Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 5
Landsmót í skólaskák: Reykvík- ingar sigur- sælir Reykvíkingar voru sigursælir á landsmótinu í skólaskák sem fram fór á Bolungarvík síðustu helgina í aprfl. Davíð Ólafsson úr Hólabrekkuskóla sigraði í eldri flokki með 8 vinningum og Hannes Stefánsson úr Feila- skóla sigraði í yngri flokki hlaut 6.5 v. Fulltrúar Norðurlands eystra, þeir Reimar Helgason úr Hrafnagilsskóla og Bogi Pálsson úr Lundarskóla hlutu 3 og 4 vinninga. Kjördæmismótið í NL eystra fór frarh á Raufarhöfn, helgina áður en landsmótið fór fram og sigraði þá Snorri Sturluson frá Raufarhöfn í eldri flokki, Reimar Helgason varð annar og Einar Héðinsson úr Glerárskóla varð þriðji. Snorri forfallaðist svo, þannig að Reimar tefldi í hans stað á landsmótinu. í yngri flokki sigraði. Bogi Pálsson, Ásgrímur Angantýsson frá Raufarhöfn varð annar og Magnús Magnússon frá Húsavík varð þriðji. í yngri flokkunum á mótinu tefldu nemendur úr 1.-6. bekk grunnskóla en í eldri flokki tefldu nemendur7.-9. bekkjar. -ESE. Áskrift&au^ýsingar PASSAMYNDIR TILBÚNARá% STRAX ijdsmyndastdfaL^ PÁLS VIÐGERÐAR~ þJONUSTA ® i Bjóðurr. fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, stereomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og siglingatækjum. ísetning á bíltækjum. HUÖMVER Sími (96) 23626' VÍ' Glorárgötu 32 • Akureyri Þýsk-íslenska félagið Aðalfundur 1984 verður haldinn að Skipagötu 2 miðvikudaginn 16. maí kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kaffiveitingar. 3. Videó (Berlin Alexander platz). Stjórnin. Sumarbústaðaland Á góðum stað í Eyjafirði er til leigu land undir sumarbústaði. Verið er að skipuleggja svæðið. Æskilegt væri að semja við félagasamtök. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn sín og símanúm- er í pósthólf 734, Akureyri merkt: „Sumarbú- staðaland 354“. Verkstjórar Enn er hægt að sækja um sumarhúsin á Vatns- enda. Hafið samband við skrifstofuna á föstu- dögum milli kl. 17 og 19 í síma 25446 eða Magn- ús í síma 21085 eftir.kl. 20. Verkstjórafélag Akureyrar og nagrennis. Vegna aðvörunar frá Sjúkrasamlagi Akureyrar 11. maí sl. 1. Undirritaður auglýsti móttöku sjúklinga á stofu án til- vísana frá heimilislæknum eftir að hafa skrifað undir samning um sérfræðilæknishjálp frá 27. mars sl. ( samningnum er tilvísanaskylda felld niður með fyrir- vara um samþykki alþingis. 2. Með undirskrift samnings þessa skuldbind ég mig til að innheimta aldrei af sjúklingi greiðsluhluta sam- lags af viðtals- og meðferðargjaldi. Það er því á mína ábyrgð að innheimta þann hluta hjá samlagi eins og verið hefur. Geir Friðgeirsson, læknir Auglýsing i Degi BORGAR SIG Hvað er góðauglýsing?Allirauglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaöi auglýst er því mörg hafa litla útbreiðslu og lesendur. Dagur hefur aftur á mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa íDegi. þar eru allar auglýsingar góðar lýsingar. 14. maí 1984-DAGUR-5 HAGA fataskáparnir eru seldir í verksmiðjunni Óseyri 4, Akureyri. Margar stærðir og gerðir. Hagstætt verð og greiðslukjör. HAGIF Oseyri 4, Akureyri. Opið frá kl. 8-17. Sími 96-21488. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Skagaveg (5,7 km, 33.000 m3). Verkinu skal lokið fyrir 30. september 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Sauðárkróki frá og með 14. maí 1984. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1984. Vegamálastjóri. Kardemommu- bærinn eftir Thorbjörn Egner Föstudagur 18. maí kl. 20.00. Laugardagur 19. maí kl. 17.00. Sunnudagur 20. maí kl. 15.00. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.