Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR- 18. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ftjálsi markaðurim Fasteignamarkaður hér á landi er eitthvert það furðulegasta fyrirbæri sem um getur. Frjáls- hyggjumenn hafa gjarnan tekið hann sem dæmi um það hvern- ig best fer á því að framboð og eftirspurn ráði verðlagi. Mark- aður með notaðar bifreiðar hefur einnig verið nefndur sem gott dæmi um ágæti stóraukins frelsis á öllum sviðum. Með gífurlegri lækkun verð- bólgunnar síðustu mánuði hefði fasteignamarkaðurinn átt að bregðast við með stórlækk- aðri útborgun fasteigna. En . það er nú öðru nær því sam- kvæmt upplýsingum Fast- eignamats ríkisins hefur út- borgunarhlutfall í íbúðum farið heldur hækkandi frá því sem það var á síðustu mánuðum fyrra árs. í síðasta ársfjórðungi 1983 var útborgun 75,8%, sem er svipað hlutfall og undanfarin ár. í febrúar á þessu ári var út- borgun í íbúðum hins vegar komin upp í 77,8% að meðaltali og er það með því allra hæsta sem reiknast hefur. í fréttabréfi Fasteignamatsins segir að mjög erfitt sé að útskýra hvaða ástæður geti legið að baki hækkunar á útborgunarhlutfalli í kjölfar snarlækkandi verð- bólgu. Að öllu eðlilegu hefði mátt vænta þveröfugrar þróun- ar. Til að undirstrika það hve há útborgunin er núna má nefna að síðast þegar verðbólga var svipuð og hún hefur verið undanfarna mánuði, eða 12— 14% miðað við árið var 50% söluverðs íbúða greitt með út- borgun. Ef sama væri upp á teningnum í dag gætu þeir kaupendur sem nú hafa ráð á útborgun í 55 fermetra tveggja herbergja íbúð keypt 100 fer- metra fjögurra herbergja íbúð. Ef útborgunin væri hins vegar 65% gæti þessi sami kaupandi keypt 70 fermetra þriggja her- bergja íbúð. Þó tekur fyrst steininn úr þegar útborgun í íbúðum hér á landi er borin saman við það sem gerist með öðrum þjóðum. í áðurnefndu fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins eru útborg- unarkjör hérlendis borin saman við venjur í nágrannalöndum okkar og útkoman er nánast ótrúleg. í febrúar síðastliðnum var t.d. samanlögð útborgun í þremur einbýlishúsum í Dan- mörku lægri heldur en útborg- un í tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Það skýrir ekki þessa óeðli- legu hækkun á útborgun í fast- eignum að eftirspurn hafi auk- ist vegna minna framboðs. Sú ástæða kann að skýra málið að einhverjum litlum hluta, en hún er ekki einhlít, því nú þegar er hætta á offramboði íbúðarhús- næðis. Einkum verður þessa vart í of stórum híbýlum, en húsnæði á hvert mannsbarn á íslandi hefur stækkað um þriðj- ung á síðasta áratug og það heldur enn áfram að stækka um rúmlega 1% á ári. Það eitt að stækka húsnæði á hvert mannsbarn um það sem þessu nemur kostar 1,4-1,5 milljarða króna árlega, lauslega áætlað. Frjálsi markaðurinn í fast- eignaviðskiptum hefur brugð- ist gjörsamlega og er á góðri leið með að gera öll slík við- skipti ókleif. 75°/o ástarljóð - Á valdi minninganna - 75% ástarljóð - er nafn á Ijóðabók sem vœntanleg et síðar í sumar frá Þorbirni Kristinssyni. Flest kvæðin fjalla um ástir, en þó eru mörg þeirra í léttum dúr og í lausavísunum er blandað efni. Þorbjörn kom á rit- stjórn Dags með sýnishorn úr Ijóðabókinni, en hann leitar nú að áskrifendum að henni, eins og fram kemur í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. í bókinni eru skýringar með mörgun vísunum, en þeim er sleppt hér. Ertu komin. kæra mín? Hvuð mig fer að langa. Sárt ég hefi saknað þín, en sumarblómin anga. Er þú horfir hlýtt til mín, heldur rénar treginn. Alltaf bregða brosin þín birtu fram á veginn. Reyð á borðum. Voru hroðin borðin breið, brakaði hátt í gaffli og skeið. Pá er lokið þinni reyð, því að hún var engin neyð. Kveðja. Meðan finn ég þörf á því þig að vinna, Nanna, liðin kynni lifa í landi minninganna. Hvað er nú þella? Haltu þig í holunni, heppni talist getur, efþú festist í henni alveg fram á vetur. A norðurleið. Bærinn, heiðin, hafið blátt hugann norður draga, þótt við höfum aðeins átt unaðsríka daga. Hulda er auðug af hamingju og ást og hrífandi bliki í augum. Við hana í einrúmi vildi ég fást, væri ég sterkur á taugum. Víst ég hugsa vel til þín, víktu ekki frá mér, því að eina óskin mín er að vera hjá þér. Fegurð tóma guð þér gaf, ég gleymdi sóma mínum, fleytti rjómann óspart af æskublóma þínum. Nælursvall. Pegar aðrir þola skort þyrstur vínið svelgi. Svipað gætu ýmsir ort yfir hverja helgi. Dísu í fáti fyrst ég leit, og fór að gráta, það ég veit. Dísa er kát í dalasveit. Dísa er mátulega feit. Ég veit ekki, hvenær úr mfnu minni mást að fullu þín spor, þótt við tökumstí hendur í hinsta sinni á hlaðinu að Laugum í vor. Nýleg sumam'sa. Allt er kyrrt og undur hljótt, engir svanir kvaka. Svona fagra sumarnótt sæmir best að vaka. Búinn lil ferðar. Áður var ég oft á bar, ekki spar á meðan. Aðeins hjari, orðinn skar, ætti að fara héðan. Þorbjöm Kristinsson. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri þriðju- daginn 22. maí 1984 og hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjaramálin. 3. Önnur mál. Reikningar ársins 1983 liggja frammi á skrifstof- um félagsins. Félagar eru hvattir til að sækja fundinn vel og mæta stundvíslega. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Útboð Rarik - Kröfluvirkjun óskar eftir tilboðum í uppsteypu og uppsetningu á undirstöðum undir safnæðar og fleira í Kröfluvirkjun. Helstu kennitölur eru: Steypa: 130 m3. Uppsetning forsteyptra undirstaða: 200 stk. Fyllingar: 4.000 m3. Verkinu skal lokið fyrir 1. september 1984. Út- boðsgögn eru til afhendingar á VST hf. (Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.), Glerárgötu 36, Akureyri, frá og með föstudeginum 18. maí 1984 gegn skilatryggingu kr. 2.000. Tilboðum skal skila til skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, Akureyri fyrir kl. 11.00 föstudaginn 25. maí nk. en þá verða þau þar opnuð, að við- stöddum þeim bjóðendum, sem viðstaddir kunna að verða. Hvít hreinlætistæki, baðherbergiskollar og blöndunartæki á hagstæðu verði Sérverslun Draupnisgötu 2 - Sími (96)22360 Akureyri Allt efni til pípulagna jafnan fyrirliggjandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.