Dagur - 21.05.1984, Side 4

Dagur - 21.05.1984, Side 4
4 - DAGUR - 21. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Atvinnumál skólafólks Nú er kominn sá tími þegar skólafólk fer að leita sér sumarstarfa, skólunum er að ljúka og flestir sem aldur hafa til leita út á vinnumark- aðinn. Hinir sem yngri eru fara gjarnan í vinnuskóla eða falast eftir því að gæta yngri barna. Allt er þetta af hinu góða og nauðsyn- leg leið fyrir unga fólkið að kynnast atvinnu- lífinu sem bíður þeirra þegar skólagöngu lýkur. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Sumarvinnan hefur verið mikilvægur liður í uppfræðslu ungmenna út um allt land. Nú telja margir að blikur séu á lofti í þessum efnum. Atvinnuframboð er almennt eitthvað minna en verið hefur síðustu árin. Því er ekki óeðlilegt að þeir sem hafa búið við atvinnu- leysi taki við störfum þeim sem losna þegar sumarleyfi hefjast af fullum krafti. Við það kann vandi skólafólks að aukast að sama skapi, en það er brýn nauðsyn að skapa því störf við hæfi. Fátt er verra en það ástand sem skapast hef- ur víða í nágrannalöndum okkar, þar sem ekkert nema iðjuleysi tekur við hjá unga fólk- inu þegar skólanum lýkur. íslendingar verða einfaldlega að koma í veg fyrir slíkt ástand og flestir hafa skilning á því að það telst til mannréttinda að fá að starfa. Þeir eru sem betur fer fáir sem telja hæfilegt atvinnuleysi af hinu góða, þeir sem aðhyllast ómengaðar markaðskenningar frjálshyggjunnar. Lenging orlofstíma hefði átt að hafa það í för með sér að meira svigrúm skapaðist fyrir sumarstörf skólafólks. Þessi hefur þó ekki orðið raunin á svo ótvírætt sé, því mörg fyrir- tæki hafa séð sér þann kost vænstan í kjölfar þessara breytinga að hætta starfsemi tíma- bundið yfir sumarið. Þetta er ekki aðeins óheppilegt gagnvart sumarvinnu skólafólks, heldur hlýtur það einnig að hafa slæm áhrif á framleiðslugetu og framleiðni hjá fyrirtækjum að þurfa að stöðva, því töluverðs átaks mun þörf að koma öllu af stað á nýjan leik. Það sjónarmið hefur skotið upp kollinum að koma eigi í veg fyrir að skólafólk taki vinnu frá þeim sem enga hafa fyrir. Þetta er alrang- ur hugsunarháttur og hættulegur. Unga fólk- ið á ekki minni rétt á störfum en þeir sem eldri eru og afleiðingar atvinnuleysis geta haft miklu alvarlegri áhrif á ungt og tiltölu- lega ómótað fólk, heldur en þá sem hafa átt því láni að fagna að geta unnið þegar því hef- ur sýnst svo. Atvinnuleysi er einfaldlega fyrirbæri sem íslendingar eiga að hafna alfar- ið, jafnvel þó að það verði til þess að þau laun sem greiðast fyrir verðmæti vinnunnar skipt- ist á fleiri en ella og verði þar með lítillega lægri á hvern og einn. Hlutverk sveitarfélaga og ríkis er stórt í því að leysa þetta vandamál. Lára Ólafsdóttir: Enga álverksmiðju við Eyjafjörð! Úr Dagens Nyheter þann 11. apríl 1984 (lauslega þýtt): Matvælaeftirlitið varar Sunds- vallbúa við: Borðið ekki salatið. Flysjið alla ávexti. Mælt er með að fólk forðist stórblöðugt grænmeti, eins og salat, spínat og alls konar garðkál innan átta ferkílómetra svæðis í kringum álverksmiðju Gránges í Sundsvall. Annað grænmeti og ber ætti að skola vandlega og alla ávexti ætti að flysja. Matvælaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að gífurleg aukning hefur orðið á krabba- meinsframkallandi efnum á þessu svæði þcgar bornar eru saman mælingar sem gerðar hafa verið nú og sams konar mælingar sem gerðar voru 1980 og 1981. Niðurstöðumar koma bæði heilbrigðisyfírvöldum og Gráng- es Aluminium í Sundsvall á óvart vegna þess að óhreinindin sem koma frá verksmiðjunni hafa minnkað svo mikið að nærrí ligg- ur að þau séu engin eftir að verk- smiðjan var endurbyggð. Almenningi er ráðlagt að forð- ast að neyta mikils grænmetis og berja af þessu svæði. Matvælaeftirlitið mælir einnig með aðgæslu utan þess svæðis sem mælingin fór fram á. Ég hrökk við þegar ég sá þess grein í Dagens Nyheter. Hugsið ykkur ef það litla græn- meti sem við getum ræktað í garðskikum sunnan undir vegg væri svo mengað að við þyrftum að gera sérstakar ráðstafanir til að geta notið þess . . . Mér hefur skilist að Svíar séu framarlega á sviði mengunar- varna. Ef mig minnir rétt var ál- verksmiðjan í Straumsvík lengi án nokkurs hreinsibúnaðar og rannsóknir sýndu seinna að um- hverfi verksmiðjunnar var stór- lega mengað. Ég á bágt með að ímynda mér að nokkur verk- smiðja í Svíþjóð fái undanþágu frá að setja upp fullkomnasta hreinsibúnað sem