Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. maí 1984 „Verkin syna beinlínis nafli alheimsms víða við. Hvammstangi e hínðhraut - hringvegmum heim fimm kíiómetra fjarlægð fr ^«nnllIll þægilega á óvart að um- fræga, en það kom okkur g\ -r sta5inn. Hvert sem litið ræddur málsháttur er eins stærðnm og gerðum. Opinberar efblasir við uppbyggmga* atvinnustarf- framkvæmdir, byggmgar uppbyggmgar- og semi. íbúar Hvammstanga mtða gj B ingll hafnar á staðnum, atvinnubyltingar sinnar v.ð þrennt 788 rækjuverksm.ð]- tilkomu hitaveitn og siðast en en yerið j önim Vexti a undan unnar Meleyrar hf’Þaett® ^"f*dar erfitt að ímynda sér Hvamms- tEiSSSZES"vJS- >-”rfré'1 unum. Það vildi þannig til að er blaða- menn Dags bar að garði hjá Mel- eyri hf., þá lá starfsemin niðri um tíma vegna yfirgripsmikilla breyt- inga á húsnæði fyrirtækisins. Alls staðar var verið að byggja og bæta og framkvæmdastjórinn hafði brugðið sér frá. Hann hafði ekki farið langt og það leið ekki á löngu þar til við fundum hann um borð í nýja skipinu, Sigurði Pálmasyni, fallegu 280 tonna skipi sem fyrir- tækið hafði nýlega fest kaup á frá Norðfirði. Magnús Sigurðsson er ungur maður eins og flestir af þeim sem staðið hafa að uppbyggingu fyrir- tækisins. Reyndar hefur Magnús sem er Hnífsdælingur að ætt og uppruna ekki unnið við fyrirtækið nema um tveggja ára skeið en Mel- eyri hf. er stofnað 1973. Magnús féllst fúslega á að ræða við Dag um fyrirtækið, lífið og tilveruna og hann var fyrst að því spuröur hver tildrögin að stofnun fyrirtækisins hefðu verið. breytingar á rekstrinum að heima- menn yfirtaka reksturinn að öllu leyti nema hvað Sigurður Guð- mundsson frá Hnífsdal heldur sín- um hlut. - Ertu sammála þeim sem segja að rekja megi uppgang plássins til stofnunar þessa fyrirtækis að ein- hverju leyti? - Ég held að það sé meira en að einhverju leyti. Öllu leyti myndi lýsa því betur. Hér hafði allt staðið í stað um langt skeið. Hér var nán- ast engin útgerð síðan 1950 en á þeim tíma sem er liðinn síðan fyrir- tækið var stofnað hefur íbúafjöldi nánast tvöfaldast. Meleyri er stærsti atvinnurekandinn í héraðinu með um 50 manns á launaskrá í landi í vetur. Síðan bætast við bátarnir tveir sem við eigum. Glaður sem er um 40 tonn og Siglunes sem er 100 tonna bátur en á þessum bátum var tíu manna áhöfn. Pá eru ótaldir bátar sem við höfum átt viðskipti við. Fyrsta raunverulega vertíðin Stærsti atvinnu- rekandinn í héraðinu - Fyrirtækið er upphaflega stofnað af nokkrum Vestfirðingum úr ísafjarðardjúpi ásamt nokkrum heimamönnum. Petta var 1973 að þetta gerðist en 1979 verða þær - Og þið hafið nú bætt við nýju skipi? - Já við erum nýbúnir að fá 280 tonna skip frá Norðfirði en þessu skipi hyggjumst við láta breyta í rækjufrystiskip við fyrsta tækifæri. - Hafa þessi bátar sem þú talar um verið á rækju allan tímann? - Siglunesið var upphaflega á - Er þetta upphaf skelfiskveiða hér við Húnaflóa? - Það er ekki hægt að segja það vegna þess að Skagstrendingar hafa verið á skel í nokkurn tíma eða síð- an 1979 eða 1980. Þessar veiðar hafa verið stundaðar á ákveðnum bletti út af Skagaströnd, sem talið var að gæti gefið um 1.000 tonn á ári og á þessum bletti er búið að vera að gutla, árangurslítið myndi ég segja í nokkur ár. Pessi vertíð hér er að mínu mati fyrsta raunveru- lega vertíðin í Húnaflóa og í fyrsta sinn sem veitt er í flóanum vestan- verðum. - Og þið stefnið í aukna skelfisk- veiði? - Það er framtíðin að mínu mati. - Getur þú gert þér grein fyrir því hvað þetta verða umfangsmikl- ar veiðar t.d. í samanburði við rækjuna? - Ég er að láta mig dreyma um að það verði ekki langt í það að við verðum farnir að taka upp 4.000 eða 5.000 tonn af skel í Húnaflóa árlega á móti