Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. maí 1984 Hvernig líst þér á „uppákomurnar^ í göngugötunni? Adolf Ingi Erlingsson: Það litla sem ég hef séð líst mér mjög vel á. Ólafur Harðarson: Mjög vel, það vantar aðeins rokkið. Guðmundur Brynjarsson: Þetta lífgar upp á bæjarbrag- Bryndís Reynisdóttir: Mér finnst gaman að þessu. Sigþór Bjarnason: Mjög vel og þær mættu vera tíðari í góðu veðri. - Spjallað við verktakann, björgunarsveitarmanninn, sjómanninn, bridgemanninn og Kiwanisfélagann Héðin Sverrisson í Mývatnssveit „Eg er að vísu fæddur á Akur- eyri en kom hingað 6 daga gamall, foreldrar mínir bjuggu hér í Mývatnssveitinni og ég hef alltaf verið hér,“ sagði Héðinn Sverrisson sem við hittum við vinnu á planinu fyr- ir utan Hótel Reynihlíð í Mý- vatnssveit á dögunum. „Það má segja að ég geri allan andskotann,“ sagði Héðinn er við spurðum hann við hvað hann starfaði. „Aðallega er ég í verk- takavinnu en ég er einn af eig- endum Sniðils hf. Við erum í steypugerð, jarðvinnslu og hús- byggingum. Síðan erum við með trésmíðaverkstæði og bílavið- gerðaverkstæði og einnig sjáum við um akstur á kísilgúr fyrir Kís- iliðjuna.“ - Þetta er heilmikið fyrirtæki? „Já, það má segja það og það hefur vaxið nokkuð hratt. Þetta tók mikinn fjörkipp þegar Krafla var að byggjast upp en við höfum unnið mikið þar síðustu árin. Starfsmenn eru á bilinu 15-17 og eitthvað fleiri á sumrin." - Er mikil gróska hér, mikið byggt? „Það hefur ekki verið núna í nokkur ár nema það sem Kröflu- virkjun hefur byggt af íbúðarhús- um fyrir sína starfsmenn. Ég held að náttúruhamfarirnar hafi dreg- ið nokkuð máttinn úr mönnum á undanförnum árum og við erum í rauninni varla komnir yfir það ennþá. Ég held meira að segja að það hafi gætt tregðu hjá opinber- um aðilum við að greiða götu manna sem vildu byggja hérna.“ - Hvernig er mannlífið hér í Mývatnssveitinni? „Ég held að það verði að telj- ast allgott. Ég er sjálfur í mörg- um félögum þótt tíminn sé það naumur að maður hafi ekki að- stöðu til að sinna öllu nægilega vel. Ég er í björgunarsveitinni, Kiwanisklúbb, bridgefélagi, Fé- lagi vélsleðaeigenda og ég geri dálítið af því að fara á sjóinn.“ - Sjómaður í Mývatnssveit? Hvaðan gerir þú út? „Frá Húsavík. Við erum með nokkur þorskanet i sjó og ég var á sjó síðast í nótt og þarf að fara aftur í kvöld. Þetta er meira til gamans gert, við erum með örfá net í sjó nokkrir félagar en við keyptum okkur lítinn bát fyrir nokkrum árum. Eins og ég sagði þá er þetta aðallega til gamans gert, hér fæst oft ekki fiskur svo það er upplagt að skjótast þetta." - Hvað eruð þið lengi að fara og vitja um? „Við erum um 5 klukkutíma frá því við förum héðan og þang- að til við erum komnir hingað upp eftir aftur. Við erum með hraðbát þannig að við erum snöggir að koma okkur á miðin.“ - Farið þið með aflann hingað uppeftir og seljið? „Nei, við leggjum þorskinn inn í Fiskiðjusamlagið á Húsavík en við höfum með okkur ýsu hingað uppeftir fyrir okkur sjálfa í soðið og kunningjana. Tilgangurinn með þessu er að leika okkur og hafa í soðjð ef svo ber undir.