Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 3
4. maí 1984 - DAGUR - 3 HH — Sextettmn Við rákumst á þessa skemmtilegu mynd í safninu okkar. Hún sýnir HH-Sextettinn, sem gerði garð- inn frægan á Hótel KEA hér á ár- unum. Það er hljómsveitarstjór- inn Haukur Heiðar, læknir, sem situr við fiygilinn. Næstur honum er Hannes Arason, síðan Reynir Jónsson, rakari, Hákon heitinn Eiríksson, Sigurður Jónsson, þjónn og hjúkrunarfræðingur og loks Ingvi Jón Einarsson, söngv- ari hljómsveitarinnar og núver- andi tannlæknir á Akureyri. Jón bóná oghamfrú festáfilmu í sumar á að festa „Gullna hliðið“ hans Davíðs Stefánssonar á filmu hjá sjónvarpinu. A.m.k. þrír norðlenskir leikarar fara þar með hlutverk, enda annað varla við hæfi. Gestur E. Jónasson og Þráinn Karlsson fara með lítil hlutverk, en Arnar Jónsson leikur þann í neðra, sem telur sig eiga heimtingu á sálu Jóns bónda, sem nafni hans Sigur- björnsson mun leika. Kerlingu Jóns, þá góðhjörtuðu og dug- miklu konu, leikur Guðrún Stephensen. Vaskir sveinar Þessi mynd er líka úr safninu. Hún sýnir fótfráa hlaupara, sem að líkindum hafa verið að taka við verðlaunum í 400 m hlaupi fyrir ca. 20 árum. Sigurvegari hefur orðið Ólafur Guðmunds- son, núverandi læknir. Vinstra megin við hann er Halldór Guð- björnsson, júdókappi og skó- smiður með meiru. Það er síðan Reynir Hjartarson, prentari og hestamaður, sem er hægra megin við Ólaf, en Reynir var einn af fremstu frjálsíþróttamönnum Akureyrar um árabil. Láttunúg hafa það sbifiegt góði rninn Nú fer í hönd sá tími, að lögregl- an „gómar“ ökumenn unnvörpum fyrir of hraðan akstur hér og þar um landið. Hjálpast þar að aukið eftirlit og vorleikir ökumanna, sem fyllast galsa með hækkandi sól. Það er sjálfsagt að fylgjast grannt með hraða ökutækja, en stundum finnst leikmönnum eftirlitið fara út í öfgar, t.d. þegar ökumenn eru knésettir fyrir 80- 90 km hraða úti á malbikuðum beinum og breiðum þjóðvegum. Telja þeir sömu, að einhvers staðar megi finna stærri og hættu- legri brotalöm á umferðarreglun- um. Þetta minnir mig á söguna af vinkonu minni í Reykjavík, sem var tekin á „ógnarhraða" á Miklubrautinni, mældist fara tæplega 80 km á klukkustund. Lögregluþjónninn var svo elsku- legur, að sleppa henni með áminningu, en mín kona vildi fá þetta skriflegt. - Annars trúir því enginn heima, að ég hafi komist svona hratt, sagði hún með stolti við þjón laganna! Hverrúg verður svo sumarið? Veður er vinsælt umræðuefni hérlendis þegar tveir eða fleiri hittast. Þetta er nú meiri blíðan, skyldi sumarið vera komið? sögðu menn á dögunum. Ekki stóð dýrðin lengi, þurfti nú endi- lega að fara að snjóa aftur, allt vegna þess að ívar vildi meiri snjó, sögðu menn nokkrum dögum síðar, þegar kólnaði og snjóaði. Kenndu menn ívari Sig- mundssyni, Skíðastaðaforstjóra um, þar sem hann hafði beðið um snjóþyngsta apríl í manna minnum í útvarpsviðtali. Eflaust hefur ívar ekki meint neitt illt með þessu, en hann gáði bara ekki að þeirri staðreynd, að það var sr. Pálmi Matthíasson sem var í hlutverki fréttamannsins. ívar var því bænheyrður, fékk beint samband. Veðurglöggir menn eru gjarnan beðnir að spá um sumartíðina, en það er með þá spádóma eins og aðra; þeir vilja reynast haldlitlir. Sannast þar enn, að það er erfitt að spá, sérstaklega um óórðna hluti. Okkar trúverðugasti veður- spámaður telur líklegt að hlýindi verði ráðandi næstu vikurnar, jafnvel nú um helgina þrátt fyrir kaupfélagsfundinn. Hann hefur að vísu nokkrar áhyggjur af hvítasunnunni, þá geti kólnað svolítið, en það verði þó ekkert til að gera veður út af. En þessi aðalspámaður okkar er ekki enn búinn að móta heildarspána fyrir sumarið. Það hefur hins vegar annar spámaður gert, en hann er byrjandi í faginu og vart mark- tækur, gæti meira að segja verið þingmaður miðað við spádóm- inn, alla vega hlýtur hann að vera gott þingmannsefni. Hann held- ur því sem sagt fram, að það verði dæmigert íslenskt sumar- veður hjá okkur fram á haustið. Það verði sól og hlýindi, en það megi líka búast við kulda, rign- ingu, roki og jafnvel snjókomu. Hann telur suðvestanstrekking verða ríkjandi á góðviðrisdögum. Það sé því vissara að útbúa góða skjólgarða við sólpallana. Þó seg- ir hann von á logni og hlýindum, alla vega á þeim stöðum sem ekki hvessir. Þá höfum við það. Fara á Bauk ogsitja á Bauk Lárus Zophoníasson hefur gert athugasemd vegna fréttar af bjór- stofunni í H-100 hér í Degi. Þar sögðum við orðrétt: „Kráin heitir Baukurinn, en ölstofur með því nafni voru eitt sinn við lýði á Ak- ureyri.“ Um þessa fullyrðingu segir Lárus í bréfi sínu: „Hér er ekki rétt með farið, engin ölstofa hér í bæ hét „Bauk- urinn“. Hins vegar voru veitinga- stofur á Akureyri með bauks- nafninu, voru það Jensensbaukur á gömlu Akureyri, Ólafsbaukur á Oddeyri og Elínarbaukur í Fjörunni. Menn töluðu um að fara á „Bauk“, sitja á „Bauk“ o.s.frv., en um „Baukinn“ var ekki að ræða, enda voru þeir þrír, sem fyrr segir. En það væri skemmtilegt að endurvekja þessa gömlu nafngift með því að kalla bjórstofuna ein- faldlega „Bauk“.“ Jíonur! ifcynú miíulía r absoknar iJyrra uerba Jftu. ttm agaRvöícfin £ l ar Jostudarjinn 4. mai kL 192* oy ucjardacj\ íauqardaqinn S mat kl. Í9~ i ójatíanum & / f :y i 2) 7 9 & v/ ÍDV Jfn h ‘lr % S 3 9%t > tí lfr \ V 4 óo • V ^Mibasaía / Sjaííanunr Jtlibi/tkud. 2. mai kí. /8-2o, Jimmtud. S.max kllS2o JfusiS oj>ndb um miSnaTtU jjrtr akra en matarjjcili. JCrultnuujanjnd •Sjatíu linn SjaMúut Stórhljómsveit Ingimars Eydal leikur til 03 Cat’s stelpurnar líta í heimsókn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.