Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 30.04.1984, Blaðsíða 15
30. apríl 1984 - DAGUR -15 33 Myndbandamarkaðurinn: Við erum ekki verri en aðrir“ - segir Arnar Einarsson hjá Videó Akureyri - Við erum ekkert verri en aðrir. Það voru teknar úr um- ferð hjá okkur níu spólur sem við tókum sjálfviljugir niður úr hillunum en að við séum með tugi eða hundruð ólöglegra mynda er algjör fjarstæða. Petta sagði Arnar Einarsson, forstöðumaður myndbanda- leigunnar Videó Akureyri í sam- tali við Dag í framhaldi af frétt blaðsins um herferð rétthafa gegn ólöglegum myndböndum á markaðinum á Akureyri. Að sögn Arnars þá hafa þeir ekki stundað það að vera með ólöglegar spólur en vegna þess hvernig málum er háttað á mynd- bandamarkaðinum í dag, þá slæddist alltaf með ein og ein spóla. - Pað er nánast útilokað að hafa fulla yfirsýn yfir þessi mál'. Þetta er hálfgerður frumskógur eins og staðan er í dag, sagði Arnar Einarsson. Þess má geta að í frétt Dags um myndbandamarkaðinn á Akur- eyri, þá kom fram í máli Guð- mundar Símonarsonar hjá Fálk- anum sem fór umrædda ferð fyrir rétthafa ásamt lögfræðingi, að ekkert ólöglegt myndband hefði fundist hjá Myndbandaieigu kvikmyndahúsanna á Akureyri. Þessari fullyrðingu mótmælir Arnar Einarsson. - Þeir hafa þá ekki leitað nógu vel og þá veit ég ekki hver til- gangurinn með þessari ferð er. Ég sendi mann á Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna og hann pikkaði út af handahófi á mjög skömmum tíma fjórar myndir sem eigandi Videó Akureyri er rétthafi fyrir. Hann er nýlega genginn í samtök rétthafa en í þessu tilviki virðist ekki hags- muna hans hafa verið gætt. Þetta segi ég ekki til að koma höggi á Myndbandaleigu kvikmyndahús- anna, heldur er þetta lýsandi fyrir ástandið, sagði Arnar Einarsson. - ESE. Frá Garðyrkjustöðinni á Grísará (áður Garðyrkjustöðin Laugarbrekka) Eins og undanfarin ár verðum við með sumarblóm og matjurtaplöntur í fjölbreyttu úrvali á hæfílegum útplöntunartíma Einnig mold og einærar pottaplöntur Garðyrkjustöðin á Grísará Sími 311-29 1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Akureyri 1984 Kl. 13.30: Kl. 14.00: Kröfuganga Safnast verður saman við Strandgötu 7 og gengið suður Skipagötu og komið í Hafnarstræti við Dyn- heima, gengið norður Hafnarstræti inn á Ráðhús- torg. Útifundur á Ráðhústorgi 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna flytur Jökull Guð- mundsson málmiðnaðarmaður, formaður 1. maí nefndar. Ræður flytja: Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu, Hólmfríður Guðmundsdóttir, kennari, Guðmundur Sæmundsson, verkamaður. Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir kröfugöngunni og á útifundinum undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Barnaskemmtun verður að Hótel KEA kl. 15.30. Þar verður fjöl- breytt dagskrá. Sigvaldi Þorgilsson mun leiða þar ýmsa dans-leiki og aðrar uppá- komur. Merki dagsins gilda sem aðgöngumiðar að barnaskemmtuninni. Kaffisala verður að Hótel KEA og hefst að loknum útifundi. Fjölmennið til hátíðahaldanna Beríð merki dagsins 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri F.M.A. - F.V.S.A. - F.I.N.A. - Eining - Iðja - T.F.A. - S.T.A.K. - B.S.R.B. Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra óskar að ráða starfsmann til að annast kennslufræðileg verkefni og stjórnunarstörf Nánari upplýsingar veitir Sturla Kristjánsson fræðslustjóri. Umsóknum skal skiiað til fræðslu- stjóra fyrir 15. maí nk. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Sérleyfisbílar sf. Akureyri óska að ráða bifreiðastjóra með meiraprófsréttindi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Ferðaskrif- stofu Akureyrar, Ráðhústorgi 3 og skal skila umsóknum fyrir 10. maí. Sérleyfisbílar sf. Akureyri. Kennarar athugið Kennara vantar að Þelamerkurskóla í Hörg- árdal næsta skólaár. Meðal kennslugreina: Byrjendakennsla. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-21772 eða hjá formanni skólanefndar í síma 96-21923. Óskum að ráða starfsmann við skipaafgreiðslu Starfið felst meðal annars í: • Frágangi farmbréfa, pappírsvinnslu og inn- heimtu. • Umsjón með vörumóttöku og afhendingu. Við leitum að traustum manni sem getur starfað sjálfstætt, reynsla í skrifstofustörfum og/eða verslunarmenntun æskileg. Umsóknareyðubiöð á skrifstofunni. Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra fyrir traust fyrirtæki á Akureyri. Starfsvið: Umsjón með fjármálum, bókhaldi, starfsmannahaldi og sölumálum. Við leitum að ábyrgum manni sem á gott með að vinna sjálfstætt og hefur til að bera frum- kvæði. Viðskiptafræði- eða verslunarmenntun æskileg eða víðtæk reynsla á sviði verslunar- og skrifstofustarfa. Góð laun í boði. RiiKSTRARRAÐGJÖF FEIKNINGSSKIL RAÐNINGARÞJÖNUSTA BÖKHALD AÆTLANAGERÐ HÖFUM SAMVINNU VIÐ: TÖLVUÞJONUSTU LOGGILTA ENDURSKOÐENDUR OG ÚTVEGUM AÐRA SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.