“ - Þú ert í björgunarsveitinni hér, sagðir þú? „Já, sveitin okkar heitir Stefán og var stofnuð 1955. í sveitinni eru yfir 30 manns og það má segja að ríflega helmingur þeirra sé vel starfandi. Við höfum nokkrar æfingar á ári, erum með sigflokk, þá erum við með bát og það er sérstakur flokkur sem æfir sig í björgun á honum og þá eru haldnar landbjörgunaræfingar. Við erum einnig með sjúkrabíl og það er talsverð vinna að halda honum gangandi og hann er not- aður oft á hverju ári.“ - Björgunarsveitamenn víða um land kvarta oft undan því að það sé illa búið að þeim og tækja- kostur sé af skornum skammti. Hvað með ykkur? „Ég hef heyrt það eftir ráða- mönnum í Slysavarnafélagi ís- lands að við séum með mjög vel búna björgunarsveit miðað við staðhætti og við höfum notið þess að fyrirtæki hér og einstaklingar hafa sýnt okkur mikinn góðvilja. Það má segja að flest félagasam- tök hér hafi styrkt okkur og hreppurinn hefur alltaf stutt vel við bakið á okkur. Þá höfum við fengið góðar gjafir frá fólki sem við höfum verið svo lánsamir að bjarga eða veita aðstoð á ein- hvern hátt. Það má heldur ekki gleyma því að við erum með mjög virka kvennadeild sem hef- ur reynst okkur afar vel. Mér skilst að við séum með mjög góða sveit.“ - Hafið þið verið með æfingar sem miðast sérstaklega við það ef náttúruhamfarir skella hér yfir? „Við höfum starfað í mjög nánum tengslum við Almanna- varnir og formaður björgunar- sveitarinnar situr í almanna- varnanefnd. Við höfum að vísu ekki verið með æfingar sem ein- göngu miðast við þær náttúru- hamfarir sem hér voru yfirvof- andi en við erum við öllu búnir.“ gk-. Héðinn Sverrisson. Nokkur orð um lokun útibús KEA í Hlíðargötu Nú á að fara að loka síðasta úti- búi KEA á Ytri-Brekkunni. Þetta útibú hefur þá sérstöðu að þetta er gamalt og gróið hverfi og mikið af öldruðu fólki sem býr þar. Þessi verslun hefur ef til vill verið einu tengslin sem þetta fólk hefur við umhverfið. A veturna er mjög erfitt að ferðast í þessu hverfi og það eldra fólk sem ekki hefur yfir bifreið að ráða verður í miklum erfiðleikum með að komast í verslun. Fyrir skömmu voru gerðar ráðstafanir til sparn- aðar í þessu útibúi og er nú talið að það sé rekið með óverulegu tapi. Og nú er spurningin þessi: Ætlar stjórn KEA að láta gróða- sjónarmið ráða í þessu máli, eða hinn mannlega þátt? Bent hefur verið á heimsend- ingarþjónustu en hún kostar 30,00 pr. sendingu og það munar um það hjá ellilífeyrisþegum. En aðalatriðið er það að fólk vill gjarnan vera sjálfbjarga eins lengi og kostur er á og heimsend- ingarþjónusta kemur ekki í stað- inn fyrir hin mannlegu samskipti. Gunnlaugur Guðmundsson. Engin bílastæði við sjúkrahúsið Gömul kona hringdi og vildi sjúkrahússins sé ávallt fullt af bíl- koma eftirfarandi á framfæri: Ég þarf oft að leita á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og það fer mikið í taugarnar á mér hversu erfitt er að fá bílastæði þar við sjúkrahúsið. Ég sé ekki betur en bílastæðið norðan um starfsfólksins en aðrir sem eiga þangað erindi þurfa að leggja sínum bílum upp við þvottahúsið. Vilja forráðamenn sjúkrahússins ekki gefa mér skýr- ingu á þessu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.