Dagur - 21.05.1984, Síða 9

Dagur - 21.05.1984, Síða 9
21. maí 1984-DAGUR-9 Heimsókní frystihús Kaldbaks hf. á Grenivík: „Náttúran sér sjálf um verndun fiskistofnanna“ - segir Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Það var nóg að gera í frystihúsi Kaldbaks hf. á Greni- vík er blaðamaður Dags leit þar inn fyrir skömmu. Netabátarnir Sjöfnin og Frosti höfðu þá landað sam- tals um 55 tonnum af góðum þorski og Kristleifur Meldal, verkstjóri hafði setið allan morguninn við símann og reynt að fá aukalið til vinnu. Atvinnuleys- isvofan sem reikaði um Grenivík í upphafi kvótaskipt- ingar, var greinilega víðsfjarri og alls ekki heimilisföst í þessu plássi. Það var bjart yfír frystihúsi Kaldbaks hf. þennan dag enda mikið og vel rekið fyrirtæki sem gerir vel við starfsfólkið. Það var komið undir hádegi og í mötuneytinu beið maturinn, kjötmáltíðin á 37 krónur og fískur á 27 krónur. Framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. og einn aðaleigandi er Knútur Karlsson og hann var spurður að því hvort það væri bjartara framundan í atvinnumálunum en menn hefðu haldið í upphafí kvótaskiptingarinnar. - Útlitið með atvinnu hér í sumar er mjög gott. Við ættum að vera öruggir með nægilegt hráefni í júní, júlí og ágúst en haustið er hins vegar ótryggt enn sem komið er. Ef Sjöfnin og Frosti fá aftur á móti viðbótar- kvóta þá kvíði ég ekki vetrinum. - Þið eruð með góðan afla í dag? - Þetta er mjög gott í dag og fiskurinn allgóður þrátt fyrir að hér sé um netafisk að ræða. Við höfum fulla ástæðu til að vera bjartsýnir því Núpurinn, nýja skipið okkar stendur sig einnig vel við hráefnisöflunina. - Hvernig standa kvótamálin hjá ykkur núna? - Málin standa þannig að Núpurinn ætti að geta nýtt sinn kvóta fram undir áramót með því móti að hann fari á grálúðu í júní og júlí og eins hefur hann verið á steinbít að undanförnu. Með þessu móti ættum við að geta treint kvótann fram til ára- móta. Frosti og Sjöfn klára kvót- ann að öllum líkindum í sumar og ef þeir bátar fá ekki viðbótar- kvóta þá má búast við því að það harðni á dalnum hjá okkur. - Hvað með loðnuveiðiskipin? - Við reiknum með því að fá Súluna í viðskipti í sumar líkt og undanfarin ár og líklega ein- hverja fleiri togbáta. Náttúran tekur í taumana - Hvað heldur þú um framtíð kvótakerfisins? Sjómenn virðast bjartsýnir og menn spá því að kerfið verði aflagt fljótlega. Hvað heldur þú um það? - Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að náttúran taki sjálf í taumana og sjái um verndun fiskistofnanna þegar allt kemur til alls. Við verðum auðvitað að varast smáfiskaveiðina en að öðru leyti þá virðist þetta allt vera á uppleið. Það eru miklar vonir bundnar við það að sjávar- hiti hefur aukist. Með því ætti æti í sjónum að aukast og vaxtar- hraði fisksins um leið. Hann hef- ur satt best að segja verið fremur smár og mjósleginn þorskurinn að undanförnu en nú virðast ýms- ar blikur á lofti og maður getur leyft sér að vona að kvótakerfið verði óþarft eftir ákveðinn tíma. Það má hins vegar reikna með vantað fólk til að vinna fiskinn í dýrustu pakkningarnar en að öðru leyti hefur þetta verið með hefðbundnum hætti hjá okkur. - Hvernig standa skreiðarmál- in? - Við eigum talsvert mikið úti- standandi ógreitt frá Nígeríu en auk þess eigum við um 600 pakka af hausum og líklega ein 20 tonn til viðbótar á hjöllum. Varmadælan - ótrú- legur sparnaður Fyrir tveim árum var ráðist í það fyrirtæki hjá Kaldbak hf. að koma fyrir varmadælu í húsinu til þess að nýta allan þann hita sem myndast við frystinguna. Auk þess er hitinn sem myndast í smurdælukerfinu nýttur og sam- tals gefur þetta um 200 kílówött eða svipaða orku og þarf til að kynda um 20 einbýlishús. því að stjórnvöld beiti því sem stjórnunartæki enn um sinn. - í hvaða framleiðslu hafið þið aðallega verið? - Við höfum mest verið í freð- fiski en dálítið í salti og skreið. Ef vel hefur aflast þá hefur okkur - Við teljum að við séum bún- ir að spara stofnkostnaðinn við varmadæluna, stjórntæki og allan annan búnað á þeim tveim árum sem tækin hafa verið í notkun og hagræðingin hefur verið ótrúleg. Auk þess sem við notum varma- dæluna til að hita hér upp húsið þá notum við dæluna í sambandi við loftræstikerfið og það eru allir sem hér vinna sammála úm að loftræstingin er öll önnur og betri nú, sagði Knútur Karlsson. Þess má geta í framhjáhlaupi að þegar hlýtt er í veðri þá slekk- ur varmadælan á sér og smur- dælukerfið tekur við upphitunar- starfinu. - Þetta er mikið meiri varmi sem við fáum en við notum f augnablikinu og við erum með ýmsar hugmyndir um það hvern- ig við getum nýtt þessa orku sem best. Ein er sú að nýta afgangs- hitann til inniþurrkunar á haus- um en sú aðferð hefur gefist mjög vel og inniþurrkaðir hausar eru nú eftirsótt vara í háum verð- flokki, sagði Knútur Karlsson. - ESE. Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. við stjórnstöð varmadælunnar. Myndir: ESE Netafiskurinn sem verið var að vinna var tiltölulega góður og merkilegt nokk, það var sáralítið af ormum í honum. Unnið við pökkun í frystihúsi Kaldbaks hf.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.