Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 7
11 .'tnaí 1984 - DA’GUR - 7 Eggert Jónsson. en rui er - Eggert Jónsson formaður Karlakórs Akureyrar ? „Það er hann, góðan daginn." - Er gaman að vera í karla- kór? „Á því er enginn vafi vinur minn. Ef maður hefur gaman af að syngja og tæki til þess að geta látið í sér heyra þá er þetta kjör- inn vettvangur til þess. Félags- skapurinn er góður og skemmti- legur og eins og allur félags- skapur fyllir hann upp tómarúm á milli vinnudaga, og bætir, hressir og kætir.“ - Pær raddir heyrast oft að sú tónlist sem karlakórar flytja sé léleg. „Það er þá bara söngmönnun- um að kenna sjálfum, þeir ann- að hvort leggja sig ekki nægilega fram eða þeir hafa ekki nógu góðar raddir.“ - Hvað ert þú búinn að starfa lengi í kariakór? „Það eru víst orðin 24 ár svo ég ætti aðeins að vita um hvað ég er að tala.“ - Og hver er útkoman ef þú gerir samanburð á kórum í dag og kórum fyrir um 20 árum? „Mér finnst örla á því að það sé uppi breytt stefna núna á þann hátt að karlakórar í dag taka frekar fyrir það sem léttara er, og margir eru á þeirri línu að breyta til með þennan gamla hefðbundna söng. Þó eru til kór- ar sem nota þennan hefðbundna stíl og ef þeim tekst vel upp þá er sá söngur list eins og hvað annað og ekki síður. Ég er líka ansi hræddur um að ef karlakór- arnir legðust niður þá væri skarð fyrir skildi, það myndi vanta eitthvað." - Hvernig gengur að fá menn til að syngja íkarlakórum í dag? „Það hefur oft verið erfitt, og þá sérstaklega að fá menn í há- raddir, góða tenóra og jafnvel að fá menn sem geta sungið nógu djúpt. Það er líka erfiðara að fá menn í karlakóra núna vegna þess að það er svo margt annað sem glepur. Menn eru uppteknir af ýmsu öðru og mega ekki vera að þessu. Við fengum heimsókn kórs frá Vestfjörðum á dögunum og sá kór er skipað- ur mönnum sem áður voru í tveimur kórum en þeir urðu að sameina kórana vegna mannfæðar." - Megum við hugsanlega eiga von á samruna Karlakórs Akur- eyrar og Geysis? „Það er ómögulegt að segja. Ég er ekki í vafa um að ef til þess kæmi yrði um stóran og kraftmikinn kór að ræða. Ég er heldur ekki í vafa um að margir af þeim sem nú eru í kórunum tveimur myndu taka sér hvíld ef af þessu yrði. Það skapar vissa spennu og keppni að hafa tvo kóra.“ - Er rígur á milli? „Ekki frá minni hendi og ég hef ekki orðið var við það í mín- um kór að menn segi hnjóðs- yrði um hinn kórinn." - Pannig að þetta er ekki eins og á milli KA og Pórs? „Nei menn slást aldrei. Það er miklu frekar að menn komi saman, hvort sem þeir eru við glas eða ekki og taki lagið saman. Það er einn stærsti kost- urinn við sönginn að hann er al- þjóðlegt mál. Þótt þú skiljir ekki eitt einasta orð af því sem við- mælandi þinn er að segja þá get- ið þið sungið saman. Mér dettur í hug að ég lenti í því að syngja með Rússa nokkrum í bifreið þegar ég var að keyra rússnesk- an hóp. Við gátum ekki talað saman en tókum lagið, hvor söng á sínu tungumáli og þetta gerði mikla lukku.“ - Hefur þú aðstöðu til þess að sinna einhverjum öðrum áhugamálum ? „Nei, ég get það ekki, ég má ekki eyða mínum tíma í fleira síkt. Ég hef hins vegar gaman af ýmsu öðru eins og að dansa, fara á skíði þótt ég hafi ekki gert það í vetur og í gamla daga var ég bara nokkuð góður á skaut- um. En þetta er allt saman liðin tíð, þá var maður ungur og fal- legur en nú er maður bara fal- legur.“ - Pessi var nokkuð sleipur hjá þér. „Já hann er gamall þessi og ekki frá mér kominn upphaf- •ega.“ - Hvað segir þú mér um tón- leika Karlakórs Akureyrar sem verða nú um helgina? „Við erum með tvenna tón- leika í Borgarbíói á laugardag- in, kl. 17.30 og kl. 21 og svo á sunnudaginn kl. 17.30. Við vor- um reyndar að komast að því að það eru ekki nema 280 sæti í Borgarbíói sem gera 840 sæti á þessum þrennum tónleikum. Það er hins vegar þegar búið að afgreiða út 760 miða þannig að það er ekki mikið eftir. Við höfum verið að hugsa um sveita- fólkið vegna þess að nú er sauð- burður í fullum gangi. Við eig- um marga stuðningsmenn bæði frammi í Firði og úti í dölum og við höfum áhuga á því að halda eina aukatónleika til þess að reyna að koma til móts við þetta fólk.“ - Pá þakka ég bara fyrir spjallið Eggert og vona að þetta gangi vel hjá ykkur. „Já þakka þér sömuleiðis og ég bið að heilsa í bæinn.“ gk-- Sjtxéiúut Föstudagur 11. maí Opnað fyrir matargesti kl. 19.00. Ingimar Eydal leikur létta tónlist fyrir matargesti. Stórhljómsveit Ingimars leikur topplögin úr Eurovision söngvakeppninni. „Cat’s“ danskettirnir hennar Helgu Alice skemmta kl. 01.00. Laugardagur 12. maí Opnað kl. 19.00 í Mánasal fyrir matargesti. Örfá sæti laus. (Sólarsalur lokaður til kl. 22.00 v/samkvæmis.) Danskettirnir sýna í ALLRA síðasta sinn „Cat’s“ kl. 24.00. Ingimar Eydal og hljómsveit leika til kl. 03.00 ásamt Gunnlaugi í diskótekinu. Bikarinn ■ Ölstofa Opið alla daga í hádegi frá kl. 12.00-14.30 og á kvöldin frá kl. 18.00-23.30. Léttar veitingar. Mánasalur opinn alla daga og öll kvöld. SjÆwt ¥ Geislagötu 14 Eigum fyrirliggjandi á lager sterkbyggðar yfirbyggingar á Mitsubishi, Isuzu og Toyota Hi-Lux picup bifreiðar. Hagstætt verð. Vélsmiðjan Oddi sími (96)21244, Akureyri. Valgeir Vésteinn opnar listverkasýningu á vinnustofu sinni Þórunnarstræti 93, Akureyri, laug- ardaginn 12. maí. Opið frá 12.-20. maí alla daga milli kl. 15.00 og 21.00. 2ja ára ábyrgð Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki Komið og gerið kjarakaup i nýju versluninni Raf í Kaupangi. NYLAGNIR VIÐGEROIR VIDHALD VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.