Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 16.05.1984, Blaðsíða 4
- Rætt við Ragnar Sigtryggsson, fyrsta landsliðsmann Akureyrar í knattspyrnu Arið 1957 klæddist Akureyr- ingur í fyrsta skipti búningi íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu og lék gegn Belgum í Reykjavík. Þessi leikur var liður í forkeppni HM og lauk með 5:2 sigri Belganna eftir að ísland hafði komist í 2:0. Þessi Akureyringur sem um ræðir er Ragnar Sigtryggs- son, eða „Gógó" eins og hann mun jafnan hafa verið kallaður af félögum sínum á knattspy rnu vellinum. „Ég lék þarna með körlum eins og þeim Þórði Þórðarsyni, Þórði Jónssyni og Ríkharði Jónssyni frá Akranesi en ég man ekki að öllu leyti hvernig liðið var skipað. Ég var orðinn 32ja ára þegar þetta var og var elsti maður liðsins. Ég hafði æft með iandsliðinu 10 árum áður án þess að fá leik þá og var að segja við þá þarna fyrir sunnan að ef ég hefði átt heima í Reykjavík hefði ég sennilega verið búinn að fá landsleik fyrr en þetta. Það var að sjálfsögðu áfangi að fá að leika landsleik, en þessi leikur er mér að öðru leyti ekkert sér- staklega minnisstæður, margir leikir hérna heima gegn Þór eru ofar í minningunni." Ragnar lék í öllum flokkum KA og var 15 ára þegar hann lék fyrst í meistaraflokki, en jafnan Iék hann sem hægri inn- herji eins og það hét þá. „Ann- ars lék ég flestar stöður ein- hvern tíma nema í markinu, ég var of stuttur til þess að hægt væri að nota mig þar." - Er eitthvað sem er öðru RAÐHÚSÍBÚÐ **^Jt."ÍJÚ 3ja herb. raðhúsíbúð með bílskúr. 'fæ íbúðin selst fokheld og frágengin að utan. Afhendist sumarið '85 dinn -'•>£. L JLutur-hi,& MS'/QQ- Verð 1. apríl '84 ca. 1.225.000. byggir sf. Sigurður-Heimir. Uppl. gefa: Sig. Sig. í síma 24719, Heimir í síma 23956 og Stefán í síma 21717. fremur minnisstætt frá um 20 ára ferli í meistaraflokki? „Nei, ekkert sérstakt, ekki nema að vera í góðra vina hópi, þetta voru allt öndvegispiltar sem maður kynntist hvort sem þeir voru úr KA eða Þór. Það var oft hart barist gegn Þórsur- unum en það jafnaðist allt eftir að leikjunum lauk." - Hvað um þennan vinsæla samanburð á knattspyrnunni þá og nú? „Allar aðstæður í dag eru auðvitað margfalt betri en áður var, og það eru margir góðir einstaklingar í dag. Annars finnst mér vanta meiri tækni núna en harkan er þeim mun meiri. Og ég held að leikgleðin hafi verið meiri og það gerðist margt skemmtilegt." - Áttu ekki eina góða sögu handa okkur? „Ég veit það ekki. Jú, einu sinni vorum við saman í fram- línunni ég og Hermann bróðir minn ásamt fleirum og Her- mann var stærstur af okkur þótt hann hafi nú aldrei verið hár í loftinu frekar en ég. Við vorum eitthvað að kvarta yfir því að boltarnir serh við fengum fram til þess að vinna úr væru of háir og báðum þá að senda frekar jarðarbolta fram svo við gætum skallað þá. Það var oft mikill léttleiki í þessu og bar lítið á þunglyndi hjá mönnum." 'CGISÞ^ Bninabótafélag Mands AJlar tryggingar BT-húsinu Glerárgötu 24 Símar 23812 - 23445

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.