Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 04.05.1984, Blaðsíða 15
4. maí 1984 - DAGUR -15 Aðalfundur Mjólkursamlags KEA: 98.9% fóru í 1. flokk Tekjur Mjólkursamlags KEA á síðasta ári námu tæpum 387 milljónum króna, að því er kom fram í skýrslu Þórarins E. Sveinssonar, mjólkursam- lagsstjóra á nýafstöðnum aðal- fundi. Á árinu 1983 tók Mjólkursam- lag KEA á móti 21.968.217 lítr- um mjólkur frá 266 mjólkur- framleiðendum. Aukning frá ár- inu 1982 var 2,88% eða 615.5041. Fjöldi innleggjenda er sá sami og árið áður. Meðalfita innvigtaðrar mjólkur lækkar örlítið á milli ára eða úr 4,08% árið 1982 í 4,04% árið 1983. Mjólkurframleiðslan á landinu öllu var árið 1983 106.445.793 1, sem er 1.872.554 1 ineira en árið áður eða tæplega 1,8%. Það er mál manna að um 104 millj. 1 mjólkur þurfi til að fullnægja þörfum innanlandsmarkaðarins. Hefur því verið um nokkra of- framleiðslu mjólkur að ræða á síðasta ári. Sérstaklega eru menn þó uggandi vegna þeirrar þróun- ar er hefur verið á síðustu mán- uðum. Aukning í innvigtaðri mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA fyrstu 3 mánuðina 1984 miðað við sömu mánuði 1983 er 8,68%. Fullvíst er þó að verulegur hluti þessarar aukningar á fyrstu mán- uðum ársins er tilfærsla á burði. Á síðasta ári voru eknir 306.944 km eftir mjólk, eða 71,67 1 á ekinn km. Var það heldur meiri nýting en árið áður og er það að sjálfsögðu vegna aukning- ar í magni, því engar breytingar urðu á tankbílum Mjólkursam- lagsins á árinu. Mjólkin var sótt á 7 bílum sem hver um sig taka u.þ.b. 70001 mjólkur. Undir ára- mót bættist nýr 7000 1 bíll í hóp- inn og að auki dráttarvagn sem einnig rúmar 7000 1 mjólkur. Dráttarvagninn mun aðallega verða notaður á Dalvíkurleiðinni og er vonast eftir að hann eigi eft- ir að auka hagkvæmni tankflutn- inganna enn frekar. Gæði mjólkurinnar á síðasta ári voru mjög mikil. 98,9% af innvigtaðri mjólk fóru í 1. flokk. Þessi góða mjólk endurspeglast að sjálfsögðu í afurðum Mjólk- ursamlagsins. Nægir þar að Á aðalfundinum voru fyrirmyndarbú í Eyjafirði heiðruð, hér eru frá vinstri: Vaiur Arnþórsson sem afhenti heiðurs- skjölin, Ingibjörg Eiríksdóttir, Kari Frímannsson, Sverrir Sverrisson, Sigurður Jónasson og Þórarinn Sveinsson mjólkursamlagsstjóri með skjal Áma Hermannssonar sem ekki var á fundinum. Mynd: KGA. minna á ostasýninguna sem hald- in var á vegum Osta- og smjör- sölunnar í Reykjavík á síðast- liðnu hausti, þar sem þrjár af helstu ostategundum samlagsins voru í fjórum efstu sætunum. Einnig hafa aðrar afurðir sam- lagsins verið í háum og jöfnum gæðaflokki, sem reglubundið innra gæðaeftirlit rannsóknar- stofu samlagsins staðfestir mjög vel. Úr mjólkinni voru að mestu unnar sömu vörur og árið áður. Um nokkurn samdrátt var að ræða í neyslu á mjólk, léttmjólk og undanrennu en um nokkra aukningu á neyslu rjóma og súrmjólkur. Virðist sem neyslan hafi færst frá jógúrti yfir í súrmjólk. Veruleg aukning varð í framleiðslu og sölu á kotasælu og er neyslan nú orðin u.