Dagur - 16.05.1984, Qupperneq 3

Dagur - 16.05.1984, Qupperneq 3
16. maí 1984 - DAGUR -15 „Getur verið að við komum á óvart í sumar“ - segir Kristján Einarsson í 3. flokki „Þetta verður erfitt hjá okkur í sumar, við erum nær allir á fyrra ári í 3. flokki, en það get- ur þó verið að við komum á óvart,“ sagði Kristján Einars- son í 3. flokki er við fengum stutt spjall við hann á æfingu hjá flokknum á KA-velli sl. fimmtudag. „Okkur gekk vel í fyrra, unn- um Þórsarana t.d. með 18:1 samtals í leikjum sumarsins en okkur tókst ekki að komast í úr- slit í íslandsmótinu vegna þess að við töpuðum fyrir Tindastóli." - Kristján sagði að það væru rúmlega 20 strákar sem æfðu með 3. flokki, en þjálfari er Tómas Lárus Vilbergsson. Hann sagði að KA gerði vel við þá strákana á allan hátt, það eina sem sér þætti athugunarvert væri hvort þeir gætu ekki fengið að æfa meira á grasi yfir sumarmánuð- ina. Strákarnir í 3. flokki ásamt þjálfara sínum. Erlingur Kristjánsson. 55 Það verður mikil pressa á okkur“ - segir Erlingur Kristjánsson, einn leikreyndasti maður KA-liðsins „Ég tel að KA-Iiðið sé tví- mælalaust sterkara en það var í fyrra, að vísu er liðið ekki með jafn reynda leikmenn og þá en ég held samt sem áður að við getum verið nokkuð bjart- sýnir svona í upphafi keppnis- tímabilsins.“ - Þetta sagði Erlingur Krist- jánsson er við ræddum við hann um íslandsmótið sem er fram- undan. Erlingur hóf að leika með meistaraflokki 1980, hafði að vísu verið varamaður árið áður, og má því segja að hann sé að hefja sitt 5. keppnistímabil í meistaraflokki. Aðeins einn leik- maður liðsins hefur verið lengur með, en það er Ásbjörn Björns- son sem hefur verið einu ári lengur. „Undirbúningur KA-liðsins hefur aldrei verið betri síðan ég kom inn í þetta,“ sagði Erlingur. „Menn verða hins vegar að gæta að því að KA teflir nú fram nýju liði og það verður mikil pressa á okkur. Ég tel að ef okkur gengur vel í byrjun sé full ástæða til bjartsýni, en vegna þess að mannskapurinn þekkist hugsan- lega ekki nógu vel getur þetta orðið erfitt ef við mætum mótlæti í byrjun. Okkur hefur gengið vel í æf- ingaleikjum, unnið Þór og Þrótt og gert jafntefli við KR og Þrótt. Það er að vísu ekki 100% að marka þessa æfingaleiki en ég tel að við getum hiklaust sett okkur það markmið að verða ekki neð- ar en í 4. sæti.“ - Hvað um leikinn gegn Þór á sunnudag? „Það er nú alltaf frekar leiðin- legt að spila gegn Þór. Ætli þetta verði ekki eins og aðrir leikir þessara liða, leikið af hörku og þetta getur sjálfsagt farið á hvorn veginn sem er. En það er víst að við munum selja okkur dýrt,“ sagði Erlingur. Heimsfrægu bfltækin frá Pioneer færðu hjá okknr T.d. KP-3230 KE-5230 Sjálfleitari á útvarpi. 18 stöðva minni. Electroniskt útvarp. „Loudness“. Upplýstir rofar. Sjálfvirk endurspilun Yerð kr. 14.840,- Margar gerðir af hátölurum T.d. TS-1690 90 Music vv Ath. Hjá okkur eru öll tæki og hátalarar uppsett og hægt að hlusta á mismun á milli tækja og hátalara. Sunnuhlíð 12, simi 25004

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.