Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 6
'C „ p! iOAf! — jf-m >. 6-DAGUR-4. maí 1984 , JSkilja menn lífið nokkum tíma?“ í gær frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri leikritiö Bæinn okkar, eft- ir bandaríska höfundinn Thornton Wilder. Af því tilefni króaði tíðindamað- ur Dags af út í horni tvær aðalsprauturnar í upp- færslunni, þær Árdísi Sig- mundsdóttur formann leikfélagsins, og Jónu Hrönn Bolladóttur sem fer með aðalhlutverkið í leikritinu. Ég byrjaði á að spyrja Árdísi út í starf leikfélagsins. „Það var leiklistarnámskeið hjá okkur á fyrri önninni í vetur, Ragnheiður Steindórsdóttir var kennari. Við höfðum mjög gott af því og lærðum mikið, framsögn, leikræna tjáningu, tókum öndunaræfingar og leik- Iistarsögu. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt námskeið er haldið í skólanum." - Hversu margir taka þátt í þessari sýningu? „Það eru 27 manns í allt, úr öllum bekkjum skólans. Við byrjuðum samlestur um miðjan febrúar og höfum síðan unnið hörðum höndum við uppfærsluna og lítið annað gert. Ég hef aldrei farið jafn lítið út að skemmta mér og á meðan á þessu hefur staðið. Það er bara betra, maður gerir þá ekkert alvarlegt af sér á meðan.“ - Ykkur finnst þið ekki fórna of miklu fyrir leiklistina? Árdís: „Alls ekki - þetta hefur verið mjög gaman og ég hef lært alveg óskaplega margt á þessu.“ Jóna: „Þetta er mitt líf og yndi, ég elska leikhús. Ég væri alveg til með að pipra ef ég fengi að vinna í leikhúsi." - Nú er þetta töluverður hóp- ur fólks, hvernig hefur sambúðin gengið? Jóna: „Ég myndi líkja því við sambúð hjóna með mörg börn á öllum þroskaskeiðum.“ Árdís: „Stundum fíla ég mig eins og grýlu hérna - þegar ég er að rífast. Ég er að reyna, ásamt fleirum, að halda uppi svolitlum aga á fólkinu." Jóna: „Við komum í leikhúsið til að leika, við gerðum okkur eiginlega ekki grein fyrir öllum þessum smáatriðum sem óneitan- lega fylgja því að setja upp leikrit - kannski skortir okkur skipu- lagsgáfu." Árdís: „En þetta hefur allt blessast og dæmið gengið upp.“ Jóna: „Fólkið er svo jákvætt fyrir því að það sé gagnrýnt og að því sé stjórnað, það er þess vegna sem þetta hefur tekist." - Hvernig hefur ykkur lynt við Jónas Jónasson leikstjóra? Árdís: „Vel.“ Jóna: „Hann er eins og faðir vor.“ Árdís: „Það er kannski svoiítið Jóna Hrönn og Árdís: Fátt betra en leikhús. Spjallað við Árdísi Sigmundsdóttur og Jónu Hrönn Bolladóttur um Bæinn okkar og fleira skrýtið að hafa leikstjóra sem er þetta mikið eldri en við, en hans besti kostur er sá að hann talar við okkur eins og maður við mann, tekur okkur sem jafningja sína.“ Jóna: „Jónas hefur verið skóli út af fyrir sig.“ - Hverfum út í aðra sálma, er þetta skemmtilegt leikrit? Árdís: „Þetta er virkilega fal- legt og sjarmerandi leikrit." Jóna: „Það byggist ekki á spennu, heldur fegurð og tilfinn- ingu . . .“ - Svipað og Húsið á sléttunni? Jóna: „Nei.“ Árdís: „Alls ekki.“ Jóna: „Þetta er um öll þessi smáatriði lífsins, atriði sem við nennum oft ekki að veita athygli en eru þó svo mikilvæg. Persónur leiksins uppgötva þegar þær eru komnar yfirum að þær voru alltaf að leita að einhverju sem alls ekki er til og gáfu sér aldrei tíma til þess að njóta þess sem þær höfðu. Eins og ein aðalpersónan segir: Skilja nokkrir menn lífið nokkurn tíma, meðan þeir lifa því - hverja einustu mínútu?“ - Hvernig hefur ykkur gengið að fíla ykkur sem leikara? Árdís: „Sem frekar mikilli kvenréttindakonu gekk mér framan af dálítið erfiðlega að túlka konu sem lifir eingöngu fyr- ir manninn sinn og börnin sín . . . Ég átti svolítið bágt með að átta mig á þessu sístemi sem réð ríkjum á þessum tíma þegar leikritið gerist, rétt upp úr alda- mótunum. En ég held mér hafi tekist að aga sjálfa mig nóg til að hlutverkið gangi upp. Og þegar ég fór að líta í kringum mig fór ég að sjá margar eldri konur sem féllu nákvæmlega inn í þessa persónu - þá fór þetta allt að koma.“ - Jóna, þú hefur stórt hlutverk og segir margt . . . Jóna: „Já, ég er með afskap- legar langlokur, og þær segja margt. Þegar ég var loks búin að læra textann hafði ég svo gaman af því að fara með hann að ég fór að treina mér hann, flutti hann allt of hægt. En leikstjórinn tók mig fyrir of hægan akstur og ég spýtti í. Eiginlega er ég ekki með í leikritinu, því ég leik sögumann sem tilheyrir nútímanum. Hann tekur að vísu að sér þrjú smáhlut- verk.“ - Náðirðu tökum á persón- unni? „Ég er í leggöngunum. En ég vona að ég fæðist um helgina. Málið er að ég fór í þetta hlut- verk á miðjum æfingatímanum og ég er rétt búin að ná tökum á því,“ - Heillar leiklistin í framtíð- inni? Árdís: „Ekki mig. Ég hef mjög gaman af leikhúsi og ég gæti hugsað mér að starfa við allt sem því viðkemur, nema leikinn, það er svo gífurleg samkeppni milli leikara. En ég virkilega elska leikhús.“ Jóna: „Að mörgu leyti snýst lífið hjá mér um athygli og gaman, þannig að ég hefði ekkert á móti því að verða leikari ef ég kæmist áfram. Næsta vetur ætla ég á leiklistarbraut í norskum lýðháskóla og ég ætla að láta það nám skera úr um hvað verður.“ Bærinn okkar verður sýndur í kvöld, annað kvöld og á sunnu- dagskvöldið. Skyldi þetta vera gott leikrit? Ólafur Torfason seg- ir okkur allt um það. - KGA. Texti og mynd: K.G.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.