þ.b. 0,4 kg á hvern íbúa í landinu. Allmikið var framleitt af kaseini til að fá nægan rjóma til smjörgerðar. Kom ekki til þess að skortur yrði á smjöri á markaðinum á síðasta ári og fyrirsjáanlegt að birgðir af smjöri nú eru mjög hæfilegar. Smjörneysla landsmanna hefur dregist nokkuð saman á síðasta ári. Neyslan á smjörva heldur hins vegar áfram að aukast og er neyslan af smjöri og smjörva um 5,6 kg á íbúa á landinu árið 1983. Videómóf aðJaðri Verslunin Hlíðasport hetur gefið verðlaun í 18 holu golf- mót sem verður á Jaðarsvelli á morgun, og hefst keppnin kl. 10 f.h. Þetta mót er „utan dagskrár" ef svo má segja, og rennur hagnaður af því í svo- kallaðan „videósjóð" en með aukamótum af þessu tagi í sumar er ætlunin að fjármagna kaup klúbbfélaga á sjónvarps- og videótæki fyrir klúbbinn. Fyrsta mótið samkvæmt kappleikjaskrá fer svo fram um næstu helgi, og síðan má segja að ekki verði um neina fríhelgi fram í október. Bingó Kvenfélagið Baldursbrá verð- ur með bingó í Glerárskóla á morgun laugardag og hefst það kl. 2 e.h. Verðið á spjaldinu er 50 kr. Veitingar verða seldar í hléi. Kvenfélagskonur vilja hvetja sem flesta til að mæta. Sýning Óla G. Dagana 5. og 6. maí heldur Óli G. Jóhannsson, listmálari, svningu á 30 grafikverkum í Ánni við Skipagötu (Drangs- húsið). Grafikmyndir þessar sem eru unnar sem silkiþrykk eru allar gerðar á þessu ári. Upplag hverrar myndar er 30 eintök nema grafikmöppu um hesta sem listamaðurinn gefur út í 100 eintökum, en 60 þeirra fara til Þýskalands, Sviss og Austurríkis. Scdka Vcdka á Húsavík Laugardaginn 21. apríl frum- sýndi Leikfélag Húsavíkur Sölku Völku eftir Halldór Laxness, í leikgerð þeirra Stef- áns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar. Húsfyllir var á sýningunni og leiknum mjög vel tekið. Leikstjóri er María Krist- jánsdóttir, sem einnig gerði leikmynd, búningar eru eftir Þórunni Sigríði Þorgrímsdótt- ur og umsjón með tónlist hafði Úlrik Ólason. Salka Valka er leikin af Guðnýju Þorgrímsdóttur og Björgu Árnadóttur, Arnaldur af Finni Ingimarssyni og Jóni Friðrik Benónýssyni, Steinþór af Einari Njálssyni, Sigurlína af Margréti Halldórsdóttur og Jóhann Bogesen af Sigurði Hallmarssyni, en á þessu ári eru fjörutíu ár liðin frá því Sig- urður stóð í fyrsta sinni á fjöl- um Samkomuhússins. Þessi sýning er ein af viða- meiri verkum er leikfélagið hefur ráðist í, alls leika þrjátíu manns og um fimmtíu manns hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd hennar. Eru þá ótaldir hinir fjölmörgu aðilar í bænum, sem á margvíslegan hátt hafa greitt götu hennar. Af sérstökum ástæðum eru aðeins ráðgerðar tíu sýningar á Sölku Völku, og lýkur þeim 5. maí næstkomandi. Sýning þessi er fyrsta sýning Óla á grafik. Sýningin í Anni er með sér- stöku sniði, því hún er liður í átaki Lionsmanna á Akureyri og víðar á Norðurlandi um sjónvernd, en viss hluti seldra verka rennur til söfnunarinnar sem minningargjöf um föður listamannsins Jóhann G. Guð- mundsson fv. pótsmeistara. Sýningin stendur aðeins þessa tvo daga og er opin kl. 15.00-22.00. Ljósmynda- sýmg Nú stendur yfir í Utvegsbank- anum á Akureyri ljósmynda- sýning þeirra Guðmundar Brynjarssonar og Kristjáns Arngrímssonar. Guðmundur