Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-18. maí 1984 ■■■ 18. maí 1984 - DAGUR - 9 „Ég hef ekki áhyggjur af væntanlegum nem- endum mínum, því ungtfólk er gottfólk og alls ekki afvegaleitt, þótt það sé einstakl- ingsbundið eins og gengur og gerist. Ung- dómurinn í dag er upp- litsdjarfari og opin- skárri en almennt var meðal jafnaldra minna á mínum táningaárum, krakkarnir eru ekki eins heimóttarlegir og við vorum, þau eru sjálfstœðari og jafnvel sanngjarnari. Þau eru meiri heimspekingar í sér, enda búa þau við þá velsœld sem er ein- stök í íslandssögunni. En við megum ekki skemma krakkana með of miklu kjassi. Ungt fólk í dag er almennt tilbúið til að takast á við þau verkefni sem mœta því og margir leggja hart að sér til að hasla sér völl, þó alltaf séu til einhverjir sem hlaupa bak við næsta hús og gefast upp. “ Það er Bernharð Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans, sem hefur orðið í helgarviðtali. Hann hef- ur undanfarna mánuði unnið að stofnun Verkmenntaskólans, sem tekur formlega til starfa um næstu mánaðamót. Með tilkomu hans verða eingöngu tveir skólar á fram- haldsstigi á Akureyri; Verkmennta- skólinn og Menntaskólinn. Fæddur Þorpari Bernharð Haraldsson er fæddur „Þorpari", en á fimmta ári flutti hann til Akureyrar, eins og hann orðaði það, og fjölskylda hans tók sér ból- festu efst á Oddeyrinni. Þar lifði kappinn sokkabandsárin, gekk í Barnaskóla ísiands,Gagnfræðaskóla Akureyrar, Menntaskólann á Akur- eyri og þaðan útskrifaðist hann sem stúdent fyrir réttum 25 árum. Eftir það lá leiðin í þýskan háskóla til að læra þýsku, en síðan fór Bernharð aftur í Gagnfræðaskóla Akureyrar, en nú sem kennari. Eftir tveggja ára kennslu settist hann aftur á skóla- bekk, nú í Háskóla íslands. Þaðan tók Bernharð próf í landafræði og sögu og einnig nam hann uppeldis- og kennslufræði. Að háskólanámi loknu tók kennslan við á ný, fyrst í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík, en síðan við Gagnfræða- skóla Akureyrar. Þar starfaði Bern- harð þar til hann var settur skóla- meistari við Verkmenntaskólann á Akureyri á sl. ári, síðast sem yfir- kennari framhaldsdeilda skólans. Einnig hafði hann gegnt skólastjórn í nær ár, á meðan Sverrir Pálsson skólastjóri var í leyfi. En hvað kom Bernharði til að sækjast eftir skóla- meistaraembættinu? „Hvernig á ég að vita það, ætli það sé ekki eitthvert brot af nýjungagirni og framapoti," svarar Bernharð og glottir við tönn. „Þar að auki hafði ég starfað við framhaldsdeildir Gagn- fræðaskólans, sem verða verulegur hluti af þessum nýja skóla, ætli þær verði ekki rúmur helmingur ef miðað er við nemendafjöldann. Það var því ekkert óeðlilegt þótt mig langaði til að fylgja þeim áfram. Það eru því margir þættir sem spila inn í þessar gerðir mínar og ómögulegt að segja til um hver þeirra hefur verið sterk- astur.“ - Þú ert langskólagenginn í landa- fræði, sögu og uppeldisfræðum. Kemur þessi menntun að gagni við stjórnunarstörf Verkmenntaskólans? „Öll menntun kemur að gagni, hvar sem er. Þess vegna taldi ég ekki ástæðu til að verða fráhverfur þessu starfi vegna menntunar minnar, sem ég tel að eigi eftir að nýtast mér vel við þetta starf.