Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 23.05.1984, Blaðsíða 12
(oronet jœrts EIRROR -TENGI SMURKOPPAR Salan á raðsmíðabátunum: „Málið er í sannkall- aðri sjálfheldu“ — segir forstjóri Slippstöðvarinnar Sýkna í Saab- málinu Nýlega var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli sem spannst út af sölu á Saab bifreið og nokkuð var fjallað um í Degi á sínum tíma. Féll dómurinn þannig að seljandi var sýknað- ur og kaupanda gert að greiða allan málskostnað. Málið snerist um meinta galla í vcl bifreiðarinnar. í bæjarþingi var talið að um galla hefði verið að ræða svo rifta mætti kaupun- um. Dómur Hæstarcttar féll hins vegar á þann veg að ekki hefði verið um slíkan galla að ræða og raunar hefði meðferð kaupanda á bílnum eftir að kaupin voru gerð geta haft þau áhrif að vélin skemmdist. Seljandi bílsins var Friðrik Fórðarson, sem sýknaður var af öllum kröfum kaupanda í Hæsta- rétti, en það var Jón Sigursteins- son. HS Eigendur óskoðaðra bifreiða mega fara að vara sig „Aðalskoðun bifreiða með A- númerum er að verða lokið, þannig að við förum að ýta við þeim sem enn eru með óskoð- aða bíla og þegar skoðun lýkur gerum við herferð í að klippa númerin af þeim bifreiðum sem enn verða óskoðaðar,“ sagði Árni Magnússon, lög- regluvarðstjóri, í samtali við Dag í morgun. I dag fer fram könnun á notk- un bílbelta hjá ökumönnum og farþegum í framsæti. Þessi könnun er gerð víðs vegar um landið fyrir Umferðarráð, en að sögn Árna hafa Akureyringar löngum veriö aftarlega á merinni í þessum efnum. - GS - Það má segja að þetta mál standi engan veginn og í raun- inni i sannkallaðri sjálfheldu, sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar er við spurð- um hann um stöðuna í rað- smíðabátamálinu. Óvenjulegur fiskur var í afla togarans Björgvins EA 311 er hann kom til heimahafnar á Dalvík um síðustu bclgi. Um var að ræða sannkallaðan risa- smokkfísk en hann kom í vörpu togarans er hann var að Eins og greint var frá í Degi fyrir helgina þá reyndist ekki til fjármagn í Fiskveiðasjóði til þess að greiða fyrir þeim aðilum sem ætluðu að kaupa raðsmíðabátana af Slippstöðinni og því allar horf- ur á að kaupin gengju til baka. veiðum milli íslands og Fær- eyja. Risasmokkfiskur þessi var 4,30 metrar ef lengsti armurinn var mældur. Samkvæmt upplýsingum Þórodds Þóroddssonar á Nátt- úrugripasafninu á Akureyri er Að sögn Sverris Hermannsson- ar, iðnaðarráðherra þá var búið að ganga frá þessu máli þegar samningar voru felldir. - í regl- um segir að þar til kaupendur finnast þá er þetta ríkisábyrgð- armál en þegar sala fer fram þá meðalstærð smokkfiska á bilinu 50-70 cm svo sá stóri var geysi- langt yfir meðallaginu. Smokkfiskurinn stóri er nú í vörslu Náttúrugripasafnins á Ak- ureyri þar sem hann er til skoðunar og nánari athugunar. gk-- yfirtekur Fiskveiðasjóður málið. Það er það sem þessir herrar virðast ætla að neita að gera, sagði Sverrir Hermannsson sem jafnframt sagðist myndu leggja þetta mál fljótlega fyrir ríkis- stjórnina til frekari ákvörðunar. „Bíðum átekta“ - Við getum lítið gert annað en beðið. Fiskveiðasjóður ber því við að engir peningar séu til og málið er því í algjörri bið- stöðu, sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar hf. þegar blaðamaður Dags innti hann álits á þeirri stöðu sem upp er komin vegna raðsmíða- bátanna, en annar báturinn