Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 07.05.1984, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR r r m « HÁÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA S h- a s i w Allar horfur eru nú á því að hægt verði að setja kartöflur niður hér norðanlands a.m.k. rúmum einum mánuði fyrr en í fyrra. Frost er nú nær alls staðar farið úr jörðu og samkvæmt upplýsing- um Árna Steinars Jóhannssonar garðyrkjustjóra Akureyrar þá verða kartöflugarðarnir plægðir strax og þeir eru orðnir nægilega þurrir. Árni Steinar sagði að mikill munur væri á tíðarfari nú og í fyrra en þá var verið að hreinsa snjó úr kartöflugörðunum um miðjan maí. Ef tíð helst góð eru allar horfur á að hægt verði að setja niður fljótlega í maí en í fyrra voru kartöflur ekki settar niður fyrr en í kringum 10. júní. Aðalvandamálið sem mætir kartöfluræktendum í ár er að út- sæði mun vera af skornum skammti. Rökrétt afleiðing léleg- ar uppskeru í fyrra. - ESE. Myndbands- tæki stolið Nýlegu JVC myndsegulbands- tæki var stolið úr mannlausri íbúð á Akureyri á dögunum. Þjófurinn sýndi ekki neinn áhuga á öðru sem í íbúðinni var en þessu eina tæki. Rannsóknar- lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Mælar í stað hemla hjá Hitaveitu Akureyrar? „Því fyrr — Því betra“ - segir Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri - Ég hef sagt og frá því verður ekki flúið að við þurfum að breyta um sölufyrirkomulag og því fyrr, því betra. Þetta segi ég einfaldlega vegna þess að vatnsyfirborð virkjanasvæð- anna fer stöðugt lækkandi. Þessi auðæfi okkar fara þverr- andi og á sama tíma rennur heita vatnið 40 og jafnvel 50 gráðu heitt til sjávar. Þetta sagði Wilhelm V. Stein- dórsson, hitaveitustjóri á Akur- eyri í viðtali við Dag er hann var spurður að því hvort til stæði að breyta um sölufyrirkomulag hjá Hitaveitu Akureyrar innan tíðar. Miklar umræður hafa orðið um þetta mál í hitaveitustjórn og svo virðist sem flestir séu því fylgj- andi að hið svokallaða hemla- kerfi verði aflagt og þess í stað tekin upp sala á heitu vatni eftir mæli. - Það hafa orðið talsverðar umræður um sölufyrirkomulagið að undanförnu og menn virðast vera nokkuð sammála um að það þurfi að koma til breytt sölufyr- irkomulag. Ókostir hemlakerfis- ins eru það margir og það að breyta yfir í mæla kæmi veitunni sjálfri og neytendum til góða. - Hvað með mælana? Verða neytendur að kaupa þá sjálfir? - Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það en ég tel rétt að Hitaveita Akureyrar leggi til þann búnað sem hún notar til gjaldtöku, sagði Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri. - ESE. Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitin voru með björgunaræflngu um helgina, þar sem „slösuðum“ mönnum var bjargað úr klettum sem og öðrum ógöngum. Hér er einn „slasaður“ borinn til sjúkrabifreiðar. Mynd: KGA. Vatnsútflutningur frá Sauðárkróki: Hreinn heldur sölurétti sínum Hreinn Sigurðsson á Sauðár- króki hefur lagt fyrir bæjar- stjóm Sauðárkróks fullnægj- andi skjöl er sýna að hann hyggst hefja útflutning á vatni. „Við höfðum ekkert við þetta að athuga og því er í gildi sá samningur sem við höfðum gert við Hrein,“ sagði Magnús Sigur- jónsson forseti bæjarstjórnar. „Hreinn hefur því vatnssölurétt- inn til 10 ára, en sá fyrirvari er í samningnum að hafi hann ekki hafið útflutning eftir eitt og hálft ár þá falli samningurinn úr gildi.