Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 14.05.1984, Blaðsíða 12
EIRRÖR -TENGI # I SMURKOPPAR Skl í Þorstcinn Gunnarsson afhcndir Sunnu viðurkenninguna. Mynd: ESE. Minningarsjóður Stefaníu Guðmundsdóttur: Sunna Borg fékk styrkinn Sunna Borg lcikari hlaut á föstudagskvöld viðurkenningu úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur, leikkonu. Það var Þorsteinn Gunnars- son, varaformaður sjóðsstjórn- ar sem aflienti Sunnu viður- kenninguna, styrk að upphæð 60 þúsund krónur. Viðurkenningin var afhent að lokinni sýningu á Kardimommu- bænum þar sem Sunna fer með hlutverk Soffíu frænku. í ræðu sinni sagði Þorsteinn Gunnarsson að auk þess sem hér vær persónuleg viðurkenning tii leikkonunnar þa mætti Leikfeiag Akureyrar líta á þetta sem viður- kenningu fyrir þróttmikið starl undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem leikari utan Reykjavík- ur hlýtur viðurkenningu úr minn- ingarsjóði frú Stefaníu, en svo skemmtilega vill til að Sunna Borg er barnabarn hennar. - ESE. Ungverjalandsfararnir ásamt Verði Traustasyni, lögreglumanni, sem hefur umsjón með umferðarfræðslunni á Ak- ureyri. Mynd: ESE. Keppa á reiðhjólum í Ungverjalandi Tveir ungir piltar frá Akureyri, þeir Sveinbjörn Jóhannesson og Haukur Hauksson, báðir úr Gagnfræðaskóla Akureyrar halda nú í vikunni til Búdapest í Ungverjalandi þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri reið- hjólakeppni. Þeir Sveinbjörn og Haukur sigruðu í íslandsmótinu í reið- hjólalistum í 12 ára aldursflokki í fyrra og munu því verja heiður íslands á þessu móti sem hefst 17. maí. Auk þeirra munu tveir vél- hjólapiltar úr Reykjavík taka þátt í þessu móti. Hjálpræðisherinn á Akureyri Haldið upp á 80 ára afmælið Hjálpræðisherinn á Akureyri er 80 ára um þessar mundir. „Herinn“ hefur svo sannarlega sett svip á bæjarlífið þessi 80 ár og í tilefni af afmælinu verður haldin sérstök afmælishátíð dagana 18.-20. maí. 1 því sambandi koma margir gestir til Akureyrar og meðal þeirra eru kommandör Karsten Anker Solhaug sem í mörg ár hefur starfað hér á íslandi og meðal annars sem herprestur á stríðsárunum. Brigadérarnir Óskar og Ingibjörg koma og frá Englandi kemur Peter Cook rit- stjóri blaðsins „All the World“. Hann ætlar að skrifa grein um flokkinn, bæinn og landið. Sjálf- sagðir gestir eru einnig deildar- stjórinn fyrir ísland kapteinn Daníel Óskarsson og kona hans Anne Gurine. Margir Akureyringar hafa gegnum árin haft samband við „Herinn“ og býst kapteinninn á Akureyri við að margir þeirra láti sjá sig á afmælisfundinum sem verður á föstudagskvöldið kl. 20.30. Um þessa helgi verður Herinn einnig með útvarpsmessu og verður henni útvarpað beint frá hersalnum að Hvannavöllum 10. Hart er barist um laxinn í Vatnsdalsá — Þrjú tilboð bárust áður en ákveðið var að bjóða ána út - Það var tekin sú ákvörð- um að bjóða ána út og það verður gert núna einhvern næstu daga, sagði Olafur Magnússon á Sveinsstöðum, formaður veiðifélags Vatns- dalsár er við slógum á þráðinn til hans og spurðum hvort búið væri að leigja ána fyrir sumarið 1985 en núgildandi leigusamn- ingur rennur út eftir þetta sumar. Að sögn Ólafs þá höfðu tvö til- boð borist í ána er aðalfundur veiðifélagsins var haldinn í lok mars. Annað var frá Lýði Björns- syni og Sverri Sigfússyni fyrir hönd Heklubræðra en hitt tilboð- ið var frá Val Arnþórssyni, Hjalta Pálssyni og fleiri aðilum. Bæði tilboðin á fimmtu milljón króna en tilboð þeirra síðar- nefndu þó hærra. Á aðalfundinum var tekin ákvörðun um að taka þriggja vikna frest til þess að kanna þessi tilboð og bera þau saman en áður en það hafði verið gert, barst þriðja tilboðið frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem bauð svipað og hærra tilboð- ið hljóðaði upp á. - Þegar þetta tilboð kom þá sáum við okkur ekki annað fært en að bjóða ána út og útboðs- gögnin verða send út nú á næst- unni, sagði Ólafur Magnússon. Þess má geta að silungasvæði Vatnsdalsár, þ.e. fyrsta og þriðja svæði verður einnig boðið út um leið en leigutakar nú eru synir Ingvars Helgasonar í Reykjavík. - ESE Samkvæmt upplýsingum Veöurstofunnar í morg- un verður norð-austan- átt á Norðurlandi næstu daga. Það mun kólna talsvert og slydduél verða, a.m.k. á annesj- um. Veðurfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Dag í morg- un að ekki væri annað að sjá en þetta veður héldist alveg framundir helgi. # Eftir hverju er farið? Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að framund- an eru Olympíuleikar, og verða þeir háðir í Lós Ang- eles í sumar. - Nú er búið að velja 8 íslenska keppendur á leikana og eru það frjáls- íþróttamenn, sundmenn og júdómenn. Er óhætt að segja að valið á fólkinu hafi komið mönnum á óvart. Því hefur nefnilega verið haldið fram, a.m.k. varðandi lyftingamenn að þeir einir eigi að fara á leikana sem geta verið þar um miðjan hóp keppenda, ár- no \h angurslega séð. Það hefur hins vegar ekki verið vanlnn hjá sundfólki okkar á Olymp- íuleikum til þessa. Þeir hafa nær undantekningarlaust orðið langsíðastir ( sínum riðlum í forkeppni og hefur legið við að nota þyrfti daga- tal á þá en ekki skeiðklukku eins og aðra keppendur. # Erkifjendur mætast Sagt er að mikill viðbúnaður sé í höfuðstöðvum KA og Þórs þessa dagana, enda §ÉG5r mætast þessi lið í 1. umferð 1. deildar ( knattspyrnu á laugardag. Eins og jafnan þegar þessi lið eígast við verður ekkert gefið eftir, og heyrst hefur að á áhorfenda- pöllunum verði heldur ekki slegið slöku við af áhangend- um liðanna. # Fluguveiði á Drottningar- braut Mikill fjöldi stangveiðimanna var að veiðum á Drottning- arbrautinni um helgina. Veiddu menn báðum megin götunnar, bæði í sjónum og í tjörninni vestan við götuna. í þessum hópi voru nokkrlr sem sveifluðu flugustöngum sínum af mikilli færni og voru flugur þeirra á fleygiferð yfir bílunum sem óku þar um. Ekki er vitað um veiði hjá þessum köppum, og heldur ekki hvort einhver var svo óheppinn að krækja í bíl. En óneitanlega er þetta dálítið skemmtilegt og ætli það kæmi ekki undrunarsvipur á þann veiðimann sem krækti í vörubíl á 70 km hraða?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.