Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-16. maí 1984 Samvinnuskólinn Bifröst skóli fyrir þig? UMSÓKNARFRESTUR 10. mars - 10. júní. Umsókn sendist til skólastjóra Samvinnuskólans Bifröst - 311 Borgarnes. Kápur- Kápur! Vorum að taka upp sumarkápur í miklu úrvali frá Eurocoat og Jensen Coat Búsáhöld - Gjafavara Erum að taka upp úrval af búsáhöldum og gjafavöru. Járn- og glervörudeild. ÍMtÓTTIR _______ Hvað segja forráða- menn 1. deildarliða? Félögin sem leika í 1. deild knattspyrnunnar í sumar héldu sameiginiegan blaðamanna- fund í Reykjavík í gær. Þar mættu helstu forsvarsmenn fé- laganna, þjálfarar og fyrirlið- ar, auk formanns dómara- nefndar, mótanefndar og framkvæmdastjóri knatt- spyrnusambandsins. Forsvarsmenn félaganna héldu smá tölu í upphafi fundarins og lýstu skoðunum sínum á fram- gangi sinna liða í sumar. Guðmundur Sigurbjörnsson Þór Akureyri ítrekaði það sem hann hefur sagt í viðtali við Dag að hann væri bjartsýnn á sumarið fyrir hönd sinna manna, og Þórs- arar ætluðu sér að verða í efri kantinum á úrslitatöflunni þegar upp væri staðið. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks sagði að hann væri trúaður á árangur sinna manna í sumar og Breiðablik yrði í topp- baráttunni. Hörður Hilmarsson Valsmað- ur sagði að Valur tefldi fram mjög breyttum hópi frá í fyrra. Níu leikmenn væru hættir hjá Val síðan þá, en inn í liðið væru komnir ungir piltar. Hann sagðist eiga von á jöfnu móti. Hjá fulltrúa ÍBK kom fram að þeir hafa misst 5 leikmenn frá í fyrra en fengið 4 í staðinn og væru það leikmenn sem hefðu leikið áður með liðinu að mestu. Formaður knattspyrnudeildar Þróttar sagði að Þróttur væri með sama kjarna og í fyrra og hefði fengið 4 nýja leikmenn. Þeim hefði gengið illa að skora mörk það sem af væri sumri en vonandi stæði það allt til bóta. Stefán Gunnlaugsson formað- ur knattspyrnudeildar KA sagði að KA hefði misst menn síðan í fyrra og fengið menn í staðinn og það væri ekkert óeðlilegt við það. Stefán gerði að umræðuefni óvenjugóð æfingaskilyrði á Ak- ureyri á þessu vori og sagði að ef árangur Akureyrarliðanna yrði slakur væri ekki hægt að afsaka hann með slakri aðstöðu í vor eins og oft hefði verið hægt áður ef áhugi hefði verið fyrir hendi. Fulltrúi KR sagði að KR-ingar hefðu einsett sér að vera duglegri við markaskorun en í fyrra og í Reykjavíkurmótinu hefðu þeir skorað flest mörk allra liðanna. Jóhannes Atlason þjálfari Fram sagðist vera orðinn þreytt- ur.á þessu unglingatali varðandi Fram. í liðinu væru fullorðnir menn og þeir yrðu að standa sig í bardaganum í 1. deild eins og aðrir. Hörður Helgason þjálfari ís- landsmeistara Akraness sagði að markmið sinna manna væri að leika skemmtilega knattspyrnu fyrir áhorfendur og að sjálfsögðu að sigra. „Snærisleikur“ í golfinu Næsta golfmót hjá Golfklúbbi Akureyrar er „snærisleikur“ og hefst sú keppni kl. 10 á laugardagsmorgun. Keppnisfyrirkomulag er þann- ig að allir fá hálfa forgjöf. Sá sem er með forgjöf 24 fær þannig 12 metra af snæri í forgjöf og sá sem er með forgjöf 15 fær 7,5 metra. Þessa forgjöf geta keppendur síð- an notað eins og þeim sýnist. Ef einhver er t.d. með sína kúlu 10 cm frá holu getur hann fært kúl- una niður í holuna og klippir hann þá 10 cm af snæri sínu. Þá telst þessi „færsla“ á kúlunni ekki sem högg. Frá og með 15. maí 1984 verður skrifstofa okkar opin frá kl. 9.00-11.30 og 13.00-16.00. W NTX GMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð 12 Sími21844. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga Frá og með 19. maí nk. hættir Kaupfélag Eyfirð- inga rekstri á matvörubúð félagsins í Kaupangi. Af því tilefni vill félagið þakka þeim fjölmörgu við- skiptavinum samstarfið við kjörbúðina á liðnum árum. Kaupfélag Eyfirðinga. UTBOÐ Vatnsveita Akureyrar leitar eftir tilboði í að byggja úr steinsteypu eftirtaldar byggingar. Mannvirkin eiga að standa við vatnsból Vatnsveitunnar á Vaglaeyrum. Teikningar eru gerðar á Teiknistofunni sf, Glerárgötu 34, og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, Gler- árgötu 36. 1. Tilboð í að byggja vatnsgeymi. Áfast við geyminn, tengihús fyrir lagnir og stjórnbúnað. 2. Tilboð í að byggja fimm smáhús yfir borholur og tengihús yfir rafbúnað og stjórnbúnað. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu Vatnsveitunnar að Rangárvöllum, þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 11. f.h. gegn kr. 2.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 11 f.h. Vatnsveita Akureyrar. Garðyrkjustöðin á Grísará d ° Sími 96-31129. Blóma- og matjurtaplöntur í fjölbreyttu úrvali. Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 8-12 og 13-18.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.