sýnir þar 11 lit- myndir og Kristján 9 svart/ hvítar myndir. Myndirnar eru til sölu, litmyndirnar kosta 2.500 kr. og þær svart/hvítu 1.000 krónur. Sölusýning á verkum Jóns Engilberts: „Brot úr lífsspegli Nk. laugardag verður opnuð í Listsýningarsalnum, Glerár- götu 34, sölusýning á verkum Jóns heitins Engilberts, list- málara og nefnist hún Brot úr lífsspegli. Á sýningunni verða 64verk, olíukrítarmyndir, teikningar og tréristur. Olíukrítarmynd- irnar eru úr stórri myndaröð sem listamaðurinn nefndi „Myndir úr lífi mínu“ og eru frá tímabilinu 1954-1966. Flestar eru þær frásagnarlegs eðlis og hafa að geyma ákveð- in minni, sum tengd einhverju persónulegu úr lífi Jóns, önnur álgildari og fjalla um þjóð- sagnaefni eða jafnvel trúarleg efni. í þcssum olíukrítarmynd- um koma vel fram meginein- kenni Jóns Engilberts sem málara. Sami þróttur einkenn- ir þessar myndir og stærri verk hans. Einnig verða á sýningunni fágætar tréristur en um þær segir Björn Th. Björnsson, listfræðingur m.a. í sýningar- skrá: „Tréþrykkjur Jóns Eng- ilberts eru löngu orðnar næsta fágætar, - þrykktar í fáum ein- tökum, stundum aðeins einu, á næfurþunnan japanskan pappír, þegar slíkur munaður var í boði. Því er hér á ferðinni endurvarp frá löngu liðnum Jón Engilberts. tíma og sérstæðu skeiði í ís- lenskri list.“ Sýningin stendur til 13. maí og er opin um helgar kl. 14.00-22.00 en virka daga kl. 20.00-22.00. Allar myndirnar eru til sölu. Bœtum sjón Á sunnudaginn beita Lions- menn sér fyrir almennri fjár- söfnun til styrktar Augnlœkn- ingadeild FSA. Nefnist söfnun- arherferð þessi Bxtum sjón og er skorað á almenning að bregðast vel við og taka vel á móti söfnunarfólkinu. Lions-hreyfingin hefur lengi barist fyrir ýmsum sjónvernd- unarmálum og nú er hug- myndin sú að kaupa aðgerð- arsmásjá, augnbotnamynda- vél, raufarlampa og sjónsviðs- mæli fyrir FSA. Þetta eru mjög dýr og vönduð tæki en ef almenningur bregst vel við þá ætti að takast að safna nægi- legu fjármagni til tækjakaup- anna. Lions-menn munu selja sérstök barmmerki og minn- ispeninga og er verð barm- merkjanna 100 krónur en pen- ingarnir kosta 1000 krónur. Að auki verður tekið á móti frjálsum framlögum. Biskupinn yfir Islandi, hr. Pétur Sigurgeirsson er vernd- ari söfnunarinnar. Tveir vestfirskir kórar með tónleika Karlakórinn Ægir í Bolungar- vík og Karlakór fsafjarðar halda söngskemmtanir á Norðurlandi helgina 4.-6. maí og verða fyrstu tón- leikarnir í Ýdölum í Aðaldal föstudaginn 4. maí og hefjast kl. 21. Þá halda kórarnir söng- skemmtun í Borgarbíói á Ak- ureyri laugardaginn 5. maí kl. 17 og Ijúka svo þessari söngför í Miðgarði í Skagafirði sunnu- dagfhn 6. maí kl. 21. Söngskrá kóranna er mjög fjölbreytt, rúmlega 20 íslensk og erlend lög. Stjórnandi kór- anna í þessu söngferðalagi er Kjartan Sigurjónsson, en hann er stjórnandi Karlakórs ísa- fjarðar. Stjórnandi Ægis er Ólafur Ein- Kristjánsson. söngvarar verða þau Bergljót Sveinsdóttir, Björgvin Þórðar- son og Steinþór Þráinsson. Undirleikari er Guðrún Bjarn- veig Magnúsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.