sem verið er að smíða í Slipp- stöðinni átti að fara til Þórs- hafnar. Jóhann sagði að það hlyti að vera allra hagur fyrst á annað borð væri verið að smíða þessa báta að koma þeim á veiðar eins fljótt og mögulegt væri. Þeir myndu því bíða desembermán- aðar en þá væri fyrirhugað að af- henda bátinn. - Hvernig er atvinnuástandið nú? - Það hefur verið ágætt. Það hefur verið gott fiskerí og fyrsta flokks fiskur og Stakfellið hefur t.a.m. landað um 290 tonnum af góðum afla eftir tvær síðustu veiðiferðir. Að sögn Jóhanns þá eru stóru bátarnir tveir, Geir og Faldur búnir með kvóta sína og væri Geir t.a.m. byrjaður humai-veið- ar og legði upp á Djúpavogi. Faldur færi hins vegar bráðlega á hrefnuveiðar. Varðandi kvóta Stakfellsins sagði Jóhann að togarinn hefði verið frá í janúar og febrúar vegna klössunar í Noregi en þau tæplega 3.000 tonn sem togarinn hefði haft í kvóta ættu að duga út árið. - ESE Risasmokkfiskurinn ásamt öðrum af hefðbundinni stærð. Stærðarhlutföllin sjást vel ef eldspýtnastokkurinn á mynd- inni er notaður til viðmiðunar. Risasmokkfisk- ur til Dalvíkur — Björgvin EA fékk smokkfiskinn sem var 4,30 m á lengd í trollið í dag er reiknað með bjartviðri og hægri sunnan- eða suðvestan- átt víðast hvar á Norðurlandi. Á morgun er spáð vestlægri átt með skúrum af og til við ströndina og heldur fer kólnandi. Á föstudag- inn verða skúraleiðingar og jafn- vel slydda hér og þar á Norður- landi, en um helgina er spáð batnandi veðri, jafnvel má búast við „mjög góðu sumarveðri“ á sunnudaginn, samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofunnar í morgun. # Frostnætur í júlí-ágúst Nú er lag á Læk, eins og mað- urinn sagði. Draumspaki starfsmaðurinn okkar hér á Degi hafði heldur dapurlegar fréttir að færa nú um daginn. Hann dreymdi sum sé að menn voru að tína ber með stórum skóflum sem voru síðan settar á vörubílspall. Ekki létu mennirnir það á sig fá þó lítið væri sprottið. Sá draumspaki hafði ekki ráðn- inguna alveg á hreinu, en sagði sem svo að ekki kæmi sér það á óvart þó frostnætur yrðu i júlí eða ágúst (skófl- urnar voru sjö eða átta talsins). Og þá tóku kartöflu- ræktendur á ritstjórn andköf, nýbúnir að setja niður - um síðustu helgi. Sá draumspaki hefur ráð undir rifi hverju og ráðlagði þeim að byrja bara að safna að sér mosa og ýmsu drasli sem þeir gætu síðan brennt og látið reykinn líða yfir garðana þessar væntanlegu frostnætur. Við skulum vona að ráðningin hafi verið röng. • Tilbúnar f frystinn Eins og við greindum frá í blaðinu á dögunum ætlar einn vinur okkar frá Húsavík að setja niður franskar kart- öflur frá Kaupfélagi Sval- barðseyrar. Draumurinn sem getið er um í klausunni hér að framan bendir svo sannar- lega til þess að hann sé á réttri leið og ef að líkum lætur verður þeim frönsku ekki meint af næturfrostunum enda tilbúnar í frystinn. # Flaug út um gluggann Einn laufléttur í lokin. Maður nokkur sótti um atvinnu í stærsta sirkus heims og fór í viðtai til forstjórans sem hafði aðsetur á efstu hæð í skýjakljúfi í New York. „Hvað getur þú gert?“ sagði forstjór- inn. „Hermt eftir fuglum,“ sagði umsækjandinn en for- stjórinn brást reiður við: „Hér eru hundruð manna sem geta hermt eftir fuglum. Við höfum ekkert við þig að gera.“ „Allt í lagi,“ sagði maðurinn þá og flaug út um gluggann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.