Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 11
4. máí 1984 — DAGUR —'11 Umsjón: Arni Steinar Jóhannsson. Klipping trjáa og runna - 3 Klipping á rósum Við klippingu á rósum ber að hafa eftirtalin atriði að mark- miði: - Að fría plöntuna við kal- kvisti og skaddaðar greinar. - Að hafa samspil milli gam- alla og ungra greina, til þess að tryggja betri blómgun. - Að byggja upp greinakerfi sem nýtur vel sólar (halda í kröftugar greinar, en fjarlægja grannar og veikburða greinar). - Að hafa áhrif á blómgunar- tíma og stærð blómanna. • Ágræddar rósir Gæta verður þess, að ágræddar rósir myndi ekki rótarskot (villi- skot) frá þeirri rót sem yfirvöxt- urinn er græddur á. Slík rótar- skot ber ávallt að klipppa burt. Sjá skýringamynd 1. Aðalatriði. Skýringamynd 2. A. Veikburða grein klippist burt. B. Kröftugar greinar styttar, þannig að 1-2 góð brum verði eftir. C. Þegar rósin fer að vaxa, eru veikbyggðar greinar sem leita inn í runnann fjarlægðar. D. Kvistur er klipptur af. E. Þær greinar sem halda á eftir eru klipptar við brum, eins og sýnt er frekar á skýringamynd 3. B. Rótarskot eru klipppt. C. Hliðargreinar eru toppaðar (kal fjarlægt). Sem dæmi um rósir sem blómstra á sprota frá síðasta ári, má nefna Flammentanz, American Pillar og Pólstjörnuna. SKYRINGAMYND 3 Rétt snið. Of nærri Of langt knúpp. frá knúpp. • Klifurrósir Við klippingu á klifurrósum er á sama hátt og með runnana greint á milli rósa sem blómstra á sprota frá síðasta ári og þeirra sem blómstra á eldri greinum. J SKYRINGAMYND 4 Rósir sem blómstra á sprota frá síðasta ári. (Sjá skýringa- mynd 4) A. Gamlar, skemmdar greinar eru klipptar. SKYRINGAMYND 5 Rósir sem blómstra á eldri greinum. (Sjá skýringamynd 5) A. Rótarskot sem keppa við yfirvöxtinn, eða vaxa inn í runnann eru klippt. B. Skot sem seinna gæti komið í staðinn fyrir gamalt, er látið vaxa áfram. C. Hliðarsprotar eru toppaðir (sjá skýringamynd 3. Eitt til tvö brum. Kal klippist af). Sem dæmi um rósir sem blómstra á eldri greinum má nefna Heidel- berg og Sympatie. • Villtar rósir Þegar klipptar eru villtar rósir, eru í aðalatriðum notaðar sömu klippingaraðferðir og notaðar eru við blómstrandi runna. Er því vísað til kaflans um klippingu á blómstrandi runnum hér að ofan. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Þessi þáttur er sérstæður að því leyti að í honum birtast ein- vörðungu vísur sem ortar eru af konum. Auðvitað eru þær engu síður hagmæltar en karlar. Víst kysi ég að fá fleiri vísur sendar frá þessum elskum. Guðrún Benónýsdóttir kvað: Stakan fríða flýgur víða, fólkið hlýðir á. Alla prýði óðarsmíða ennþá lýðir dá. Hólmfríður Jónasdóttir frá Hofdölum orti: Vonin oft mér vængi gaf, vakti söng í hjarta. Ég er líka ölvuð af ást til vorsins bjarta. Mér er stirt um strengjatök, stefum firrt í skugga, en þegar birtir þiðnar vök, þá skal yrt á glugga. Ólína Jónasdóttir kvað: Heitust ein er ósk mín það andanum reyna að tryggja bjartan, hreinan, hlýjan stað, hvar sem beinin liggja. Verð ég ung er vísnamál vel á tungu flæða. Finn ég þunga þó í sál þegar lungun blæða. Enn kveður Ólína og er ekki hrifin af framferði mannanna: Fátt ber vott um dyggð og dáð, djöfull glottir hreykinn. Líttu drottinn nú í náð niður á hrottaleikinn. Þuríður Bjarnadóttir kveður: Meðan Ijóðin svala sál og sjafnarglóðir funa kveður óður uppheims mál inn í hljóðan muna. Þá koma tvær vísur sem gripnar eru upp úr löngum brag um Jónas Kristjánsson ritstjóra og blað hans. Eru þær eftir hús- móður á Akureyri, sem áður bjó í sveit. Ber hún engan hlý- hug til ritstjórans sakir rógskrifa hans um bændur: Auðnum rakar að sér þrátt, öfga fyrir skrifin. En velgengnin mun verða brátt vinarblóði drifin. Illa vaninn hundur hans hæla margra bítur. Öllum stundum í það ver, ekkert skárra lítur. Lilja Gottskálksdóttir kveður: Kveð ég ljóðin kát og hress, kvíði ei hnjóði í orðum, fyrst að góður guð til þess gafmér hljóðin forðum. SAMBANO fSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA lónaóardeild • Akureyri Starfsþjálfari il Óskum eftir að ráða starfsþjálfara við fatasaum. j| Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 12. maí nk. sími 21900 (220-274). Glerárgata 28 • Pósthólf 606 ■ Sími (96)21900 Starfsmaður í kjötdeild Okkur vantar vana manneskju til starfa við kjöt- deild okkar frá 1. júní nk. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. maí. HAGKAUP Akureyri Okkur vantar starfsmann á smurstöð okkar Upplýsingar hjá verkstjóra. Ekki í síma. Þórshamar hf. Tryggvabraut 5-7. Óskum eftir manni á smurstöð okkar í sumar Þarf helst að vera vanur. Möl og sandur hf. sími 21255. Aðstoðarmatráðskona óskast á Kristnesspítala sem fyrst. (búðarhúsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur matráðskona sími 31100. Kristnesspítali. Sumarstarf Óskum að ráða fyrir einn af viðskiptavinum okkar starfsmann til sumarafleysinga. ■ Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg ■ Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra fyrir traust iðnfyrirtæki á Akureyri. Starfsvið: Umsjón með fjármálum, bókhaldi, starfsmannahaldi og sölumálum. Við leitum að ábyrgum manni sem á gott með að vinna sjálfstætt og hefur til að bera frum- kvæði. Viðskiptafræði- eða verslunarmenntun æskileg eða víðtæk reynsla á sviði verslunar- og skrifstofustarfa. Góð laun í boði. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. REKSTRARRÁÐGJÖF FEIKNINGSSKIL RAÐNINGARÞJONUSTA BOKHALD AÆTLANAGERÐ HÖFUM SAMVINNU VIÐ: TÓLVUÞJÓNUSTU LÖGGILTA ENDURSKOÐENDUR OG ÚTVEGUM AÐRA SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.