Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 7
6-DAGUR-14. maí 1984 14. maí 1984-DAGUR-7 Dagur kynnir lið Þórs og í 1. deild í knattspyrnu „Ég held að þetta verði toppár hjá Þór“ — segir Guðmundur Sigurbjörnsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins „Ég ætla að vera hógvær varð- andi gengi Þórs í 1. deildinni í sumar, en samt sem áður spái ég því að liðið muni hafna í 1.- 3. sæti,“ segir Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs. Þórsliðið leikur nú í 1. deild annað árið í röð og liðið vakti mikla athygli í 1. deildinni í fyrra. Þá var Þór nánast óskrifað blað í upphafi mótsins, en svo fór að liðið var í toppbaráttu og litlu munaði að liðið krækti sér í 2. sætið og þar með rétt til að leika „Ég held að þetta verði toppár hjá Þór,“ segir Guðmundur Sig- urbjörnsson. „Það byggi ég á ár- angrinum í fyrra og því að þá fengu strákarnir bæði reynslu og sjálfstraust sem þeir höfðu ekki áður og ég held að Þór eigi eftir að gera góða hluti í sumar. - Hvað kostar 'rekstur knatt- spyrnudeildarinnar á þessu ári?. Þorsteinn Ólafsson þjálfari. „Rekstrarkostnaður verður sjálfsagt hátt í 3 milljónir króna og þá reikna ég með að ferða- kostnaður verði um 60% af þeirri upphæð. Við höfum verið að burðast með skuldahala á eftir okkur, en tókst í fyrra að vera réttum megin við núllið og kroppa aðeins í þennan óvinsæla hala“. - Hvað um fyrsta leik Þórs sem verður gegn KA um næstu helgi?. Amar Guðlaugsson aðstoðarþjálf- ari. „Okkur hefur gengið illa með KA í síðustu leikjum liðanna en það eru hreinar línur að nú ætl- um við okkur sigur gegn þeim því við erum tvímælalaust með betra lið en KA.“ - Hvað um nýju regluna að gefa 3 stig fyrir sigur? „Ég er sáttur við hana, enda held ég að hún verði til þess að meiri áhersla verði lögð á sókn- ina en áður og leikurinn verði skemmtilegri á að horfa“. Halldór Askelsson. í UEFA-keppninni. Síðan þá hafa litlar breytingar átt sér stað hjá liðinu. Þeir Helgi Bentsson og Sigurjón Rannvers- son eru farnir, en í þeirra stað hafa komið markvörðurinn Páll Guðlaugsson sem leikið hefur með færeyska liðinu Götu undan- farin ár, Óli Þór Magnússon frá Keflavík og Kristján Kristjáns- son sem Iék með Völsungi á síð- asta keppnistímabili. Guðmundur Sjgurbjörnsson. Við plötuðum Guðmund til þess að spá fyrir okkur um röð liðanna ( 1. deild í mótslok, og að sjálfsögðu er þetta meira til gamans gert en að hægt sé að ætlast til þess að menn geti spáð á þessum árstíma með einhverri vissu. En spá Guðmundar er svona: 1. Þór 2. Valur 3. Fram 4. Akranes 5. Breiðablik 6. Þróttur 7. ÍBK 8. KA 9. KR 10. Víkingur. Spá Stefáns Stefán Gunnlaugsson vildi skipta liðunum í 1. deild í tvo hluta og hann var ófáanlegur til þess að setja KA í annan hvorn hlutann. Stefán spáir því að Akranes, Fram, Valur, Breiðablik og Þór verði í efri hlutanum en KR, Þróttur, Víkingurog Keflavík í þeim neðri. Og sem fyrr sagði vildi hann engu spá um gengi KA í sumar. Magnús Helgason. Birkir Kristinsson. Bjarni Jónsson. Stefán Ólafsson. Tómas L. Vilbergsson. Þórarinn Jóhanncs- son. Páli Guðlaugsson. Júlíus Tryggvason. Sigurbjörn Viðars- son. Jóhannes Ófeigsson. Egill Áskelsson. Þorvaldur Örlygsson. Friðfinnur Hermannsson. Bergþór Asgrímsson. Kristján Kristjáns- son. Bjarni Jóhannsson. Þórarinn Þórhallsson. Gústaf Baldvinsson þjálfari. spyrnudeildar KA er mikill og ég myndi ætla að hann yrði 2-2,5 milljónir. Við eigum hins vegar fjölmennan hóp stuðningsmanna sem eru tilbúnir til þess að leggja ýmislegt á sig þannig að hægt verði að ná endum saman þannig að ég er ekki svartsýnn." - Hvað um leikinn gegn Þór á sunnudag? „Við höfum ekki tapað fyrir Þór síðan 1982 og ég hef ekki áhuga á því að við förum að Steinþór Þórarinsson aðstoðarþjálfari. breyta til með það. Leikurinn verður að öllum líkindum á gras- velli Þórs, og ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur.“ - Hvað segir þú um 3-stiga regluna sem verður viðhöfð í mótinu? „Ég er fylgjandi henni, því ég hef trú á að hún stuðli að skemmtilegri sóknarknattspyrnu, og það eru jú mörk sem fólkið vill sjá, ekki satt?“ Njáll Eiðsson. Mark Duffield. Stefán Gunnlaugsson. Þorvaldur Jónsson. Erlingur Kristjánsson. Ormar Örlygsson. Ásbjöm Bjömsson. Hafþór Kolbeinsson. Hinrik Þórhallsson. Steingrimur Birgisson. Óli Þór Magnússon. „Skemmtilegt knattspyrnu- sumar « „Ég er viss um að þetta verður skemmtilegt knattspyrnusum- ar og bæði Akureyrarliðin muni standa sig vel. Ég byggi þetta á því að liðin hafa aldrei haft betri aðstöðu til æfinga en nú, það var byrjað snemma að æfa og bæði liðin hafa mikinn og góðan mannskap“. KA og Fram eru nýliðar í 1. deild í sumar, en þessi lið urðu í 2 efstu sætunum sl. keppnis- tímabil. KA átti þá gott sumar og sérstaklega vakti góður árangur liðsins á útivelli athygli. