Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 11.05.1984, Blaðsíða 13
11. maí 1984 - DAGUR -13 Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Þátturinn hefst með nokkrum vísum um góuna: Friðbjörn Guðnason kvað: Ég vil allt mitt uppgjör hafa ætíð hreint og rétt, að ei þar leynist eftirkrafa, það oftast reynist létt. Ekki ergóa öllum kær oft þó rófu dilli, hefur mjó og horuð lær með hélu og snjó á milli. Pá koma þrjár vísur eftir Ingi- björgu Sigfúsdóttur frá For- sæludal: Um reikning einn þó er í vafa sem ég hér geta vil að ei þar leynist eftirkrafa og óglögg reikningsskil. Er líður að því að lífið þrotni leynt um hugskot fer, hvort ég inneign á hjá drottni eða hann hjá mér. Þættinum lýkur með vísu af allt öðrum uppruna: Málefni ýmsa æsa ná, þeiræpa oggnísta tönnum, en það er skárra en skvaldrið hjá skoðanalausum mönnum. Jón Bjarnason. Lætur flakka fönn um skeið, fyllir slakka og móa. Heldur blakkan hristir reið hríðar - stakkinn góa. Næsta morgun var bjartara yfir: Góa mín þú geystist hart. Geðið nær að hlýna þegar sólarbrosið bjart blíðkar ásýnd þína. Þessi vísa er um góu á öðrum vetri: Kvíðiþróast þreyttum lýð, þakin snjó er storðin. Rosa nógan, regn og hríð reiddigóa á borðin. Áður en girðingar komu til sögu urðu bændur að vaka yfir safn- inu nóttina fyrir réttardaginn. Hjálmar Stefánsson, Vagn- brekku kvað: Hefi ég á Hlíðarrétt haft á fénu gætur, marga vísu saman sett sextán langar nætur. Líklega er næsta vísa einnig kveðin í Mývatnssveit. Hana greip ég ófrjálsri hendi úr ágæt- um útvarpsþætti Erlings Sigurð- arsonar, um daglegt mál: Enga þoldi auðargná inni í sínu hreysi. Var það fyrir vöntun á vitsmunaskortsleysi. Guðmundur frá Hrafnhóli kvað; Örðuggangan upp í mót öldnum vekur kvíða - mestum. Pó er margra meina bót að mega stundum ríða - hestum. Jóhannes Sigurðsson í Engimýri var gamansamur og líklega ei- lítið stríðinn. Eftirfarandi vísur kvað hann í orðastað ungrar stúlku: Oft ergaman upp til fjalla einkum þegar sólin skín. Uppi á breiðum Britahjalla bóndasonur kom til mín. Hvað hann mælti man ég eigi, má því ekki segja þér. Ég varð ör af ástarlegi. Allt var í þoku fyrir mér. Eitthvað vildi hann afmér fala. Ég man það, ég sagði já. Annað þurfti ekki að tala. Augun skildu beggja þrá. Pað er ekki gott að gleyma gamni því sem skeði þá. Minninguna mun ég geyma meðan hjartað fær að slá. Sigurbjörn Benediktsson frá Ártúni kvaó næstu vísur og nefnir þær reikningsskil: Raðhús - Dalvík Til sölu er 4ra herb endaraðhúsíbúð ca. 113 fm. Bílskúrsréttur. Laus nú þegar. Upplýsingar í síma 91-33967 eftir kl. 19.00. Aðalfundur Krabbameinsfélags Akureyrar verður haldinn á Hótel Varðborg þriðjudaginn 15. maí 1984, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. //// azs :)///. )/ O M/i ? / <r/ iV/ '/r-y// Inntökupróf Inntökuprof í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skólaár- ið 1984-1985 verður dagana 28. maí til 1. júní. Um- sóknarfrestur er til 22. maí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans, Glerárgötu 34, simi 24958. e, -, .... Skolastjori. Kardemommu- bærinn eftir Thorbjörn Egner Föstudagur 11. maí kl. 20.00. - Hátíðarsýning. Styrkveiting úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Laugardagur 12. maí kl. 17.00. Sunnudagur 13. maí kl. 17.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar. Nauðsynlegar upplýsingar Jón minn, hvert eigum við að fara til að kaupa fötin á börnin? Gunna mín, það liggur í augum uppi hvar við kaupum gallabuxurnar, strigaskóna og stígvéiin og ég veit líka hvað gallabuxurnar kosta, þær kosta aðeins 320 krónur. Og hvar er þetta, spyr Gunna. Auðvitað í Eyfjörö, því þar er verðið lægst og hagstæðast. Opið á laugardögum 10-12. Eyfjörð ^ Hjalteyrargötu 4 ■ simi 22275 ■■^■i SÍBS og Samtök gegn astma og ofnæmi Kynningar- og fræðslufundur verður á Hótel KEA laugardag- inn 12. maí kl. 14. Björn Árdal, læknir spjallar um astma og ofnæmi, auk hans munu fulltrúar fra SÍBS og Samtökum gegn astma og ofnæmi svara fyrir- spurnum. Foreldrar athugið: Reynt verður að hafa ofan af fyrir börnunum með videói og fleiru. Vinnuskóli Akureyrar Starf forstöðumanns við Vinnuskóla Akureyrar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í verkstjórn, og menntun á garðyrkju- sviði. Vinnuskóli Akureyrar óskar einnig að ráða flokks- stjóra til starfa í sumar. Reynsla og verkstjórn æskileg. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa Garðyrkju- deildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skrifleg umsókn sendist til: Akureyarbær Garð- yrkjudeild P.O.BOX 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Garðyrkjustjóri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HÓLMGEIRS SIGURGEIRSSONAR Völlum, Reykjadal. Kristín Þorvaldsdóttir, börn og fjölskyldur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför AUÐAR SIGURPÁLSDÓTTUR, Ránargötu 28, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jón Þorvaldsson, Sigurlína Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Ólafur Jónsson, Marselía Gisladóttir, Indíana Jónsdóttir, Gunnar Mattason, Kristjana Jónsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðni Þorsteinn Arnþórsson, Sigurpáll Jónsson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.