Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 21.05.1984, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 21. maí 1984 foronetlarts EIRRÖR-TENGI SMURKOPPAR Ekkert tilboð frá heima- mönnum Það vakti mikla athygli þegar tilboð í byggingu svokallaðs þjónustuhúss á Dalvík voru opnuð að öll tilboðin þrjú sem bárust komu frá Akureyri, enginn aðili á Dalvík bauð í verkið! Þeir aöilar sem standa að bygg- ingu þessa húss eru Dalvíkurbær, RARIK og dómsmálaráðuneytið sem mun fá aðstöðu fyrir lög- reglustöð í húsinu. Kostnaðaráætlun við að koma húsinu upp fokheldu - en þannig á verktaki að skila því í haust - var 4.9 milljónir króna, en það skal tekið fram að verktakinn léggur ekki fram mikið efni að sögn Snorra Finnlaugssonar bæjarritara á Dalvík. Lægsta tilboðið í húsið kom frá Ýr h.f. og var upp á 4.3 millj- ónií, Híbýli h.f. var með 4.5 milljónir og Norðurverk bauð 5.4 milljónir króna. Ekki hefur verið ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Þá hafa verið opnuð tilboð í byggingu Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og reyndist Tréverk á Dalvík vera með lægst tilboð, en það fyrirtæki sér einnig um bygg- ingu verkamannabústaða á Dal- vík sem nú stendur yfir. gk-. Mynd: KGA. Rís laxeldis- stöð á Króknum? „Það hefur verið rætt um að þessir aðilar sem hafa sýnt áhuga á að koma á fót laxeldis- stöð á Sauðárkróki sem ali lax til slátrunar fengju stuðning frá bænum, þeir myndu fá bráðabirgðalóð undir þessa tilraunstarfsemi og ákveðið vatnsmagn til þess að gera þessa tilraun næsta vetur," sagði Rúiiar Bachmann for- maður atvinnumálanefndar á Sauðárkróki í samtali við Dag. Þrír áhugamenn um laxeldi á Sauðárkróki, Jóhann Svavars- son, Jón Jakobsson og Pétur Bjarnason hafa lýst áhuga sínum á að koma á fót laxeldisstöð á Sauðárkróki og hafa þau mál ver- ið nokkuð rædd af yfirvöldum á staðnum. Ljóst er að starfræksla slíkrar stöðvar þar stendur og fellur með því að hægt verði að fá til hennar heitt vatn á hag- stæðu verði og um það mál hafa umræðurnar aðallega snúist til þessa. „Það er verið að kanna þessi mál núna," sagði Rúnar. „Það er talað um að stöðin þurfi 40-50 sek./lítra þegar sjór er kaldastur og það er liðlega helmingur af vatnsþörf bæjarins í dag. Síðan þarf að athuga það vel hvaða möguleikar eru á því að koma til móts við þessa áhuga- menn og þetta er vissulega spennandi mál." - Frumáætlun varðandi þessa laxeldisstöð gerir ráð fyrir 100 tonna framleiðslu á ári til að byrja með og verður verðmæti henðar um 15 milljónir. Mann- aflaþörf við daglegan rekstur er 5 menn. gk- Fjárdráttur í verksmiðj- unni Sjofn - komst upp við endurskoðun hjá fyrirtækinu Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur nú að mestu leyti upplýst fjársvikamál sem starfsmaður í Sjöfn varð upp- vís að. Að sögn Ófeigs Baldurssonar þá mun hér ekki vera um stórar upphæðir að ræða en nóg til þess að fjárdrátturinn var þegar kærður til rannsóknarlög- reglunnar. Ófeigur varðist annars allra frétta af málinu en sagði að rannsókn væri að mestu lokið. Engar upplýsingar fengust heldur hjá forráðamönnum Sjafnar í morgun. Skrifstofustjóri Sjafnar skellti á blaðamann Dags með orðunum „engar upplýsing- ar" er hann heyrði erindið. Ekki náðist í forstjóra Sjafnar þar sem hann er staddur í Bandaríkjun- um. ¦ - ESE Norðurfell opnar í Kaupangi: „Sambland af kjörbúð og stórmarkaði fifi „Við stefnum að því að bjóða upp á fjölbreytt vöruval og markaðsverð á stórum hluta af okkar vöruin, vonandi sam- bærilegu við það sem gerist í