Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 4
R - RUÐAQ - £Ofi r iBfn A 4-DAGUR-4. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. „Frjáblyndur og umbóta- sinnaður félagshyggjufbkkur“ í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akur- eyri fjallaði Steingrímur Her- mannsson m.a. um Framsókn- arflokkinn og stjórnarsamstarf- ið. Hann sagði að stjórnarflokk- arnir tveir væru um margt ólík- ir, enda hafi þeir verið höfuð- andstæðingar í íslenskum stjórnmálum í áratugi. Sjálf- stæðismenn teldu flokk sinn hægriflokk og þeir legðu áherslu á að hinn frjálsi mark- aður fengi að ráða sem mestu í allri þróun, bæði efnahags- og mannlífs. Þeir vildu sem minnst afskipti ríkisvaldsins og vildu draga úr þeirri velferð, sem áunnist hefði. „Framsóknarflokkurinn er hins vegar frjálslyndur og um- bótasinnaður félagshyggju- flokkur. Sumir vilja skilgreina hann sem miðflokk. Ég vara við því. í miðflokksheitinu felst að stefnan er meira eða minna ákveðin af þeim flokkum sem teljast til hægri og vinstri. Svo er alls ekki um Framsóknar- flokkinn. Við framsóknarmenn höfum okkar eigin stefnu óháð öðrum flokkum. Ég lít á Fram- sóknarflokkinn miklu fremur sem eitt hornið í þríhyrningn- um. Á sumum sviðum erum við frjálslyndari og opnari fyrir breytingum en þeir sem telja sig til vinstri, sem eins og ég hef vel kynnst á undanförnum árum eru á ýmsum sviðum afturhaldssamir og staðnaðir. Ég nefni sem dæmi verkalýðs- málin og vísitölubindingu launa. Á öðrum sviðum leggj- umst við gegn breytingum ákveðnar en þeir sem telja sig til hægri. Byggðamálin eru gott dæmi um það. Við vörum við umtalsverðri byggðaröskun. Við framsóknarmenn eigum okkar eigin stefnu. Við viljum frelsi einstaklinganna til at- hafna og framtaks, en tryggja jafnframt með félagshyggjunni hagsmuni fjöldans. Við leggj- um áherslu á jafnræði og öryggi öllum til handa. Því viljum við tryggja það velferðarríki sem við höfum skapað. Við viljum þó forðast ýmiss konar sóun og óþarfa sem gagnrýnis- lausir menn hafa innleitt. Og við viðurkennum að þegar þjóð- artekjurnar dragast mikið sam- an kann að vera nauðsynlegt að draga eitthvað um tíma úr þeirri þjónustu sem þegnunum er veitt. Við teljum hins vegar óhjákvæmilegt að ríkið hafi for- ustu í félags- og velferðarmál- um og til slíkra mála sé aflað tekna. Við teljum hins vegar að það eigi að vera algjör undantekn- ing að ríkið sé með fingurna í málum sem einstaklingar og fyrirtæki geta betur sinnt. í mörgum tilfellum hefur þó þátt- taka ríkisvaldsins verið nauð- synleg til þess að forða frá stöðvun og atvinnuleysi. Það teljum við rétt og eðlilegt. Hins vegar höfum við ekkert á móti því að ríkisvaldið dragi sig út úr slíkum rekstri, þegar málum hefur verið bjargað og einstakl- ingar eða fyrirtæki geta tekið við að nýju. Það á að mínu mati að vera einkenni frjálslynds flokks að vera sveigjanlegur í beitingu ríkisvaldsins. Því á að beita til að tryggja þau meginmarkmið sem við setjum okkur, þegar og þar sem þörfin er hverju sinni, en án þess að kyrkja hið frjálsa athafnalíf, “ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. í nýlega afstaðinni dymbilviku, þegar hundruð, ef ekki þúsundir gesta flykktust til bæjarins, í því skyni að minnast dauða og upp- risu Frelsarans, með því að renna sér á skíðum, innan keppni eða utan, gerðist sá merkisatburður í sögu staðarins, að hingað barst nýjasta afbrigðið af þeirri þjóðar- íþrótt íslendinga, að fara í kring- um lögin, eða þá hreinlega brjóta þau sé þess ekki kostur að fara í kringum þau. Nú eru Akureyr- ingar allt í einu hættir að fá á baukinn, menn einfaldlega fara á Baukinn. Menn drekka að sönnu af og til veigar sínar úr bikurum, en á Bikarnum er þó líklega öllu meira um könnur en bikara. „Breakdans“ kringum bjórbannið Já, bjórlíkið ógnvekjandi hefur haldið innreið sína á Akureyri. Bjórmálið er í augum fjölmargra afar viðkvæmt, svo ekki sé meira sagt, og því væri líklega best að gera eins og blessaðir þing- mennirnir okkar, láta sem það sé alls ekki til, svo maður valdi ekki óánægju einhvers með af- stöðu sinni., í þessu máli eru nefnilega bæði til haldbær rök með og móti. Bent er á að bjór- neysla valdi skorpulifur, en þar í móti kemur, að líkur benda til þess að hann sé nokkur vörn gegn ýmsum hjarta- og æðasjúk- dómum, og jafnvel tilteknum krabbameinstegundum, auk þess að vera talsvert næringarríkur. Sagt er að bjórinn muni auka drykkju unglinga, og kann það satt að vera. Auðvitað eiga þeir að fá að sötra brennsann sinn í friði á Torginu sérhvert laugar- dagskvöld óáreittir eins og þeir hafa gert undanfarna áratugi en bæjarstjórn var allt í einu að upp- götva nú í vetur, enda þurfti hún á einhverju að halda til að þrasa um þegar búið var