Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -16. maí 1984 Norðurland: 2.500 ölvaðir öku- menn teknir W" Á árunum 1974 til 1983 voru 2479 ökumenn á Norðurlandi kærðir fyrir ölvun við akstur og misstu flestir þessara öku- manna ökuleyfið um lengri eða skemmri tíma. Þessi fjöldi samsvarar því að allir öku- menn í Húnavatnssýslum eða Skagafjarðarsýslu hefðu misst ökuleylið. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarráði þá voru samtals 24.194 ökumenn á landinu öllu kærðir fyrir ölvun við akstur á umræddu tíu ára tímabili en það lætur nærri að hér sé um að ræða 10% allra mannsbarna á landinu. Hlutfallið er mun hærra ef miðað er við þá sem hafa ökuleyfi en samkvæmt upplýsingum Umferð- arráðs þá voru gefin út 166.412 ökuskírteini frá upphafi fram til ársloka 1983. Þegar haft er í huga að stór hluti þessara ökuskírtein- ishafa er látinn þá er ekki óeðli- legt að ætla að um fimmti hver ökuleyfishafi á landinu hafi misst ökuleyfið eða verið kærður fyrir ölvunarakstur á umræddu tíu ára tímabili. Ef einungis er litið á Norður- land og kærur um ölvunarakstur teknar fyrir fyrst, þá kemur í ljós að 239 ökumenn sættu kærum vegna ölvunaraksturs í Húna- vatnssýslum á umræddu tímabili, 287 í Skagafjarðarsýslu og á Sauðárkróki, 112 á Siglufirði, 87 á Ólafsfirði, 1319 á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu og 435 á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum. Samtals eru þetta 2479 ökumenn. Ef litið er á fjölda útgefinna ökuskírteina á sömu stöðum frá upphafi kemur í ljós að fjöldinn í Húnavatnssýslum er 2412, á Sauðárkróki og í Skagafjarðar- sýslu 2370, á Siglufirði 1937, á Ólafsfirði 454, á Akureyri og fyr- ir Eyjafjarðarsýslu 16.228 og á Húsavík og í Þingeyjarsýslum 4281. Samtals eru þetta 27.682 ökuskírteini frá upphafi og fram til ársloka 1983. - ESE. Sveitafundur í Skriðuhreppi: Byggingu ál- vers í Eyja- firði mótmælt Á almennum sveitarfundi, sem haldinn var í Skriðuhreppi 21.04 1984 var samþykkt eftir- farandi ályktun. „Almennur sveitarfundur í Skriðuhreppi, haldinn 21. apríl 1984 lýsir yfir eindreginni and- stöðu sinni gegn byggingu álvers við Eyjafjörð. Mengunarhætta frá álveri er óumdeilanleg, hve mikil hún kann að verða getur enginn sagt með vissu í dag. Áhættan er of mikil. Eins og áður hefur komið fram í umræðum um atvinnumál eru margir möguleik- ar til að auka atvinnu og fram- leiðslu við Eyjafjörð, t.d. má nefna rafeindaiðnað, lífefnaiðn- að, fóðurvinnslu úr innlendum fóðurefnum fyrir fiskirækt, loð- dýrarækt og annað skepnuhald í landinu. Fleira mætti telja sem ekki veldur rnengun." Slökkviliðið á Akureyri hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega slökkvi- bifreið af gerðinni M.A.N. 26.321 DF. Bifreiðin var yfírbyggð í Danmörku og er með 10 þúsund lítra vatnstank, 600 lítra froðutank, 4 áhaldaskápa, 2 háþrýstislöngukerfi, 10 metra sundurdreginn álstiga, vatns- og froðubyssu sem er staðsett á yfirbyggingunni og dælu sem afkastar yfir 3 þúsund lítrum á mínútu. Bifreiðin er ein stærsta og fullkomnasta á landinu, hún er hin vandaðasta að allri gerð og vel útbúin slökkvi- og björgunartækjum. - Mynd: KGA. Sýning í Amtsbókasafninu varðandi alþjóðatungumálið esperanto: „Eg lærði esperanto af einskærri forvitni“ segir Steinunn S. Sigurðardóttir formaður félags esperantista Nú stendur yfir á Amtsbókasafn- inu á Akureyri sýning varðandi alþjóðatungumálið esperanto. Þar eru til sýnis á þriðja hundrað eintök af bókum og tímaritum, og auk þess nokkur stykki af tal- og hljómplötum og snældum með talmálinu. Sýningin stendur fram til 18. maí. Þessi sama sýning var á bókasafni Menntaskólans á Ak- ureyri í nokkurn tíma nú fyrir páskana. Dagur sætti lagi þegar hópur úr félagi esperantista var á sýning- arstað og tók formann félagsins, Steinunni S. Sigurðardóttur tali. - Hvað er til sýnis hér, Stein- unn? „Það munu vera á þriðja hundrað