Dagur - 16.05.1984, Síða 2

Dagur - 16.05.1984, Síða 2
4. flokkur KA ásamt Gunnari Gunnarssyni þjálfara. „Þessi hópur lofar góðu“ - segir Gunnar Gunnarsson þjálfari 4. flokks „Ég get ekki sagt annað en að það býr margt í þessum hópi og hann lofar góóu fyrir sumarið,“ sagði Gunnar Gunnarsson, en hann þjálfar 4. Ilokk KA í sumar. Gunnar sagði að flestir pill- anna í 4. flokki væru a fyrra ári, og vissulega væri það ckki það allra besta. Hann sagði hins vcg- ar að strákarnir væru mjög áhugasamir og lcgðu sig alla fram við það scm þcir væru að gcra og því væri cngin ástæða til svart- sym. Betri kaup Nýjar sumarvörur Nýjar innréttingar í fatadeild fullar af nýjum sumarvörum. Tískusýningar fimmtudag og föstudag kl. 4.30 í búðinni. Leikhorn og fleira fyrir börnin HAGKAUP Akureyri Englandi KAí Það var síðastliðið haust sem Gústaf Baldvinsson, þá nýráð- inn þjálfari m.fl. K.A., nefndi það á fundi með leikmönnum og stjórn að mikilvægt væri að komast erlendis í æfingabúðir að vori komandi. Ástæðan var þríþætt. í fyrsta lagi að komast á gott æfingasvæði langt frá öllu stressi hér heima og geta æft stíft þann tíma sem dvalið yrði. í öðru lagi, að reyna að fá 2-3 æfingaleiki, og í þriðja lagi var það mikilvægasta hlið- in þ.e. „mórallinn“. K.A. tefl- ir fram nokkrum nýjum leik- mönnum í sumar og var þetta besta leiðin fyrir strákana að kynnast. Ákveðið var aö fara í æfinga- búöir sem heita Eurosport Will- age og eru staðsettar rétt fyrir utan Ipswich. Þetta er gamalt æf- ingasvæði breska hersins og er verið að taka allt svæðið í gegn. Þarna eru 6 æfingasalir, sund- laug, einir 10 æfingavellir og mjög þokkalegar vistarverur. Sá sem skipulagði ferðina fyrir okkur heitir Peter Reeves og er hann stjórnarmaður í Cambridge City. Hann tjáði okkur strax að það væri ekki alveg á hreinu með æfingaleiki því hann sagðist vera búinn að hafa samband við ein 30 félög sem flest höfðu áhuga á æf- ingaleik en sáu sér það ekki fært vegna stífra leikjaprógramma, þó var þaö á hreinu að við mynd- um leika við Cambridge City og Roystone Town. Cambridge er hálfatvinnumannalið og spilar utan deildar. Liðið hefur náð þokkalegum árangri í vetur og komst t.d. í undanúrslit í bikar- keppni þessara liða. Leikið var á mánudagskvöldi í flóðljósum á aðalleikvangi félagsins. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur á að horfa. Endaði hann með sigri Cambridge 4:2 og skoraði Ásbjörn Björnsson bæði mörkin. Eftir leikinn var okkur boðið í mat og voru móttökurnar mjög góðar. Á þriðjudaginn var haldið til Roystone, sem er lítill bær rétt fyrir utan London. Roy- stone Town er áhugamannalið og spilar það í 2. deild áhugamanna í Suður-Englandi. Liðið hefur ekki náð góðum árangri í vetur enda var leikurinn algjör ein- stefna á mark þeirra, þó svo að hann hafi endað með jafntefli 2:2. Þegar 7 mín. voru eftir var staðan 2:0 fyrir okkur og höfðum við þá klúðrað vítaspyrnu og mörgum dauðafærum, þá fengu þeir tvær sóknir og skoruðu úr þeim báðum. Þó Roystone Town sé ekki stór klúbbur eiga þeir mjög gott klúbbhús. Þetta er lok- aður klúbbur fyrir félagsmenn og gaf hann félaginu litlar 2.5 millj. kr. á síðasta ári, gott Umhugsun- arefni fyrir íþróttafélögin hér. Þriðji og síðasti leikurinn var síðan við Southend United. Framkvæmdastjóri þar er gamla kempan Bobby Moore. South- end United er í botnbaráttu 3. deildar og er iíklegt að þeir haidi sæti sínu þar. Leikinn unnum við 2:0 og skoruðu Ásbjörn og Hin- rik mörkin. Eftir leikinn bauð Bobby Moore okkur í mat á veit- ingastað félagsins en hann er staðsettur á aðalleikvangi félags- ins. Þar fengum við enn einu sinni frábærar móttökur og væri synd að segja að Bretinn kynni ekki að taka á móti hópum, slík- ar voru móttökurnar alls staðar er við komum. Á milli leikja var síðan æft tvisvar á dag á mjög góðum æfingavelli er okkur var úthlutað. Það var þreyttur en ánægður hópur K.A. manna sem kom til London á föstudagskvöld eftir erfiða en lærdómsríka dvöl í Eurosport Willage. í London dvöldum við í tvo daga og sáum m.a. leik Arsenal og Tottenham Hotspur á Higbury, og var stór- kostlegt að vera þarna innan um 48.000 áhorfendur og sjá frábær- an leik með tveim frábærum liðum. Þetta var annar leikurinn sem við sáum því við sáum Ips- wich og Nottingham Forest laug- ardaginn áður. Ég er alveg klár á því að allir sem fóru í þessa ferð höfðu mjög gott af henni og lærðu mikið af henni. Svona ferð tengir liðið mjög vel saman og hefur mikið að segja fyrir móralinn í liðinu. Mér finnst menn vilja leggja allt í sölurnar til að ná góðum árangri í sumar og með góðum liðsanda og mikilli baráttu þá tekst okkur það. Afram K.A. Veit ekki Þorvaldur „Þorri“ Jónsson að hann á að vera í markinu. Það var gaman i solinm. Lífíð er ekki bara púl og knattspyrna - Þarf að slappa af líka.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.