um 2.000 tonnum af rækju. - Þegar þú talar um 4.000 eða 5.000 tonn er það þá brúttóþyngd upp úr sjó? - pað er brúttóþyngdin. - Hvað nýtist ykkur stór hluti þessa magns? - Fiskurinn eða vöðvinn sem er það hráefni sem við vinnum með er um 10% heildarþyngdar. - Getið þið nýtt hin 90% á ein- hvern hátt? - Við erum með tilraunir í gangi að nýta sjálfa skelina sem áburð eða jarðvegsbæti á tún. Skelin er möluð í kvörn og kalkið sem er í skelinni á að hafa góð áhrif á sýru- stig jarðvegsins. Verið var að gera Sigurð Pálmason kláran til veiða er þessi mynd var tekin. - Hvað með annan úrgang? - Það var tilraun í gangi hjá Sölumiðstöðinni í vetur með að nýta aðra hluti innan úr skelinni með Japansmarkað í huga en ég veit ekki hvað kom út úr þeim rannsóknum eða hvort þeim er lokið. línuveiðum í tvö ár en þegar Reykjafjarðarállinn var opnaður togurunum þá datt línuveiðin niður. Kannski var þetta okkur til heilia því við fórum að leita að nýj- um leiðum og fundum ágæt skelmið hér á Húnaflóa. Þetta markaði upphaf skelfiskveiða hjá okkur og ég get nefnt sem dæmi að í vetur leigðum við ásamt Skagstrending- um skip af Hafrannsókn til þess að leita að frekari skelfiskmiðum. Þetta bar þann árangur að við fund- um ágæt mið og tveir bátar héðan hafa verið á skel í allan vetur. - Þannig að þessir peningar sem þið kostuðuð til leigu, þeir hafa borgað sig aftur? - Já þeir gerðu það svo sannar- lega. Magnús Sigurðsson fyrir utan nýbyggingu fyrirtækisins. „EG MOTI HREI POLI — Rætt við Magnús Sigurð rækjuverksmiðjunnar Melt Skelfiskurinn er sælkerafæða - Hvernig standa markaðsmálin í sambandi við skelfisk og rækju í dag? - Markaðir eru nokkuð erfiðir, sérstaklega rækjumarkaðurinn þar sem verð hefur farið ört lækkandi í vetur. Verðið er nokkuð að jafna sig nú en svo virðist sem það verði um 20 eða 25% lægra en það var í haust. Það er eins með hörpudisk- inn eða skelina að verð hefur lækk- að en það rokkar meira eftir árstíð- um. - Hvernig vara er þetta á heims- markaðnum? - Það hefur lengst af verið litið á rækju sem nokkurs konar herra- mannsmat en það er nokkuð að breytast núna. Rækjan er að verða almennari vara, kannski vegna hins mikla framboðs en skelfiskurinn er og verður herramannsmatur. Sæl- keravara og vonandi í háum verð- flokki til frambúðar. - Nú er þessi vara ekki fullunnin hér. Er það ekki stefnan að full- vinna vöruna og skapa aukin verð- mæti? - Það er rétt að við eins og aðrir höfum annað hvort flutt út ferska eða frysta vöru sem síðan hefur verið fullunnin erlendis. Það er í raun ekki hægt að tala um niður- lagningu í þessu sambandi því skelfiskurinn hefur t.d. mest verið unninn á þann hátt að honum er velt upp úr raspi, svokölluðu „bread- ing“ og hann síðan djúpsteiktur. Ég held að það væri ekki ráðlegt fyrir okkur að fara út í þetta en hins vegar væri það sjálfsagt best ef hægt væri að fullvinna vöruna hér heima. - Hverjir eru helstu keppinautar okkar um markaðina? - Norðmenn eru okkar lang- samlega hörðustu keppinautar á rækjumörkuðunum. Varðandi skel- fiskinn sem hefur að langmestu leyti farið til Bandaríkjanna, þá eru Bandaríkjamenn helstu keppinaut- arnir þegar þeir eru á sinni vertíð og svo eru Kanadamenn einnig harðir í horn að taka. - Hvað með gæðin. Eru gæði ís- lenska skelfisksins og íslensku rækjunnar svipuð og t.d. gæði ís- lenska þorsksins gagnvart þeim kanadíska? - Ég þori ekki að fullyrða um það. Þetta er góð vara frá okkur og vafalaust þeim líka en aðalmunurinn liggur í því að fiskurinn sem þeir veiða vex upp í hlýjum sjó en við veiðum í köldum sjó. Að því leyt- inu ættum við að vera með betri vöru en þeir hafa það á móti að þeirra fiskur er stærri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.