Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 1
FERMINGAR GJAFIR í MIKLU ÚRVAL GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67.árgangur Akureyri, mánudagur 7. maí 1984 53. tölublað 10,5 milljón króna afsláttur — veittur viðskiptamönnum KEA og um 5 milljónir greiddar í arð í ræðu Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra, á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem haldinn var í Samkomuhúsinu á Akureyri 4. og 5. maí sl., kom m.a. fram að kaupfélagið veitti viðskiptavinum sínum samtals um 10,5 milljóna króna afslátt á vöruverði á síð- asta ári. Þá kom einnig fram að af eftirstöðvum ársins greið- ist arður í stofnsjóð og reikninga félagsmanna, samtals 5 miUj- ónir k'óna. Þá verða reiknað. ir 20% viðbótarvextir af inni- stæðum í stofnsjóði félags- manna, til viðbótar vöxtum sem áður hafa verið reiknaðir, einnar miUjón króna framlag verður lagt til eflingar Lífeyris- sjóði KEA og framlag til Menningarsjóðs verður 400 þúsund krónur, þar af allur ágóði Efnagerðarinnar Flóru, tæpar 120 þúsund krónur. Fram kom á fundinum að rekstur hinna ýmsu deilda félags- ins var með hagnaði, nema þjón- ustudeildar. Heildarvelta félags- ins að afurðareikningum með- töldum var 2.140 milljónir króna á árinu 1983 og hafði aukist um 74%, sem er nokkurn veginn í samræmi við verðbólguþróunina. Laun og launatengd gjöld námu 230 milljónum, en 291 milljón að samstarfsfyrirtækjunum með- töldum. Samsvarar þetta 56% hækkun milli ára. Fjöldi starfs- manna hjá KEA var 1.026 miðað við tryggingarskyldar vinnuvikur og er félagið langstærsti launa- greiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu og með þeim stærstu á landinu. Rekstursreikningur ársins 1983 sýndi 8,1 milljón króna hagnað og var honum að mestu ráðstafað til félagsmanna, með einum eða öðrum hætti. Þegar á heildina er litið var jrið 1983 „félaginu tiltölulega hagfellt rekstursár. Velta og við- skipti þróuðust með eðlilegum hætti, afkoman var með besta móti og efnahagur félagsins stendur traustum fótum,“ eins og fram kom í skýrslu kaupfélags- stjóra og stjórnarformanns fé- lagsins, Hjartar E. Þórarinsson- ar. Sjá nánar bls. 8-9. HS Menningarsjóður: Veitti alls 17 styild Stjórn Menningarsjóðs KEA hefur samþykkt að veita sautj- án aðilum sem starfa að menningar- og félagsmálum á félagssvæðinu styrki að fjár- hæð samtals 285 þúsund krónur. Þessir aðilar eru Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju 20 þús. vegna safnaðarheimilis, Örn Ingi 15 þús. kr. vegna útileikhúss á Ak- ureyri, Theódór Júlíusson 10 þús. vegna námsferðar, Signý Pálsdóttir 10 þús. vegna náms- ferðar, Sóknarnefnd Bægisár- kirkju 20 þús. vegna viðgerðar á kirkjunni, Sóknarnefnd Munka- þverárkirkju 20 þús. vegna við- gerðar á kirkjunni, Ungmenna- samband Eyjafjarðar 20 þús. vegna landsmóts, Náttúrugripa- safnið á Akureyri 10 þús. vegna rannsókna á söguminjum, Örn Magnússon 25 þús. vegna píanó- náms, Söngsveit Hlíðarbæjar 15 þús. vegna hljómplötuútgáfu, Héraðsskjalasafn Svarfdæla 1J þús. vegna tækjakaupa, Heimili og skóli 10 þús. vegna útgáfu- starfsemi, Sólveig Anna Jóns- dóttir 25 þús. vegna píanónáms, Haraldur Ingi Haraldsson 25 þús. vegna myndlistariðkunar, Sam- kórinn Þristur 15 þús. vegna söngs í dvalarheimili aldraðra, Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður og Kvenfélagið Til- raun 15 þús. vegna hljóðfæra- kaupa og Hjálparsveit skáta 20 þús. vegna húsakaupa. Rúðubrot jmiðbæ Akureyrar Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags og voru unglingar fjölmargir í þeim hópi. Nokkuð bar á ölvun og rúður voru brotnar í Amaró, hjá Pósti og síma og í turninum að Hafnar- stræti 102. Er talið að ástæðan fyrir þessu fjölmenni ungling- anna í bænum hafi verið sú að þeir voru að fara í próflestur, margir höfðu fengið greitt út or- lof sitt og því mun hafa verið ástæða til að halda upp á daginn. Mynd þessi lýsir ástandinu nokkuð vel en samt er ástandið enn hrikalegra. Mynd: ESE. Þjóðvegur númer eitt: Sundurskorin og djúp forarvilpa! - í Norðurárdal og á fleiri stöðum - Astandið er óvenju slæmt núna. Verkstjórarnir lýsa þessu sem versta ástandi í tíu ár og það er engin launung að sumir kaflarnir í veginum voru nánast ófærir fyrir helgina, sagði Jónas Snæbjömsson hjá Vegagerð ríkisins á Sauð- árkróki er blaðamaður Dags ræddi við hann um ástand vega á Norðurlandi vestra. Það er einkum vegurinn um Norðurárdal í Skagafirði sem er slæmur. Hugtök eins og þjóðveg- ur númer eitt og hringvegurinn, verða beinlínis hlægileg þegar ekið er eftir Norðurárdalnum. Vegurinn er líkastur hindrun í torfærukeppni, sundurskorinn og grýttur. Hjólförin orðin tugir sentimetra á dýpt og drullan lík- ust því að verið væri að keppa á heimsmeistaramóti í leðjuglímu. Blaðamenn Dags óku þjóðveg númer eitt á fimmtudag og föstu- dag og það fyrsta sem bar fyrir augun er komið var niður í Norðurárdal, var Saab-bifreið frá Siglufirði á góðri leið með að hverfa niður í veginn. Greiðlega gekk þó að losa bílinn úr forinni en ökumanni var þó greinilega brugðið. - Það hefur verið sjö tonna öxulþungi á þjóðveginum utan slitlagsins en hlýindakaflinn á dögunum setti mjög mikið strik í reikninginn. Til marks um ástandið get ég nefnt að þegar brúin á Auðólfsstaðaá í Langadal lokaðist vegna vatnavaxtanna, þá beindum við umferðinni um Svínvetningabraut og Auðkúlu- veg. Þessir vegir hrundu samdæg- urs undan umferðarþunganum. Varðandi þennan vegarkafla í Norðurárdal er það að segja að við gerðum við veginn á þriðju- dag en á miðvikudag og fimmtu- dag eyðilagðist hann aftur og við gerðum því aftur við um helgina. Ég vona því að ástandið sé mun betra nú en fyrir helgina, sagði Jónas Snæbjörnsson. - ESE. 202 ára klukkna- port

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.