Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -11. maí 1984 • iim ur gjoronytar“ framt að hann væri ekki rétti maðurinn til að ræða þessi mál við. - Talið við höfðingjana en ég á nú samt von á því að þeir segi það sama og ég. Það eru engir peningar til í þetta. Eilífur pen- ingaskortur en þó hef ég heyrt að það eigi að gera átak í holræsa- málunum í sumar. Kannski verð- ur lagt slitlag líka. Hver veit? Talaðu við höfðingjana. - ESE. - Rætt við helminginn af gatnaviðgerðarflokknum á Hvammstanga Þeir sem aldir eru upp á inal- biki kunna e.t.v. ekki að meta þann háttinn sem íbúar á Hvammstanga hafa á við gatnaviðhald. Þar samanstend- ur malbikunarflokkurinn nefnilega af tveim mönnum, traktor með aftanívagni og einni lítilli handstýrðri þjöppu. - Petta mjakast þó hægt fari, sagði Benóný Elísson, starfsmað- ur hjá áhaldahúsi Hvammstanga- hrepps er við hittum hann og fé- laga hans Hannes Jósafatsson á Hvammstangabrautinni á dögun- um. Þeir voru í óða önn að bæta það sem aflaga hafði farið í vetur en það var ekkert lítið. - Það er leiðinlegt að segja það að hér eru allar götur ónýtar og það litla sem er með bundnu slitlagi er mjög illa farið eftir vet- urinn, sem þó var mjög góður, sagði Benóný en gat þess jafn- Benóný Elísson mokar ollumölinni af vagninum. Mynd: GS. ,/ þessu starfi er ,föður- landið“ það eina sem dugar“ - Hver röndóttur. Eru þeir byrjaðir að veiða strax, varð félaga mínum að orði er við ókum vestur Langadal á dög- unum. Hann hafði nefnilega komið auga á tvo veiðilega menn sem sprönguðu um við Svartá og var annar þeirra kominn með tól sín og tæki langt út í á. Þegar betur var að gáð reyndust þetta þó ekki vera sportveiðimenn, heldur vatnamælingamenn frá Vatna- mælingum ríkisins. - Við höfum verið við mæling- ar hér á Norðurlandi undanfarn- ar vikur, sagði sá sem mældi bakkann er við gáfum okkur á tal við hann, en þar reyndist vera kominn Árni Snorrason, vátna- mælingamaður. Félagi hans Friðrik Þór Adamsson hafði þá vaðið Svartá upp í klof og hróp- aði í sífellu langar talnarunur sem í fljótu bragði reyndist erfitt að átta sig á. Ekki reyndist þó um dulmál að ræða, heldur voru þetta dýptartölur og straum- hraðatölur sem Árni skráði sam- viskusamlega niður í skruddu sína. - Við höfum þann háttinn á að við finnum góðan stað og síðan er dýpt og straumhraði eða rennsli árinnar mælt með jöfnu millibili, sagði Árni og jánkaði því að þetta gæti verið ansi kalsa- samt starf. - Þú mátt hafa það eftir mér að það dugir ekkert annað en föðurlandið í þessu starfi, kallaði Árni á eftir okkur um leið og við kvöddum þessa menn sem mæla árnar. Þeir höfðu þá Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljót, Fnjóská, Eyjafjarðará og árnar í Skagafirði að baki en að loknum þessum mælingum við Svartá, var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Hvort þar hafi átt að mæla Ell- iðaárnar, skal látið ósagt um. - ESE. Þessa hressu náunga rákumst við á fyrir utan Grunnskóla Blönduóss - Þar var vorvika í fullum gangi. Mynd: ESE. Blaðamaður Dags ræðir við Áma Snorrason. Friðrik mælir straumþungann. Myndir: GS. 11. maí 1984- DAGUR-9 Sundkennarinn Jóhanna Einars- dóttir. - Það er vel þess virði að vaða drulluna á götu- num upp að hnjám - bara ef maður kemst í sundlaugina á eftir. Þessi orð lét ónefnd kona á Hvammstanga falla í samtali við blaðamann Dags og við áttum síðar eftir að komast að raun um að þessi kona var eiginlega samnefnari allra Hvammstangabúa í sundlaugar- málunum. Sundlaugin er stolt stað- arins, númer eitt, tvo og þrjú og íbú- arnir kunna svo sannarlega að not- færa sér lystisemdir laugarinnar. Sundlaugin er ekkert minnismerki sem Hvammstangabúar tigna úr fjarska. Laugin er í stöðugri notkun frá morgni til kvölds og það er full ástæða til að hvetja hringvegsfara að bregða sér þessa fimm kílómetra niður á Hvammstanga og sjá með eigin augum að íbúarnir hafa fulla ástæðu til að vera stoltir af þessu glæsilega mannvirki. Annars er þetta sem konan hafði á orði um drulluna og sundlaugina dálítið kaldhæðnislegt, því bygging sundlaugarinnar hefur líklega seinkað gatnagerðarframkvæmdum í plássinu um mörg ár. En látum kaldhæðnina liggja á milli hluta. Okkur var eiginlega farið að blóðlanga til þess að berja þetta mannvirki augum og loks þegar við komum að lauginni, þá urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Sundlaugin er greinilega byggð af mikilli fram- sýni og einmitt þegar okkur bar að garði, var verið að kenna ungviði þorpsins sundtökin. Sundfólk á uppleið - Það var ómetanlegt fyrir okkur að fá Iaugina enda íþróttaaðstaða hér á Hvammstanga hvorki mikil né góð, sagði Jóhanna Einarsdóttir, íþróttakennari í samtali við Dag, en það var einmitt hún sem stóð á sundiaugarbarminum og leiðbeindi krökkunum. - íþróttakennslan hér hefur far- ið fram á göngum grunnskólans eða í félagsheimilinu og það segir sig Sundlaugin á Hvammstanga: Stolt staðarins Með kút og kork. sjálft að það er ekki boðleg að- staða. Þess vegna reynum við að nota laugina eins mikið og við getum. - Er ekki íþróttahús í byggingu? - Nei, en það er verið að stækka skólann sem er mjög tímabært framtak. Aðstöðuleysið varðandi íþróttakennsluna er hins vegar óleyst vandamál og það hefur þær afleiðingar að oft munar ekki miklu að maður missi glóruna þegar líða tekur á vorið. - Hvaða íþróttir eru vinsælastar hér? - Það er líklega sundið. Það er mikið af efnilegu sundfólki hér en af öðrum íþróttum þá er það helst skáklífið og fótboltinn sem er stundað af einhverju gagni. íþrótta- völlurinn er í uppbyggingu og íþróttastarfsemi ætti því að aukast verulega þegar hann verður kom- inn í gagnið, sagði Jóhanna Einars- dóttir. - ESE. Inga Hanna, Hanna Rut, Þorvaldur, Baldur og Sóley Halla - Framtíð Hvammstanga I sundinu. Myndir: GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.