Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 1
FRETTIR - blað Knattspyrnudeildar adidas^ Leikir 1. deild 20. maí: Akureyri ............KA-Þór 23, maí: Keflavík.......... ÍBK-KA 26. inuí: Akureyri .... KA-Víkingur 3. júní: Reykjavík ...... Valur-KA 8. jímí: Akureyri ........... KA-KR 13. júní: Akureyri ............ KA-ÍA 16. júní: Akureyri .... KA-Þróttur 22. jiíní: Akureyri......... KA-UBK I. júlí: Reykjavík ....... Fram-KA 8. júlí: Akureyri ........... Þór-KA II. júli: Akureyri.......... KA-ÍBK 22. júlí: Reykjavík .. Víkingur-KA 27.JÚ1Í: Akureyri ........ KA-Valur 15. ágúst: Reykjavík......... KR-KA 18. ágúst: Akranes............ ÍA-KA 31. ágúst: Reykjavík...... Þróttur-KA 7. sept.: Kópavogur ...... UBK-KA 15. sept.: Akureyri......... KA-Fram Hvetjum KA til sigurs Það Iielur verið lial( á orði að íþróttamenn á Akureyri sem leika í flókkaíþróttum fái ekki jafnmikla hvatningu í heima- leikjum sínum og vera ætti. Ef- laust er nokkuð til í þessu, enda ekki óalgengt að Akur- eyrarliðin nái jafngóðum ef ekki betri árangri á útivelli. Knattspyrnulið KA hefur ekki fengið þá hvatningu á heimavelli sem liðið þarfnast til þess að heimavöllurinn sé það sem hann virkilega á að vera. Það munar um áhorfendur sem láta í sér heyra, ekki síst þegar á móti blæs. Nú er tækifærið KA-menn góðir til þess að breyta þessu. Sú breyting getur gengið í gildi strax um næstu helgi þegar „erkifjend- urnir" úr Þór verða andstæðingar okkar manna í fyrsta leiknum í 1. deildinni. Stöndum saman sem einn maður, hvetjum KA til sig- urs í leikjum sumarsins og mun- um að liðið þarf á stuðningi að halda í hinni hörðu keppni sem framundan er. Áfram KA! 1. deildarlið KA í knattspyrnu 1984. Aftari röð f.v.: Stefán Olafsson, Hinrik Þórhallsson, Bjarni Jónsson, Þórarinn Þórhallsson, Steingrímur Birgisson, Asbjörn Bjórnsson, Erlingur Kristjánsson, Mark Duffield, Hafþór Kolbeinsson, Bjarni Jóhannsson, Steinþór Þórarinsson aðst.þjálfari, Gústaf Baldvinsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Njáll Eiðsson fyrirliði, Ormar Örlygsson, Bergþór Asgrímsson, Þorvaldur Jónsson, Birkir Kristinsson, Þorvaldur Orlygsson, Tómas Lárus Vilbergsson og Friðfinnur Hermannsson. Njáll Eiðsson fyrirliði KA: „Markviss undir- búningur hjá okkur" „Mér finnst undirbúningur KA-Iiösins fyrir keppnistíma- bilið hafa verið mjög góður og skynsamlegur. Það hefur verið góður stígandi í þessu, við vor- um í lyftingum og útihlaupum og síðan hefur hvað tekið við af öðru. Þetta hefur ekki bara verið skynsamlegur undirbún- ingur, heldur einnig skemmti- 5. flokkur KA - hverjir eru bestir? - Þjálfari er Njáll Eiðsson. „Ætlum okkur í úrslitin" - segir Kristján Hreinsson í 5. flokki „Jú, blessaður vertu, maður er í fótbolta allau daginn," sagði Kristján Hreinsson í 5. flokki KA þegar við spurðum hann hvort fótboltinn tæki mikinn tíma hjá honum. Við króuðum Kristján af á einni æfingu 5. flokks og spurð- um hann hvernig sumarið legðist í hann. „Mjög vel. Það hafa komið nokkrir góðir strákar upp úr 6. flokki og í sumar ætlum við okk- ur að komast í úrslitin. Við misst- ium af þeim í fyrra, urðum að vinna Þór til að komast í úrslit en gerðum bara jafntefli. Þetta verður betra í sumar enda mikill áhugi og góður þjálfari sem er Njáll Eiðsson." legasti undirbúningur l'yrir keppnistíniabil sem ég hef tek- ið þátt í. Þetta hefur verið mjög fjölbreytt og markvisst." - Þetta sagði Njáll Eiðsson er við ræddum við hann, en Njáll verður fyrirliði KA-liðsins í 1. deild í sumar. Hann er Austfirð- ingur, fæddur í Borgarfirði eystra og „algjör sveitamaður" eins og hann segir sjálfur. Ekki er hann að fara í fyrsta skipti í búning KA, því árið 1979 lék hann ein- mitt með liðinu. - Nú voru menn að grínast með það í vor að það væru svo margir nýir leikmenn með KA að þeir þyrftu að hafa nafnspjöld á æfingum til að vita hver væri hver. „Ég vil meina að það séu önnur lið sem hafa fengið fleiri nýja leikmenn, lið eins og Breiðablik og ÍBK. Því er hins vegar ekki að neita að KA missti 5 menn frá í fyrra og 7 eru komn- ir í staöinn. KA þurfti auðvitað að fá menn í stað þeirra fimm sem fóru, það er ljóst." - Og eru menn farnir að ná vel saman? „Ferðin til Englands hafði auð- vitað mjög mikið að segja, menn kynntust og andinn í hópnum er mjög góður. Það tekur hins vegar lengri tíma fyrir menn að læra nákvæmlega hver á annan inni á vellinum. Þá hefur það ekki verið til þess að auðvelda málið að þrír úr hópnum hafa verið í námi fyrir sunnan, Birkir, Ormar og Ás- björn og Bjarni Jóhannsson er nýkominn norður." - Hvernig lítur þá dæmið út, hvernig verður þetta mót í sumar? „Ég hef trú á því að þetta verði ákaflega jöfn keppni eins og var í fyrra. Mér sýnist á vorleikjun- um að liðin séu mjög álíka að getu og það er ekki fjarri lagi að álíta að það lið sem hittir á betri dag en hitt í það og það skiptið muni sigra. Skagamenn hljóta að verða sterkir, með sama lið og í fyrra, og KR hefur nær óbreytt lið. Hólmbert þjálfari KR hefur alltaf náð árangri." - Og nú er þriggja stiga reglan tekin upp, og jafnteflin verða þá sennilega ekki eins vinsæl og hjá sumum í fyrra, t.d. KR. „Það hefur nú komið í ljós að ef þessi regla hefði verið notuð í fyrra hefði hún engu breytt um röð liða í 1. deild öðru en því að Víkingur hefði fallið." - Sumarið í fyrra fór fyrir lítið hjá þér með Val. „Já það má segja það, ég náði ekki nema 8 leikjum. Ég kinn- beinsbrotnaði fyrst og síðan fór öxlin á sama hátt þannig að þetta varð slakt sumar hjá mér." - En nú ert þú klár í slaginn gegn Þór á sunnudag, hvað segir þú um þann leik? „Ég vona að leikur liðanna á dögunum gefi ekki rétta mynd af því sem koma skal hjá liðunum, því hann var lélegur. Ég tel að þessi lið séu mjög áþekk að styrk- leika og að þessi leikur getur far- ið á hvaða veg sem er. En það ætti örugglega að vera hægt að lofa spennandi viðureign og við KA-menn munum gera allt sem við getum til að byrja mótið með sigri," sagði Njáll.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.