Dagur - 21.05.1984, Síða 1

Dagur - 21.05.1984, Síða 1
67.árgangur Akureyri, mánudagur 21. maí 1984 Rekstur Kísiliðjunnar í Mývatnssveit gengur vel: „Efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar að þakka“ - segir Hákon Björnsson framkvæmdastjóri „Það eru fyrst og fremst efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinn- ar frá í fyrra sem eru þess vald- andi að reksturinn hjá okkur gengur betur núna en áður“ sagði Hákon Bjömsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar h.f. I Mývatnssveit er við ræddum við hann. „Við erum auðvitað ánægðir með útkomuna núna, en árin 1981 og 1982 voru okkur mjög erfið“ sagði Hákon. „Við vorum yfir núllinu á síðasta ári og útkoman á síðari hluta 1983 og fyrri hluta þessa árs er jákvæð. Við höfum fengið hækkandi verð á erlendum mörkuðum og peningarnir skila sér auðvitað betur þegar verð- bólgan er ekki til þess að éta þetta upp jafnóðum.“ - Hákon sagði að í Kísiliðj- unni störfuðu 75 manns yfir vetrarmánuðina en 80 á sumrin. Framleiðsla fyrirtækisins á síð- asta ári var 25500 tonn sem er metframleiðsla hjá fyrirtækinu síðan það var stofnað 1967, og Hákon sagði að hann reiknaði með að um sama framleiðslu- magn yrði að ræða á þessu ári. „Sala gengur mjög vel hjá okk- ur en okkar markaður er um alla Evrópu. Stærsti markaðurinn er í Þýskalandi, en síðan koma Danmörk, Bretland, Frakkland og Ítalía.“ gk-. Þór vann uppgjörið Það fór vel á því að fyrsti leikur íslandsmótsins sem háður var á Akureyri skyldi vera milli Akureyrarliðanna KA og Þórs. Leikurinn var lengst af mjög skemmtilegur og Þórsarar unnu sanngjarnan 2:1 sigur. Reyndar áttu KA- menn sín færi og oft skall hurð nærri hælum við Þórsmarkið eins og meðfylgjandi mynd KGA sýnir. 58. tölublað Olafur Jóhannes- son látinn Ólafur Jóhannesson, al- þingismaður, fyrrver- andi forsætisráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, lést í Hveragerði á laugar- dag, 71 árs að aldri. (5lafur fæddist 1. mars 1913 í Stórholti í Fljótum. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1935 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1939. Hann varð prófess- or í lögum við H.í. 1947 og átti sæti í fjölmörgum ráðum og nefndum. Hann sat fyrst á Al- þingi sem varaþingmaður 1957 og átti síðan sæti á þingi sam- fellt frá árinu 1959 og ráðherra varð hann fyrst 1971. Eftir hann liggja fjölmargar ritsmíð- ar, einkum um lögfræðileg málefni. Árið 1941 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Dóru Guðbjartsdóttur. Varð þeim þriggja barna auðið og tvö eru á lífi. Dagur sendir ástvinum Ólafs samúðarkveðjur. HS Kaldbakur h.f. á Grenivik: Varmadælan borgaði sig á - Þetta eru ómetanleg tæki og ég tel að á þeim tveim árum sem liðin eru síðan við tókum þau í notkun, þá séum við bún- ir að spara sem svarar stofn- kostnaðinum og gott betur, sagði Knútur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík en þar er í notkun varmadæla sem svo sannarlega hefur borgað sig fyrir fyrirtæk- ið. tveim Varmadælan, stjórntækin og annar búnaður kostaði um 240 þúsund norskar krónur fyrir tveim árum eða um eina milljón íslenskra króna á núgildandi verðlagi. Dælan endurnýtir allan hita sem myndast við frystinguna hjá frystihúsinu og ásamt með smurdælukerfinu þá lætur nærri að „framleiðslan“ sé um 200 kílóvött. Það samsvarar þeim árum varma sem þarf til að hita um 20 einbýlishús. - Þetta sér okkur fyrir meira en nægum hita en auk þess er loftræstikerfið tengt varmadæl- unni. Við erum með ýmsar hug- myndir á prjónunum í sambandi við þessa dælu, segir Knútur Karlsson en í dag heimsækjum við hann og starfsfólkið í frysti- húsi Kaldbaks hf. á Grenivík. Sjá nánar á bls. 9. Knútur kurlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. bendir á teljarann í stjórnstöð varmadælunnar en stofnkostnaður við dæluna hefur borgað sig upp á þeim tveim árum sem hún hefur verið í notkun í frystihúsinu. Mynd: ESE.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.