“ gk-- Stóraukinn áhugi á I ífefnaiðnaði „Ég hef orðið var við stórauk- inn áhuga á þessum málum og fagna því alveg sérstaklega, ekki síst vegna þess að rann- sóknir okkar voru að komast í þrot vegna peningaleysis um síðustu áramót,“ sagði dr. Jón Bragi Bjarnason, lífefnafræð- ingur hjá Raunvísindadeild Háskóla íslands, en áhugi manna um allt land hefur undanfarið farið mjög vaxandi á lífefnaiðnaði hvers konar. Nú er í undirbúningi stofnun sérstaks þróunarfélags á vegum Háskóla Islands á sviði hátækni- iðnaðar, þ.e. lífefna- og rafeinda- iðnaðar. Þetta félag mun starfa á viðskiptalegum grundvelli að þróun, markaðsathugun og frum- framleiðslu áhugaverðra vöru- hugmynda. Síðan er áætlað að fyrirtæki fyrir utan Háskólann geti tekið yfir framleiðslu og markaðsfærslu á vörunum. Gert er ráð fyrir að verja 4 milljónum króna í þetta verkefni og fjöl- margir aðilar munu taka þátt í því, þ.á m. Norræni iðnaðarsjóð- urinn, íslenskir sjóðir iðnaðarins, Fiskimálasjóður, iðnaðarráðu- neytið, Framkvæmdastofnun og landshlutasamtök, svo einhverjir séu nefndir. Þá má geta þess að á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins var gerð tillaga um að á næstu árum verði veittar 500 milljónir króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar á ýmsum háþróuð- um iðnaði og að þessu verkefni verði gefinn forgangur í íslenskri iðnþróun á næstu árum. - HS. Kuldakastið á Norð- urlandi ætti nú að vera að baki. Spáð er hægri suðlægri átt með tilheyrandi súld og rigningu fyrir sunn- an en hér á Norður- landi verður hægviðri og bjart a.m.k. fram á fimmtudag. Hitastig verður í kringum 8 stig að deginum. # Fegurra mannlíf Mönnum brá í brún er þeir komu í bæinn á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Forljót- um veggspjöldum hafði verið komið fyrir í hundraðatali víðs vegar um bæinn og voru girðingar, Ijósastaurar og húsveggir þaktir með þess- um ófögnuði. Ekki hafði verið vel unnið að uppsetningu á þessum óþverra því þegar kom framundir hádegið var bréfaruslið farið að fjúka um allan bæinn. - Verkalýsfélög- in í bænum bera enga ábyrgð á þessu, heldur munu það vera samtök sem heita Sam- hygð og að sögn þeirra er skipa þau samtök er markmið þeirra að stuðla að fegurra mannlífi. Þeir eiga sennilega við það að ætlunarverk þeirra sé að hreinsa sálir villuráf- andi sauða, og væri betur að þessi samtök einbeittu sér að þvi verkefni en létu „skreyt- ingar“ af því tagi sem hengd- ar voru upp 1. maí eiga sig í framtíðinni. # Sovéski fáninn Nokkrir aðilar hafa haft sam- band við blaðið og kvartað undan því að í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí hafi sovéski fáninn verið bor- inn við hlið fána verkalýðsins og þess íslenska. Því miður mun þetta vera satt og sagði einn viðmælenda blaðsins að ef þetta sæist aftur 1. maí myndi hann taka til sinna ráða. # „Frosinfruma i rori“ „Krúttmagakvöldin" tvö sem konur á Akureyri héldu í Sjallanum um helgina munu hafa tekist sérstaklega vel. Heimatilbúin skemmtiatriði voru á dagskrá og gerðu lukku, og eins og vera ber ræddu konurnar sameiginleg hagsmunamál sín. Var m.a. rætt um þá ógnvekjandi stað- reynd að sæðísbankar ryðja sér nú mjög til rúms víða um heim og „hitt“ virðist á undanhaldi. Varð einni kon- unni þá að orði þessi skemmtilegi málsháttur sem hefur legið í gleymsku um nokkurt skeið: „Betri er eínn karl í bóli en frosin fruma í röri.“ - Munu þetta vera ein- kunnarorð „karlavinafélags- ins“ sem stofnað var á staðnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.