Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 3
11. maí 1984 — DAGUR - 3 Nýtt svœfingameðal fyrir síairðstofur Á nýafstöðnu „krúttmagakvöldi“ í Sjallanum, (sem þótti takast einstaklega ve! allt þar til karl- arnir ruddust í salinn) kom fram ný gerð af svæfingatækni fyrir skurðstofur. Hún felst í því að skurðstofuliðið syngur eftirfar- andi vögguljóð fyrir sjúklingana: um lófana. Reyndu að sofna ræfill minn Rúna er að brýna kutann. Ef að heppnast aðgerðin aftur vaknar stúfurinn, en annars færðu vængi á afturhlutann. Samkvæmt óstaðfestum heiinild- um blaðsins stendur til að taka þessa nýju tækni upp á nokkrum skurðstofum landsins, til að spara að sjálfsögðu. Má þá fastlega búast við að höfundurinn, bóndi, kennari og stórskáld úr Önguls- staðahreppi, verði aldeilis loðinn Harðskeytdr körfuboltamenn Hver þekkir ekki þessa harð- skeyttu körfuboltamenn, sem gerðu garðinn frægan hjá Þór fyr- ir tæpum 20 árum og komust í raðir fremstu körfuknattleiksliða landsins. Að vísu eru einhverjir þeirra fáeinum kílóum ríkari núna, og jafnvel nokkrum hárum fátækari, en við því er lítið sem ekkert að gera, a.m.k. ekki því síðarnefnda. í aftari röðinni eru Bjarni Jónasson, Magnús Jónat- ansson, Pétur „Drési“ Sigurðs- son, Anton Sölvason, Ingólfur „Boggi“ Hermannsson, Jón „Skebbi“ Friðriksson og Guðni „Trölli" Jónsson. í fremri röðinni eru Ævar Jónsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Valsteinn Jónsson, Númi Friðriksson og Sævar Jónatansson. • / numnmn ma Einhverju sinni auglýsti ég eftir vísu, sem ég kunni eitthvert hrafl úr. Ég fékk upplýsingar um þessa vísu, en gleymdi að gera henni skil. Nú er best að bæta úr því og samkvæmt upplýsingum heimild- armanns míns er hún þannig: Glögglega þekkja manninn má mannorðs bilaður pottur. Seinn til verka, fljótur frá finnst ekki áhugavottur. Einhvern veginn var því komið inn hjá mér, ég skil ekki hvers vegna, að þetta væri ort um vega- gerðarmenn almennt. Það mætti sem sé þekkja þá á verklaginu. Þessu trúði ég, enda vann ég þá sjálfur í vegagerð hjá Helga Gíslasyni á Helgafelli. Hann hafði flokk vegagerðarmanna á Fljótsdalshéraði. En nú hefur mér verið sagt, að vísan sé eftir Þorvald í Hjarðarhaga á Jökuldal og sé sennilega ort um póst nokk- urn sem Jökuldælingar höfðu í þjónustu sinni. Bifreiðarnar verða til sýnis að Skálafelli, Draupnisgötu 4, laugardaginn 12. maí og sunnudaginn 13. maí frá kl. 13-17. Aldrei aftur Nýtt útlit og fjöldi tækninýjunga. Fyrst ég er að tala um vegavinnu- flokk Helga, þá er ekki úr vegi að geta um aðra vísu, sannarlega tengda vegagerðarmönnum. Flokkur Helga hafði meðal ann- ars það verkefni, að lagfæra jeppaslóð yfir Öxi, fjallveg milli Skriðdals og Berufjarðar, ef ég man rétt. Eitt sumarið fór Helgi við þriðja mann í könnunarleið- angur yfir Öxi. Þegar hann kom aftur í vegagerðarskúrana lét hann illa af ferðinni, sagði þetta ekki veg þessa helvítis slóð yfir Öxi. Þá orti Hrafn Sveinbjörns- son í orðastað Helga: Nú er lokið djöfladans drottinn mig bænheyri. Aldrei framar andskotans, Axarveg ég keyri. TOEIR HHR HNN! SKÁLAFELL SF Draupnisgötu 4 Akureyri Sími 22255 ÞÓRA DAL, AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.