnin framundan eru mikil og stór. Ýmis eru erfið en óhjá- kvæmileg og munu krefjast kjarks. Onnur eru ánægjulegri og munu einnig ráða miklu um framtíð hinnar íslensku þjóðar. Við framsóknarmenn verðum á næstunni að herða róðurinn og gera þjóðinni grein fyrir þeim mikilvægu málum sem við vinn- um að. Framsóknarflokkurinn á erindi til allra frjálslyndra og um- bótasinnaðra manna.“ Stjómmálaályktun Framsóknarflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir kjörorð- inu: „Festa, sókn, framtíð". Miðstjórnarfundurinn fagnar þeirri festu, sem skapast hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar með aðgerðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Fundurinn minnir á, að sá ár- angur sem nú hefur náðst er fyrst og fremst að þakka lögbundnum efnahagsaðgerðum, sem byggð- ar voru á markvissum tillögum Framsóknarflokksins fyrir síð- ustu kosningar. Vill fundurinn þakka hinn jákvæða skilning landsmanna á nauðsyn þessara aðgerða, sem m.a. hefur komið fram í hófsömum kjarasamning- um. Þennan góða árangur verður að varðveita og styrkja enn frek- ar enda er hann forsenda þeirrar sóknar í efnahags- og atvinnu- málum, sem Framsóknarflokk- urinn mun á næstu misserum leggja höfuðáherslu á í samræmi við loforð flokksins í síðustu kosningum. Slík sókn er grundvallarfor- senda bættra lífskjara og auk- innar velferðar, eftir áföll undanfarinna ára, og þess að launþegar endurheimti kaup- mátt launa sinna. í þjóðmálabaráttu sinni á næstu misserum mun Framsókn- arflokkurinn leggja höfuð- áherslu á að þetta takist. Sókn þjóðarinnar til betri framtíðar krefst róttækra að- gerða á mörgum sviðum þjóð- lífsins. Þar vill flokkurinn leggja áherslu á nokkur meginatriði, sem hann mun beita sér fyrir innan ríkisstjórnar sem utan. - Að atvinnulífinu séu sköpuð hagstæð starfs- og rekstrarskil- yrði af hálfu hins opinbera. - Að stuðlað verði að því með beinum aðgerðum og hvatningu að atvinnurekendur og launþeg- ar taki höndum saman um mótun jákvæðs umhverfis á hverjum vinnustað til betri árangurs í rekstri. -Að fræðslu- og menntakerfið verði aðlagaðkröfum nýrratíma um virk tengsl við atvinnu- og þjóðlíf. -Að starfsemi opinberrar þjónustu og stjórnsýslustofnana verði skipulega tekin til endur- skoðunar í því skyni að auka hagkvæmni í rekstri. -Að gripið verði til beinna hvetjandi aðgerða til nýsköpun- ar í atvinnulífinu og til aukinnar markaðsleitar fyrirtækja og sölu á erlendum mörkuðum. Miðstjórnarfundurinn gerir það ennfremur að tillögu sinni, að á næstu árum verði veittar 500 milljónir króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar á ýmsum háþróuðum iðnaði svo sem rafeinda- og lífefnaiðnaði. Verði unnin sérstök áætlunum ráðstöfun þess fjármagns í sam- ráði við fulltrúa atvinnulífsins. Þessu verkefni verði gefinn for- gangur í íslenskri iðnþróun á næstu árum. Fundurinn fagnar sérstaklega því frumkvæði Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra að hrinda í framkvæmd athugun á framtíðarþróun íslensks þjóð- félags næsta aldarfjórðunginn. Væntir fundurinn þess að með þesssu starfi sé lagður grunnur að skipulegri vinnubrögðum og betri ákvörðunum er hafi áhrif til lengri framtíðar svo sem í fjárfestingar- og menntamálum. Hvað varðar stefnu og starf ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum á næstu misserum leggur aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins áherslu á eftir- farandi þrjú meginatriði: -Að áfram verði fylgt stefnu Framsóknarflokksins um „ís- land án atvinnuleysis“. -Að verðbólga verði á árinu 1985 komin í eins stafs tölu. -Að lækka erlendar skuldir. Sífellt aukinn'Vígbúnaður er vaxandi ógnun við heimsfriðinn. Fundurinn hvetur til þess að raunhæfar viðræður um gagn- kvæma afvopnun stórveldanna hefjist hið fyrsta. Fundurinn varar við þeirri hættu sem íslensku þjóðinni stafar af auknum vígbúnaði í hafinu umhverfis landið og bendir á nauðsyn þess, að ís- lendingar hafi frumkvæði að því á alþjóðavettvangi að afvopnun- arviðræður nái til svæðisinsá Norður-Atlantshafi. Fundurinn lýsir stuðningi sín- um við friðarviðleitni fólks um allan heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.