til er þegar verksmiðjan er reist. Samt sem áður er mengunin slík að heil- brigðisyfirvöld verða að gefa út þessa viðvörun um neyslu græn- metis sem ræktað er í nágrenni álverksmiðjunnar í Sundsvall. Hreinsibúnaðurinn verður æ fullkomnari og við skiljum betur og betur þvílíkur óþverri það er sem að hluta til festist í þessum búnaði. Enn sem komið er virðist samt sem áður enginn búnaður vera svo fullkominn að við getum áhættulaust andað að okkur loft- inu sem verksmiðjurnar blása út í náttúruna. Við vitum ekki svo mikið. Vís- indamennirnir eru heldur ekki al- vitrir og vita það líklegast best sjálfir. Við hin ættum líka að hætta að trúa á útlenda og ís- lenska vísindamenn sem væru þeir Guð alvitur. Pegar að því kemur að rannsóknir og reynsla almennings erlendis sýna að um- hverfi áiverksmiðja og annarra eiturspúandi verksmiðja' verða ekki fyrir neinni mengun, þá - og fyrst þá - getum við farið að hugsa um að koma okkur upp ál- verksmiðju í Eyjafirði, þ.e.a.s. ef einhver hefur áhuga á því þá . . . Hvers vegna getum við ekki komið okkur upp ýmiss konar smáiðnaði? Iðnaði sem við höfum hráefni og nægilegt verk- vit til að koma upp og standa undir sjálf? Hvers vegna þurfum við endilega að vera svo stórtæk í öllu sem við gerum? Þurfum við að meta allt með sama mæli- kvarða og stóru, ríku þjóðirnar? Færi okkur ekki betur að horfast í augu við staðreyndirnar, hætta að gera eins og stóru bræður okk- ar úti í heimi, læra frekar af mis- tökum þeirra, haga okkur eins og sá litli bróðir sem við erum og gera hlutina eftir eigin höfði? Elsku bestu! Sláum hnefunum í borðið! Enga álverksmiðju við Eyjafjörð! Með sumarkveðju frá Svíþjóð (olíumengaðri Dalaelfi og deyj- andi skógum . . .). Lára Ólafsdóttir Norsborg Svíþjóð. DAGE.XS XYHETEB Oiisdagen ilrn 11 upril l')H4 varniU- j t\stn armj% ^ ----- SMUtds^aUsbacuai At inte sallftden. skala frukten Frán Dagens Nyheters NorrlandsTedaknon SUNDSVALL, tisdag Allmanheten^^*-; IBM tölvubúnaður í Samvinnuskólann „IBM - System 36“ er tölvu- búnaðurinn sem Samvinnuskól- inn á Bifröst tekur til notkunar í haust. Þessi fullkomnu tæki eru bylting í starfsemi skólans og ný viðhorf skapast í starfs- fræöslunámskeiðum hans fyrir samvinnuhreyfinguna. Nýlega hafa hagstæðir samningar tek- ist um þessi tölvukaup við umboðsmenn IBM á íslandi. Nú í sumar verða allar kennslustofur og kennsluhús- gögn Samvinnuskólans endur- nýjuð. Bókasafn Samvinnu- skólans er í endurmótun og í haust verða matvælageymslur mötuneytis Samvinnuskólans endurbyggðar. Samvinnuskólinn er í mjög auknum mæli að taka mynd- bönd í ríotkun jafnt í reglulegri kennslu sem á starfsfræðslu- námskeiðunum. Næsta vetur verður sú nýjung í kennslu Samvinnuskólans að heila viku munu nemendur sjálfir starf- rækja tilraunafyrirtæki til þess að öðlast raunhlíta reynslu af atvinnurekstri. Þetta kom meðal annars fram í yfirlitsræðu skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst, Jóns Sig- urðssonar, við skólaslit 1. maí sl. en þá lauk 66. skólaári Sam- vinnuskólans og 29. árinu á Bif- röst í Norðurárdal. Umsóknar- frestur um skólavist næsta vetur er til 10. júní nk. 122 nemendur stunduðu nám við Samvinnuskólann í vetur og luku 38 Samvinnuskólaprófi. I hópi nemendanna voru 45 í fram- haldsdeild Samvinnuskólans sem starfar í Reykjavík og af þeim gangast 24 undir stúdentspróf nú í vor. Við skólaslit nú höfðu alls 7.101 sótt starfsfræðslunámskeið Samvinnuskólans frá því að þeim var hrundið af stað 1977, en nú í vetur höfðu þar af 343 sótt slík námskeið skólans. Nú í vor verða 38 námskeið á 36 stöðum í öllum landshlutum auk Bifrastar. Framhaldsdeild Samvinnuskól- ans verður slitið laugardaginn 12. maí nk. í Holtagörðum í Reykja- vík og útskrifast þá tíundi stúd- entaárgangurinn. Hæsta einkunn á Samvinnu- skólaprófi hlaut að þessu sinni Hildur Árnadóttir frá Keflavík - 9.27. I yfirlitsræðu sinni sagði skóla- stjóri meðal annars: „Skólar verða vitaskuld að uppfylla almennar kröfur, en um- fram þær er farsælast að hver stofnun sé sem sjálfstæðust og væntanlegir nemendur geti valið sér braut eftir vild og getu því að eitt hæfir ekki öllum. Auður, biómi og skrúð þjóðmenningar og þjóðernis vex og dafnar best þegar fjölbreytni og sjálfræði er mest. Við megum aldrei gleyma því að auk annarra hlutverka er skólunum ætlað að efla íslenska menningu, styrkja íslenskt þjóð- erni og auka mennt þjóðarinn- ar“.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.