“ - Nú ert þú búinn að starfa að undirbúningi skólahaldsins í rúmt ár og um næstu mánaðamót tekur Verkmenntaskólinn á Akureyri formlega til starfa. Hvað hefur þú verið að gera? „Ég þurfti að byrja á því að skipta um hugsunarhátt, átta mig á því að ég var hættur að kenna og byrjaður að vinna að mótun skóla, sem átti að taka við af mörgum öðrum skólum, sem þegar hafa verið starfræktir um langan aldur, sumir jafnvel í meira en mannsaldur. Þetta tókst og skól- inn hefur verið að mótast smátt og smátt, en þessi undirbúningstími hef- ur verið allt of fljótur að líða. Ég hefði gjarnan viljað hafa annað ár til undirbúnings. Ekki síst vegna þess að unnið er að nýbyggingu skólans og það hefur farið mikill tími í sam- ráðsvinnu með hönnuðum hússins, því þeir sem eiga að vinna þar fá sem betur fer að leggja sitt lóð á vogar- skálina við gerð þess. Við höfum líka þurft að glíma við fjárveitingavaldið „kerfið" og síðustu vikur hefur verið unnið að mannaráðningum. Allt tekur þetta sinn tíma, ekki síst reglu- gerð sem við sömdum um stjórnkerfi skólans. Hún er ekki í hefðbundnum stíl og það reyndist tafsamt að vinna henni fylgi.“ Af hverju einn stór skóli? - En af hverju Verkmenntaskóli á Akureyri? Nú virðist leikmanni lítið nýtt koma til umfram það sem gömlu skólarnir buðu nemendum sínum upp á. Hvað er unnið með þessu? „Það má ef til vill til sanns vegar færa, að við bjóðum ekki upp á margar nýjungar nú á fyrsta starfsári skólans. Og þó. Taktu eftir að á heil- brigðissviði bjóðum við upp á nám til stúdentsprófs og sömu sögu er að segja um viðskipta- og uppeldissvið.“ - En hafði ekki Gagnfræðaskólinn getu til að útskrifa stúdenta og sótti það meira að segja fast að fá heimild til slíks, en fékk ekki? „Jú, það er rétt, en Menntaskólinn hefur fram til þessa leitt nemendur viðskiptabrautar Gagnfræðaskólans síðasta árið og útskrifað þá sem stúd- enta. En nú hefur Verkmenntaskól- inn fengið ráðherraleyfi til að út- skrifa stúdentana. Þetta er alls ekki svo lítill áfangi. Við erum sem sé að lengja námsbrautir sem verið hafa fyrir hendi í styttra formi, t.d. í Gagnfræðaskólanum. Það er einnig í bígerð að koma af stað framhalds- menntun í rafeindavirkjun, ef sam- þykki menntamálaráðuneytis fæst og á hússtjórnarsviði er boðið upp á matvælatæknibraut. En ég verð að segja okkur það til nokkurrar af- sökunar, að skólinn verður rekinn í fimm mismunandi húsum næsta vet- ur og það setur okkur stólinn fyrir dymar með að bjóða upp á mikið af nýjum námsbrautum.“ - Já, en hvað er þá unnið með því að gera eina stóra skóla-köku úr þessum gamalgrónu skólum; var ekki allt eins gott að reka þá áfram sem litlar sjálfstæðar einingar? „Sjálfsagt má sjá á þessu jákvæðar sem neikvæðar hliðar. Mín skoðun er sú, að í framtíðinni getum við nýtt betur húsnæði, kennara og tækjakost með því að reka einn stóran skóla, í stað margra lítilla. Þess vegna held ég að þetta form verði um margt heppilegra, svo fremi sem nemenda- fjöldinn verður ekki óheyrilega mikill. Við reiknum með að nemend- ur verði um 750 á næstu árum og það er viðráðanleg stærð, sem gefur gott svigrúm til að nýta þá möguleika sem við höfum.