að afgreiða leiktækjasalina. En þessi rök og gagnrök eru ekki kjarni málsins, heldur sú staðreynd að hálf þjóðin er nú tekin að stíga eins konar „break- dans“ í kringum bjórbannið. Háttvirtir alþingismenn standa svo hjá og horfa á þetta án þess að þora að taka afstöðu með eða móti, og auðvitað treysta þeir þjóðinni ekki heldur til að taka af skarið í þessu máli. Þeir vita nefnilega sem var að hún var nógu vitlaus til að fara að velja þá til þingsetu, og því er henni auðvitað ekki treystandi til þess að ákveða hvort hún megi drekka sterkan bjór eður ei. En vilji menn nú endilega halda í bjór- bannið er miklu hreinlegra að ganga hart fram í því að loka bjórkrám þeim sem nú spretta upp eins og gorkúlur og beina þyrstum almúganum aftur á hinar hefðbundnu brynningarstöðvar sem skemmtistaðir nefnast. Taka verður fyrir þann ósóma að menn blandi brennivíni sínu eða viskíi við pilsner. Verði aftur á móti ákveðið að efna til þjóðarat- kvæðis um málið ætti slík kosning ekki að fara fram samhliða þing- eða sveitarstjórnarkosningum. Það er alltof billega sloppið fyrir pólitíkusana ef þeir geta látið þjóðina rífast um bjórinn þegar í raun er verið að kjósa um miklu mikilvægari mál. Það væri til dæmis ekki amalegt fyrir þing- menn Norðurlands að geta látið kjósendur sína rífa hverja aðra á hol út af bjórnum meðan þeir gleyma því að hinir kjörnu full- trúar létu undir höfuð leggjast að hreyfa atvinnumálum fjórðungs- ins á þingi í formi ályktunar fyrr en nánast öruggt yrði að slík ályktunartillaga næði ekki að verða útrædd. Það er auðvitað hægt að mis- nota bjór eins og svo margt annað. Margir hafa seni kunnugt er farið halloka í viðskiptum sín- um við Bakkus konung, og liggja vafalaust til þess eins margar ástæður og mennirnir eru margir. En dæmi eru einnig til um menn sem orðið hafa rónar án þess að hafa drukkið áfengi. Á öðrum áratug þessarar aldar flæktist um götur Vínarborgar og Múnchen- ar náungi einn, sem dottið hafði út úr skóla, var í stopulli vinnu og dró fram lífið á góðgerðarsúpum, gekk í tötrum og bjó þegar best lét í þriðja flokks herbergis- kytrum eða á flakkaraathvörfum. Sem sagt dæmigerður róni, en hann hvorki revkti né drakk, og var auk þess grænmetisæta. Nafn þessa ræfils sem margir myndu víst kalla svo var Adolf Hitler. Og blessaðir hundarnir Annað dæmi um það hvernig þjóðin er sjálf farin að annast „löggjafarstarf" sitt án milliliða, er hundamálið. Það er nefnilega á allra vitorði, að hvergi eru hundarnir fleiri en einmitt þar sem þeir eru opinberlega ekki til, eins og til dæmis í Reykjavík. Það gegnir svipuðu máli í þessu tilviki og með bjórinn. Það er hægur vandi að mistnota það frelsi, sem jafnvel hinar full- komnustu og sanngjörnustu regl- ur um hundahald leyfa. Við þekkjum þetta hér á Akureyri þar sem fjöldi hunda gengur van- hirtur og lausbeisiaður um göt- urnar, lifir að því er virðist allt að því villtur, þeim mikla meirihluta sem halda vill hund sér til ánægju og yndisauka, til hins mesta ama. Og ef við tökum enn eitt dæmi af svipuðum toga, má nefna „vídeóæðið" sem hefur nú þegar nánast gengið að núverandi út- varpslögum dauðum í augum flestra annarra en nokkurra al- þingismanna, og svo auðvitað starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem reyndar eiga þarna persónu- legra hagsmuna að gæta. Hin hæga frjálslyndisbylting Þau mál sem hér hafa verið nefnd eru dæmi um afar merkilega þróun sem átt hefur sér stað hér á landi nú á allra síðustu árum. Almenningsálitið er orðið miklu frjálslyndara á ýmsum sviðum en löggjafinn, og vílar ekki fyrir sér að brjóta niður ýmis höft og bönn sem það telur oft með réttu, að séu annaðhvort úrelt eða jafnvel óframkvæmanleg. Þessu hefur ekki ævinlega verið þannig varið. Oftast hefur löggjafinn verið á undan almenningsálitinu hvað ýmis umbótamál varðar. Þannig er til dæmis óvíst að ýmis um- bótamál sem nú þykja sjálfsögð hafi notið meirihlutafylgis hjá þjóðinni þegar Alþingi afgreiddi þau, til dæmis Almannatrygging- amar og símamálið á sínum tíma. Og víða erlendis er löggjafinn langt á undan almenningsáliti viðkomandi lands. Þannig var það eitt af fyrstu verkum núver- andi stjórnvalda í Frakklandi, að afnema dauðarefsingu í blóra við vilja þjóðarinnar að því er skoð- anakannanir sýna. Hér er þessu öfugt farið. Álþingi hefur ekki fyigt almenningsálitinu eftir. En frjálslyndisbyltingin verður tæp- ast stöðvuð. Við munum að öllum líkindum fá á næstu árum, bæði frjálst útvarp og frjálst hundahald, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Að ógleymd- um blessuðum bjórnum. Til er gott og gilt íslenskt orð yfir það að afneita þessum staðreyndum. Þetta orð er hræsni. Reynir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.