Dagur - 14.05.1984, Page 1

Dagur - 14.05.1984, Page 1
 FILMUhúsib akureyri 67.árgangur Akureyri, mánudagur 14. maí 1984 55. tölublað Stangaveiðifélag Reykjavíkur tekur Blöndu á leigu: „Við verðum að kenna þeim að veiða eins og menn“ - segja heimamenn, sem vanir eru veiði í þessari mestu „húkká“ landsins Mikil ólga hefur verið meðal stangaveiðimanna á Blönduósi og Sauðárkróki að undanförnu vegna þeirra vinnubragða sem Veiðifélagið um Blöndu og Svartá viðhafði er Blanda var leigð. Stangaveiðifélögin á Blönduósi og Sauðárkróki hafa verið með ána á leigu undanfarin ár en „óvænt“ yfir- boð frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur breytti stöðunni. - Það sem gerðist er það að við buðum sömu upphæð í ána og í fyrra á þeim forsendum að veiði hefði farið stöðugt minnkandi í ánni og fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir gætu enn dregið úr veiðinni. Landeigendur ætluðu að ræða þetta tilboð okkar og fundur var ákveðinn að hálfum mánuði liðnum. Það sem svo ger- ist er það að formaður veiðifé- lagsins fer suður til Reykjavíkur til að semja við SVFR um veiði í Svartá. í þessari ferð heldur hann uppboð á Blöndu með tilboð okkar í vasanum, sagði heimild- armaður Dags úr röðum Stanga- veiðifélags Sauðárkróks. Eftir að SVFR hafði fengið ána leigða fyrir 880 þúsund kr. þá buðu þeir Blönduósingum og Sauðkrækingum þriðjung veiði- daga hvorum aðila. Þessu tilboði höfnuðu Sauðkrækingar en Stangaveiðifélag Blönduóss keypti síðan helming veiðidaga af SVFR. Það er alkunn staðreynd að í Blöndu hafa menn hingað til ekki veitt með hefðbundnum aðferð- um. Áin er „viðurkennd húkká“ og það kemur mönnum því spánskt fyrir sjónir að SVFR þar sem fluguveiðimenn - oft nefndir aðall stangaveiðimanna, eru hvað fjölmennastir vilji leigja ána. Heimamenn telja þó ólíklegt að nýir siðir fylgi nýjum herrum í þessu tilviki og eins og einn orð- aði það: - Við verðum bara að kenna þeim að veiða eins og menn. Sjá nánar á bls. 3 - ESE Ymsar blikur á lofti í rækjumálum: Olafsfirðingar fara sér hægt - Við flýtum okkur ákaflega hægt í þessu máli. Það eru ýmsar blikur á iofti og margir óvissuþættir í sambandi við verð og markaði og við ætlum okkur því ekki að flana að neinu. En við erum ekki hættir við að reisa þessa verksmiðju, sagði Garðar Guðmundsson, útgerðarmaður í Ólafsfirði er hann var að því spurður hvað stofnun rækjuverksmiðju Iiði. Öll stærstu útgerðarfyrirtækin í Ólafsfirði hafa að undanförnu kannað möguleikana á stofnun rækjuverksmiðju en síðustu frétt- ir um undirboð Norðmanna á mörkuðum og aðrar fréttir af markaðsmálum hafa valdið því að Ólafsfirðingar hafa viljað fara hægt í sakirnar. Á Grenivík hafa menn hins vegar hætt við öll áform um rækjuverksmiðju í bili. Að sögn Garðars þá hefur Guðmundur Ólafur ÓF verið á rækju undanfarnar þrjár vikur og hefur veiðin yfirieitt verið þetta 11 til 15 tonn í veiðiferð. Rækjan hefur veiðst í námunda Kolbeins- eyjar og sagði Garðar að nýr blettur hefði fundist á þessum slóðum nýverið. Samtals hefur Guðmundur Ólafur ÓF landað um 45 tonnum en lagt er upp hjá K. Jónsyni. - ESE Akureyri: Drengur fyrir bíl Tveggja ára drengur varö fyrir bíl í Aöalstræti á Akureyri um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar bendir allt til þess að drengurinn hafi hlaupið út á götuna og orðið fyrir aðvíf- andi bifreið. Bíllinn fór yfir drenginn en svo virðist sem hann hafi lent á milli hjóla. Drengur- inn mun ekki hafa slasast alvar- lega. - ESE. Stöðvar solua raðsmíða- bátunum - Við vorum búnir að semja um sölu á báðum raðsmíðabát- unum, til Þórshafnar og Eski- fjarðar en umsóknum um fyrir- greiðslu var báðum hafnað í Fiskveiðasjóði, sagði Sigurður Ringsted, yfirverkfræðingur hjá Slippstöðinni er hann var spurður að því hvort búið væri að selja umrædda báta. Samkvæmt heimildum Dags er Fiskveiðasjóður nú nánast tómur og öllum umsóknum um lán því hafnað sjálfkrafa og bent á fjár- málaráðherra. Ráðherra mun hins vegar ekki hafa neina fjár- muni á lausu a.m.k. ekki á með- an verið er að fylla upp í fjárlaga- gatið og málefni sjóðsins eru því í algjörri biðstöðu. Varðandi atvinnumál í Slipp- stöðinni er hins vegar það að segja að næg atvinna verður hjá fyrirtækinu í sumar við hefð- bundin viðgerðarverkefni en at- vinnuástand í haust er hins vegar vægast sagt ótryggt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.