“ - Þú minntist á fimm mismunandi hús, sem skólinn verður í til að byrja með, þar sem nýbygging skólans er skammt á veg komin. Hér mun að stærstum hluta vera um það húsnæði að ræða, sem gömlu skólarnir höfðu. Þurfið þið t.d. ekki að vera inni á gafli hjá Gagnfræðaskólanum með framhaldsdeildirnar? „Jú, við höfum gert samning við Gagnfræðaskólann um að við fáum þar inni með okkar fólk, með ámóta sniði og verið hefur með framhalds- deildirnar þar undanfarna vetur. Auk þess tökum við við Iðnskólahús- inu og Hússtjórnarskólahúsinu, auk þess sem við fáum 6 skólastofur í íþróttahöllinni. Auk þess er svo sá hluti nýbyggingar skólans á Eyrar- landsholti, sem búinn er. Þar er málmsmíðadeildin og 1. ágúst verður vélskólaálman til. Þar verður verkleg kennsla bifvélavirkja og rafvirkja til að byrja með.“ - En með hliðsjón af þessu hús- næðishraki, hefði ekki verið farsælla að bíða með stofnun Verkmennta- skólans þar til nýbyggingin var full- búin? „Þvf verða pólitíkusar eða ein- hverjir aðrir en ég að svara, því ákvörðunin um Verkmenntaskólann á Akureyri var tekin af pólitískt kjörnum fulltrúum. Það hefur hins vegar skort mikið á að byggt væri yfir framhaldsnám á Akureyri. Það hefur ekki verið gert síðan um 1964, þegar Iðnskólinn var byggður. Það hefur því ekkert skólahús verið byggt í nær 20 ár. Þrátt fyrir það hafa framhalds- skólarnir þanist út, ekki síst fram- haldsdeildir Gagnfræðaskólans, og stanslaust hefur þurft að bjarga mál- um í horn, með þolinmæði allra sem að því stóðu og íslandsmetum í stundatöflusmíði. Það hefur því ekki mætt á yfirvöldum að byggja yfir þetta fólk fyrr en núna.“ - Þú óttast ekki að húsnæðislaus ný skólastofnun verði til að flækja málin, t.d. varðandi Gagnfræðaskól- ann? „Nei, ég óttast ekki samstarfið við Gagnfræðaskólann, því þar er ég uppalinn og þau kynni gefa mér ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.“ starfsþjálfunar í eldhúsum sjúkra- húsa og nemendur útskrifast sem matvælatæknar, sem gefur þeim rétt til að stjórna minni mötuneytum og aðstoða stjórnendur við stærri mötu- neyti, auk þess að vera aðfaranám að Veitingaskóla íslands. Á hús- stjórnarsviði verður auk þess boðið upp á lengri námskeið, t.d. hús- stjórnar- og matsveinanámskeið og hluti af námi matsveina á fiski- og flutningaskipum. Auk þess verða fatasaumsnámskeið og vefnaðarnám- skeið, líkt og verið hefur í Hússtjórn- arskólanum fram að þessu. Á tæknisviði verða allar iðnnáms- brautir fyrir samningsbundna iðn- nema; grunndeildir verknáms í málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum; framhaldsdeild verknáms í málmiðn- um og tréiðnum og ennfremur fram- haldsdeild í rafeindavirkjun ef sam- þykki menntamálaráðuneytisins fæst; rafsuðudeild fyrir samnings- bundna rafsuðumenn; vélstjórabraut 1. og 2. stig; tæknibraut, undirbún- ings- og raungreinadeild sem aðfara nám að tæknifræði- og háskóla- námi; tækniteiknarabraut og meist- araskóli fyrir húsasmíði, múrsmíði og pípulagnir. Á uppeldissviði er 4 ára nám til stúdentsprófs. Boðið verður upp á þrjú fyrstu námsárin til að byrja með, en skólaárið 1985-1986 verður væntanlega búið að bæta því fjórða við. Á viðskiptasviði er boðið upp á tveggja ára nám til almenns verslun- arprófs, þriggja ára nám til sérhæfðs verslunarprófs og fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Háskóli það sem koma skal - Bernharð, er fyrirhugað nám á háskólastigi innan skólans, t.d. í hjúkrunarfræði til að minnka þann skort sem er á hjúkrunarfræðingum, ekki síst við sjúkrahúsið á Akureyri? „Nei, enda er Verkmenntaskólinn á Akureyri einungis framhaldsskóli. Hitt er svo annað mál, að nám á háskólastigi verður að hefjast á Ak- ureyri fyrr en seinna. Það hillir undir það núna, en það má ekki slaka á, það þarf að hamra á því máli þar til það er komið í höfn. Ég hygg að þetta sé eitt stærsta hagsmunamál Akureyrar í dag.