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað hjá KA síðan á síð- asta keppnistímabili. Svo ein- hverjir séu nefndir eru þeir farnir Gunnar Gíslason, Jóhann Jakobsson, Haraldur Haraldsson og Guðjón Guðjónsson en í þeirra stað eru komnir snjallir leikmenn eins og Hafþór Kol- beinsson, Njáll Eiðsson, Mark Duffield, Bjarni Jóhannsson, Birkir Kristinsson og þjálfarinn Gústaf Baldvinsson sem mun leika með liðinu, en hann hefur reyndar átt í slæmum meiðslum að undanförnu. „Ef við verðum ekki fyrir óhöppum varðandi meiðsli leikmanna og að þeir lendi mikið í keppnisbönnum vonast ég eftir góðum árangri,“ sagði Stefán Gunnlaugsson. „Við erum hins vegar með mjög ungt lið, meðal- aldur rétt yfir 20 ár og við erum með yngsta þjálfarann sem hefur þjálfað í 1. deild. Ég geri mér góðar vonir varðandi þessa ungu menn í sumar.“ - Hvað um fjármálin? „Rekstarkostnaður knatt- Jónas Rúbertsson. Bjami Sveinbjörns- Nói Bjömsson. son. Sigurður Pálsson. Óskar Gunnarsson. Guðjón Guðmunds- son. Einar Áskclsson. Aðalbjom sigraði Einn af unglingum Golfklúbbs Akureyrar varð sigurvegari í „flaggakeppninni" sem háð var hjá klúhbnum um b.elgina. Þá léku menn mcð fullri forgjöf og var tak- markið að komast scm lengst. Aöalbjöm komst alla leið á 211. holu og sló þar 2 högg. í öðru sæti varð Italdvin Ólafsson „getrauna- konungur" scm luuk við 19. holuna (!) og í þriðja sæti hafnaði Þórhallur Pálsson scm endaði incð sinu kúlu 5 cm frá 19. holunni. Næsta mót hjá GA er uin'næstu hclgi, kl. 10 á laugardug og er það „snærisleikur“. Kári krækti í silfrið Hinrik með tvö mörk Kári Elíson kraftlyftingamaður úr KA varð annar í sínum þyngdarflokki á Evrópumeist- aramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Fredrikstad í Noregi um helgina. Kári lyfti samtals 622.5 kg og var því aðeins 20 kg frá Evrópumeist- aratitli. Það var breska „minitröllið“ Eddie Pengele sem sigraði í 67.5 kg flokknum. Pengele lyfti 250 kg í hnébeygju, 142.5 í bekkpressu og 250 kg í réttstöðulyftu. Kári lyfti 220 kg í hnébeygju, en í þeirri grein gengur hann ekki heill til skógar vegna meiðsla sem hann varð fyrir á heimsmeistara- mótinu sl. haust. Kári lyfti svo 152.5 kg í bekkpressu og undir- strikaði að hann er líklega besti bekkpressumaður í Evrópu í dag í sínum flokki. í síðustu grein- inni, réttstöðulyftu fór Kári upp með 250 kg og átti mjög góða til- raun við 255 kg. Sú lyfta var dæmd ógild eftir að „kötturinn“ var kominn með hana upp. Pengele sigraði því með 642.5 kg - á best yfir 700 kg. Kári varð því annar og Keys þriðji með 617.5 kg. Á þessum úrslitum er ljóst að ef allt hefði gengið 100% upp hjá Kára þá hefði hann átt mjög góða möguleika f Pengele að þessu sinni.-ESE. KA sigraði Tindastól frá Sauð- árkróki í æfíngaleik liðanna sem Ieikinn var á KA-velli sl. fimmtudagskvöld með fjórum mörkum gegn einu. Tindastóll náði forustunni í fyrri hálfleik með marki Sigur- finns Sigurjónssonar, en Stein- grímur Birgisson jafnaði metin og staðan í hálfleik var 1:1. Lengi framan af síðari hálfleik var staðan óbreytt, eða allt til þess að Hinrik Þórhallsson fann leiðina í mark Tindastóls og skor- aði tvívegis á sömu mfnútunni. Mark Duffield átti svo síðasta orðið og skoraði fjórða mark KA rétt fyrir leikslok. RUSLATUNNUR Til notkunar innandyra í fyrirtækjum, viourkenndar af eldvamareftirliti. Vélsmiðjan ODDI h.f. kynnir nú nýja gerð af ruslatunnum til notkunar innandyra í fyrirtækjum og stofnunum. Tunnurnar eru framleiddar úr galvanhúðuðum stálplötum í 2 stærðum passandi fyrir staðlaða ruslapoka. Tunnurnar eru með loftþéttu loki og slökknar því eldur sem kann.að leynast í tunn- unni þegar henni er lokað. í reglugerð um brunavarnir og brunamál eru eftirfarandi ákvæðl: Ekki má geyma umbúðir, efnisafganga eða annað rusl á lóðum eða inni í húsum þannlg að eldhætta geti stafað af. Allt slíkt skal flytja burt daglega, eða geyma (lokuðum ílátum úr járnl. Höfum á lager eftirfarandi stærðir: 200 Itr. tunnur þvermál 570mm hæð 850mm 80 Itr. tunnur þvermál 410mm hæð 600mm VELSMIÐJAN 0DDI HF ■ Akureyri, sími 96-21244

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.