bækur, og einnig eintök af mares konar tímaritum sem Hópur esperantista á sýningunni í esperantistar gefa út her og þar. Sum þessara tímarita eru á veg- um Esperantohreyfingarinnar sjálfrar en önnur á vegum stað- bundinna samtaka esperantista, og enn önnur eru málgögn ákveðinna fagfélaga eða áhugamannahópa meðal esper- antista. Bækurnar munu flestar flokk- ast undir bókmenntaverk af ýmsu tagi en nokkrar verða að teljast fræðibækur. Þær eru ýmist frum- samdar eða þýddar og eru þýð- ingar á mörgum frægum verkum heimsbókmenntanna talsvert áberandi á sýningunni. Þessar þýðingar taka af öll tvímæli um það að sem bókmenntamál er esperanto ekki síður nothæft en þjóðtungurnar. Það er skoðun Am tsbókasafninu. þeirra sem lært hafa esperanto að það standi þjóðtungunum framar að þessu leyti.“ - Þú munt hafa kennt esper- anto, á vegum hverra hefur það verið kennt? „Esperanto hefir verið kennt á vegum Námsflokka Akureyrar og einnig á vegum félags okkar, Norda Stelo, en ég hefi einkum kennt það í Menntaskólanum. Þar kenndi ég í þrjá vetur, bæði í byrjendaflokki og framhalds- flokki. Þó að aðsóknin í vaigrein- ina esperanto sé ekki ætíð mikil er eftirtektarvert að þeir nem- endur sem lögðu stund á það stóðu sig mjög vel og sýndu mik- inn áhuga. Það dregur hins vegar úr aðsókninni að fólk sér ekki að það hafi beint gagn eða gróða af Mynd: KGA. því að kunna það. Mismunandi aðferðir eru not- aðar við kennsluna, t.d. svokall- aða „beina aðferðin“ en hún felst í því að kenna málið eingöngu á esperanto, útskýra málfræðina á esperanto o.s.frv. Þá er eldri að- ferðin að lesa textann á esper- anto og þýða síðan yfir á ís- Iensku.“ - Hvaða aðferð notar þú? „Ég nota beinu aðferðina í verulegum mæli. Ég byrja á því að tala við nemendur á málinu strax í fyrstu kennslustund og legg áherslu á að þeir læri fljótt að tjá sig þó að orðaforðinn sé ekki orðinn mikill." - Hvers vegna fórst þú að læra esperanto? „Af einskærri forvitni og ég hef aldrei séð eftir því. Ég tók esper- anto sem valgrein til stúdents- prófs (1980) og mér fannst það skemmtilegt mál, málfræðin svo rökrétt og engar undantekningar. Síðan hefi ég farið þrjú sumur á kennaranámskeið í esperanto til Búlgaríu, Belgíu og Frakklands." - Nú ert þú formaður félags ykkar, Norda Stelo. Er eitthvert félagslíf hjá ykkur? „Já, já, við reynum að hittast vikulega og lesum þá saman ein- hverjar góðar bókmenntir á esperanto eða höfum kennslu- stundir með nýjum félögum. Við héldum árshátíð í desem- ber á afmæli Zamenhofs (1859- 1917) höfundar málsins. Nú erum við að ráðgera sumarfagnað upp úr miðjum maí. Einnig erum við að spá í sumarmót á Hallorms- stað fyrir esperantista af öllu landinu.“ - Talið þið saman á esper- anto? „Já, talsvert. Við erum ca. 5 hér í bæ sem notum tækifærið á fundum okkar til að ræða saman á málinu. Þess utan tölum við oft saman á málinu í síma eða þegar við hittumst tvö eða fleiri af til- viljun." - Líkist esperanto einu máli öðru fremur? „Orðstofnar málsins eru í miklum mæli sóttir til latínunnar, og að þessu leyti svipar málinu mjög til rómanskra mála. Mál- fræði þess er hins vegar úr ýms- um áttum eða frumsmíð höfund- ar, sem lagði höfuðáhersluna á að hún yrði einföld og án undan- tekninga." - Hvaða gagn hefur þú haft af esperanto? „Ég veit ekki hvort þú telur ánægju þá sem ég hef haft af ástundun málsins til gagnsemi, en ég vil nefna að Esperantohreyf- ingin hefur byggt upp net fulltrúa sem nær um allan heim. Ég gæti ferðast hvert sem er með aðstoð þess en að sjálfsögðu er það nauðsynlegt að skipuleggja ferð- ina áður og hafa bréfa- eða síma- samband við þessa menn. Ég hef notað mér þetta innan Evrópu, austan og vestan tjalds. Ég tel að þetta sýni vel hvílík fyrirheit esperanto gefur ef það aðeins næði meiri útbreiðslu. Mér finnst ómaksins vert að stuðla að því að svo verði.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.