Dagur - 28.05.1984, Síða 1

Dagur - 28.05.1984, Síða 1
67. árgangur Akureyri, mánudagur 28. maí 1984 Hægt að borga Kröflu upp á skömmum tíma — ef framleiðslumöguleikarnir eru fullnýttir en aldrei ef ástandið verður óbreytt og ekkert verður gert Eina leiðin tíl að Kröfluvirkjun geti borgað sig upp sjálf og ekki þurfi að greiða hana niður með skattfé landsmanna er sú, að koma þeirri vélasamstæðu sem nú er fyrir hendi í full afköst, eða það sem er ennþá betra, að taka alla virkjunina í notkun og auka afl hennar í 60 MW. Þetta er meginniðurstaða hag- kvæmnisathugunar sem Verk- fræðistofan Strengur gerði fyrir Rarik. Skýrsla kom út um málið á síðasta ári, en henni virðist lítið hafa verið haldið á lofti. Nú er hins vegar um það rætt að flytja vélasamstæðu nr. 2 suður á land, líklega að Svartsengi. Samkvæmt þessari athugun má ætla að það versta sem gert er varðandi Kröfluvirkjun sé að láta hana dankast á minna en hálfum afköstum, miðað við það sem upphaflega var áætlað. Með 20 MW aflframleiðslu getur virkjun- in aldrei borgað sig upp, en verði aflið aukið í 30 MW og vélarnar sem nú eru í notkun þannig full- nýttar, gæti hún borgað sig upp árið 2012 eða þar um bil. Væri hins vegar hin vélasamstæðan tekin í notkun væri hægt að greiða virkjunina niður enn hrað- ar og ljúka því árið 2006 eða þar um bil, en þá þyrfti að koma til viðbótarfjármagn fyrst í stað. Sjá nánar um þetta mál á bls. 3. HS. Halldór Laxness var gestur á fundi Félags aldraðra í Sjallanum í gær. Þar Heimsókn á þorra og einnig kafla úr endurminningabókum sínum. Hinum fluttu leikarar úr LA hluta úr Sjálfstæðu fólki, og Halldór las smásöguna góða gesti var ákaflega vel tekið. Mynd: KGA. Þjálfunarskólinn á götunni í haust? Verða 30 þroskaheftír einstakl- ingar í Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri án skólahúsnæðis í haust? Þjálfunarskólinn missir þá það húsnæði sem hann hef- ur verið í á Sólborg og þar sem Síðuskóli hefur ekki verið byggður þá er allt útlit fyrir það í augnablikinu að skólinn sé á götunni frá og með 1. sept- ember. - Það þarfekki góðan vilja til að leysa þetta mál. Þetta eru landslög en svo virðist sem það eigi að níðast á þessu fólki, sagði Jón E. Aspar, formaður For- eldrafélags barna með sérþarfir er Dagur leitaði álits hans á mál- inu. Jón sagði að menntamálaráðu- neytinu væri vel kunnugt um það ófremdarástand sem væri að skapast en það eina sem ráðu- neytið hefði gert til þess að út- vega grunnskóla þroskaheftra húsnæði væri að skrifa skólunum á Akureyri bréf þar sem óskað væri eftir því að þeir skytu skjóls- húsi yfir Þjálfunarskólann. Á fundi foreldrafélagsins og kennara við Þjálfunarskólann fyrir skömmu var samþykkt harðorð ályktun þar sem þess er krafist að viðunandi húsnæði fyr- ir skólann verði tryggt þar til Síðuskóli kemst í gagnið. Fund- urinn vekur einnig athygli á því að engin fjárveiting sé til þessarar nýbyggingar á árinu en þess í stað fari fjármagnið til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu. - Við glöddumst þegar við fréttum að Magnús Magnússon, fyrrum skólastjóri Öskjuhlíðar- skóla hefði verið ráðinn sér- kennslufulltrúi hjá ráðuneytinu en nú er svo komið að við for- eldrar hörmum þá ráðstöfun, sagði Jón ‘E. Aspar. - Það eina sem mér er kunn- ugt um að ráðuneytið hafi gert er þetta bréf sem skólanefndinni var sent en skólarnir á Akureyri hafa nú svarað því erindi neitandi, sagði Þorbjörg Sigurðardóttir, skólastjóri Þjálfunarskólans á Akureyri. Þorbjörg sagði enn- fremur að nú væru 11 stöður við skólann sem ráða þyrfti í fyrir næsta vetur en nemendurnir 30 ættu rétt á fimm til fimmtán tíma kennslu á viku hverri allt eftir því hvers eðlis fötlun þeirra væri. - Ráðuneytið hefur alltaf leyst mál sem þessi og ég vonast til þess að þess verði skammt aö bíða að við finnum húsnæði fyrir skölann, sagði Magnús Magnús- son sérkennslufulltrúi í samtali við Dag. Magnús sagði það ekki rétt að uppbygging á Reykjavíkursvæð- inu væri á kostnað Akureyrar. Hið rétta væri að dregið hefði verið úr framkvæmdahraða við Síðuskóla þar sem Þjálfunarskól- inn verður til húsa í einni álmu og þess vegna hefði ekki verið veitt fjármagni til skólans í ár. Þess bæri og að geta að fé til byggingarframkvæmda í þágu þroskaheftra kæmi úr sérstökum framkvæmdasjóði sem allir fatl- aðir nytu fyrirgreiðslu úr en sjóð- ur þessi hefði svipað fjármagn til ráðstöfunar í ár og á árinu 1983. - ESE. 61. tölublað Heila línan sýnir skuldaþróunina miðað við að virkjunin yrði fullgerð, strikalínan hvernig skuldimar minnkuðu ef aðeins fyrri vélasam- stæðan yrði sett á fúll afköst og strika- og puntktalínan hvemig skuldir myndu sífeUt aukast miðað við 20 MW afl. Skag- firð- inga- búð - bls. 8 Þar sem uppstigningardagur er næsta fimmtudag kemur blaðið ekki út á föstudag. Miðvikudags- blaðið verður hins vegar í mynd- arlegra lagi. Auglýsendum og þeim sem þurfa að koma efni í blaðið er bent á að gera það fyrir hádegi á morgun, þriðjudag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.