Hrísalundi og Hagkaup," sagði Tryggvi Pálsson í samtali við Dag, aðspurður um „Mat- vörumarkaðinn", sem verður opnaður í Kaupangi um niiðj- an næsta mánuð. Matvörumarkaðurinn verður í því húsnæði sem Kjörbúð Bjarna hafði á sínum tíma og er í eigu Bjarna Bjarnasonar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur rekið þar útibú undanfarin ár, én hættir rekstri þess á föstudag, þar sem ekki samdist um áframhaldandi leigu við Bjarna. Það er hlutafélagið Norðurfell sem ætlar að reka Matvörumarkaðinn, en það er í eigu bræðranna Tryggva, Stein- bergs, Braga og Friðfinns Páls- sona. „Verslunin verður rekin með svipuðu sniði og verið hefur, sem blanda af kjörbúð og markaðs- verslun og að sjálfsögðu verður þar fjölbreytt kjötborð og við stefnum að því að hafa þar til þjónustu kjötiðnaðar- eða mat- reiðslumann. Við erum aðilar að K-samtökunum, þar sem „kaup- maðurinn á horninu" getur tekið þátt í pöntunum á ákveðnum vöruflokkum í stórum einingum, sem gefur hagkvæmara vöruverð. Við erum bjartsýnir á heiðarlega samkeppni við KEA og Hag- kaup, annars legðum við ekki út í þetta. Þar að auki teljum við nauðsynlegt að matvöruverslun verði áfram rekin í Kaupangi," sagði Tryggvi Pálsson. - GS Spáð er sunnanátt eða suðvestlægri átt á Norðurlandi allt fram á fimmtudag. Rigning verður á Suður- og Vest- urlandi og líkur á að rigningin nái norður til Skagafjarðar. Eyja- fjörður og Mývatnssveit sleppa hins vegar við vætuna. Hitastig verður um 6-9 gráður. • Lítiðaf lands- byggðinni Mikíl harka hefur nú færst í samkeppnina á blaðamark- aönum með tilkomu NT og það er ekki síst á íþróttasíð- um blaðanna sem bardaginn er mestur. Síauknu rými er varið undir fþróttaskrif og all- ir hafa það á stefnuskránni að vera „fyrstir með fréttirn- ar". Þó auknu rými sé varið undir íþróttafréttir þá er enn eitt óbreytt. Sorglega lítið er sagt f rá af rekum landsbyggð- armanna en hart er barfst um hvert það orð sem útgengur af munni íslensku atvinnu- mannanna sem leika knatt- spyrnu á meginlandinu eða UÉ" m^m frjálsfþróttamannanna sem æfa í Bandaríkjunum. # Satana Perkele? Eitt gott dæmi um áhugaleysi Reykjavfkurblaðanna á þeim landsbyggðarmönnum sem enn puða við að æfa íþrótt sfna hér heima, eru frásagn- frnar af nýafstöðnu Evrópu- meistaramóti í kraftlyfting- um. Þar náði Kári Elíson, KA þeim frækflega árangri að verða f öðru sæti á eftir heimsmeistaranum Eddie Pengele frá Bretlandi. DV skýrír frá þessu þegar á mánudag en þar heltir sigur- vegarinn reyndar Perkele (líklega skyldur satana perkele sem þýðir andsk... djöv... á finnska tungu). NT sem er í harðri samkeppni við DV á mánu- dögum „gleymir" hins vegar þessari frétt þó útvarp og sjónvarp hafi skýrt frá úr- slltum um helgina. NT er síð- an með úrslitin á þriðjudag en þá heitir sigurvegarinn Perkele, líkt og f DV. Þjóðvilj- inn skýrir frá úrslitum f fyrsta blaði eftir helgina, þ.e. á þriðjudag. • Loftbólur í lauginni Það sem vekur mesta athygli f þessu sambandi er ekki það að NT éti fréttirnar upp eftir DV, heldur það að „blað allra landsmanna" hefur ekki skýrt frá úrslitunum ennþá, þegar þetta er ritað. Morgun- blaðið hefur ekki séð ástæðu til þess að geta einu orði um frækilega frammistöðu Kára Elfsonar sem líklega er sú besta hjá íslenskum kraftlyft- ingamanni sfðan Skúli Ósk- arsson og Jón Páll gerðu garðinn frægan. Hins vegar má vart sundmaður reka við né badmintonmaður hnerra að ekkl sé getið um það í Mbl. Furðulegt fréttamat ekki satt?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.