“ - Nú er Verkmenntaskólinn í húsnæðishraki, en nýbyggingu skól- ans miðar hægt, þar sem fjárveitingar til hennar eru af skornum skammti. Er ekki brýnt að ljúka henni sem allra fyrst? „Jú, vissulega það þyrfti að byggja skólahúsið upp á tiltölulega skömmum tíma. Sá hluti sem hefur verið tekinn í notkun, málmsmíða- deildin, er eitt það glæsilegasta skólahúsnæði sem þekkist á landinu og það hlýtur að vera afskaplega gaman að vera nemandi þar. En það er ekki nema um það bil einn tíundi hluti af allri byggingunni. Það væri óskaplega gaman ef það tæki ekki nema 4-5 ár að ljúka þessu. Þetta skólahús verður ekkert óskaplega dýrt, kostar eins og einn togari, svona 150-200 m.kr. Og það á hver krummavík einn togara ef ekki tvo og jafnvel þrjá, þannig að okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að byggja upp einn skóla fyrir sama verð. Ekki síst vegna þess að skólinn skilar arði, hann fer aldrei á hausinn. Aukinn verkmenntun verður til þess að byggja upp atvinnulífið í land- inu.“ - Nú er skólanum ætlað að þjóna Norðurlandi, hvað með heimavistir? „Það er ljóst að það er nauðsynlegt að auka við heimavistir, þar sem rúm- lega 200 aðkomunemendur koma til með að verða í Verkmenntaskólan- um og enn fleiri aðkomunemendur í Menntaskólanum. Nefnd sem fjall- aði um þetta mál komst að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmast væri að byggja við heimavist Menntaskólans, sérstaklega með tilliti til samnýtingar á mötuneyti. Þar að auki er stutt á milli skólanna, annar stendur á Eyr- arlandstúni, en hinn á Eyrarlands- holti. Þetta er því góður kostur og þyrfti að verða að veruleika sem fyrst, því foreldrar treysta heimavist- um betur fyrir börnum sínum heldur en ókunnu húsi úti í bæ.“ - Þýðir það ekki að skólarnir verða að samræma sinn kennslutíma; ætlar þú að útskrifa þína stúdenta 17. júní eins og Menntaskólinn og hefja ekki kennslu á ný fyrr en 1. október? „Tímasetning skólaársins hefur ekki verið ákveðin enn. Hins vegar sé ég ekkert á móti því að útskrifa mína stúdenta á þjóðhátíðardaginn, jafnvel þótt skólahaldi ljúki í endað- an maí. Þar að auki getur það líka komið til, að einhverjir ljúki sínu stúdentsprófi um miðjan vetur. En þó að við förum ef til vill af stað í haust á öðrum degi en Menntaskól- inn þá er ekki þar með sagt að sú dagsetning vari til frambúðar. Það er því ekkert til fyrirstöðu að laga sig að breyttum aðstæðum, t.d. ef þessir skólar sameinuðust um heimavist.“ - Einhver vísdómsorð í lokin? „Ætli ég fari að halda nokkra ræðu núna, ég geri það þegar ég set skólann. Ég er búinn að halda svo margar ræður að undanförnu um skólamál, flestar yfir konunni minni og nánustu aðstandendum, þar á meðal páfagauknum okkar, sem er orðinn sérfræðingur í skólamálum, nokkurs konar sálusorgari minn. Þar að auki er ég ekki í miklu stuði til þess núna, því ég stóð í stríði við „kerfið“ í morgun.“ - Þú getur ef til vill sagt frá stríð- inu við kerfið: „Nei, það geri ég ekki fyrr en ég hef unnið stríðið. Ég hef tapað nokkrum orustum, en ég ætla að vinna stríðið. Skólaganga er af hinu góða, það er staðreynd. Eg hef aldrei heyrt menn sjá eftir námsárum sínum, en ég hef hitt marga sem sjá eftir því að hafa ekki lært meira. Auðlegð hverrar þjóðar liggur í vel menntuðum þjóð- félagsþegnum. Það þarf að gera nám- ið eftirsóknarvert fyrir unglingana, skólamir þurfa að vera samkeppnis- færir við hassið og leiktækjasalina." Myndir og texti: - GS - Bemharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri í helgarviðtali, en skólinn tekur formlega til starfa um næstu mánaðamót Það lœt ég kerlingar um Verkmenntaskólinn á Akureyri, þetta nafn minnir óneitanlega á gömlu verknámsdeildirnar, sem þóttu ekki sérstaklega „fínar“ hér í eina tíð. Þykja lærdómsbrautir menntaskólanna fínni en verknám- ið? „Ég held að allir framhaldsskólar séu jafn fínir og ég ætla mér ekki að fara að meta það hvort ein stofnun er annarri fínni. Þær verða að dæma sig sjálfar með sinni starfsemi og þeim árangri sem þar næst. Hvað er fínast læt ég „kerlingar úti í bæ“ um að ræða í sínum hópi.“ - En tískusveiflur hafa alltaf verið til í vali á framhaldsnámi? „Já, já, mikið rétt, það hefur lengi tíðkast að ákveðnar greinar á fram- haldsstigi og háskólastigi hafa notið tímabundinna vinsælda. Ef til vill verður það fínt, að vera í verk- menntaskóla á einum tíma, en í menntaskóla á öðrum. Það verður taktur tímans að skera úr um.“ - Hefur verið vaxandi sókn inn á verknámsbrautir á undanfömum árum? „Já, það hefur verið vaxandi ásókn, ekki síst í iðnskólana, en þetta ræðst mikið af atvinnuástandi. En hvað sem tískufyrirbrigðum og atvinnuástandi líður þá eiga Verk- menntaskólinn og Menntaskólinn á Akureyri að starfa hlið við hlið og þeir ættu í framtíðinni að geta boðið ungu fólki upp á flestar, ef ekki allar þær námsbrautir í framhaldsnámi sem við teljum eðlilegar hverju sinni, án þess að vera með neinn sérstakan ríg um það hvað er hvurs og hvurs er hvað.“ - Hefur ekki alltaf verið rígur á milli skóla á Akureyri? „Jú, það má vera, eða samkeppni, og hún er af hinu góða.“ í tengslum við atvinnuvegina - Það hefur stundum verið sagt, að íslenskir framhaldsskólar séu úr tengslum við atvinnuvegina, þannig að nemendur þeirra finni ekki hjart- slátt atvinnulífsins þegar skólanámi er lokið. Er stefna í þá áttina í „verkmenntaskóla" að efla þessi tengsl? „Já, ótvírætt, það er meira að segja sérstaklega kveðið á um það í reglugerð skólans, að ákveðnir starfsmenn eigi að vera tengiliðir milli skólans og atvinnulífsins, enda er mikil verkleg þjálfun úti í atvinnu- lífinu þáttur í skólahaldinu. Verk- menntaskólinn á að mennta fólk til starfa og gefa því möguleika á fram- haldsnámi, t.d. í háskóla.“ - Kennsla í Verkmenntaskólanum skiptist í fimm svið; heilbrigðis-, hús- stjórnar-, tækni-, uppeldis og við- skiptasvið. Auk þess verður í skólan- um fornám fyrir þá nemendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í fram- haldsskóla. Á heilbrigðissviði verður sjúkra- liðanám sem er 5 bóklegar annir auk 34 vikna starfsþjálfunar. Einnig geta nemendur farið í fjögurra ára bók- legt nám til stúdentsprófs. Þeir sem fara í sjúkraliðanámið fyrst þurfa að bæta við sig þrem árum til að þreyta stúdentspróf. Á hússtjórnarsviði er 4 anna bók- legt og verklegt nám, auk 34 vikna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.