Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 28. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Krafla Málefni Kröfluvirkjunar hafa lítið verið til umræðu upp á síðkastið. Þó hefur það heyrst að Landsvirkj- un sé um það bil að yfirtaka rekstur virkjunarinnar af Rafmagnsveitum ríkisins, í samræmi við þá stefnu að orkuöflunin sé öll á einni hendi. Þá hefur það einnig heyrst að í bígerð sé að flytja þá véla- samstæðu Kröfluvirkjunar sem enn hefur ekki verið tekin í notkun suður fyrir heiðar, hvað svo sem á nú að gera við hana þar. Raunar er óvissan svo mikil í málefnum Kröflu- virkjunar að starfsmenn vita ekki einu sinni hvað fyrir liggur að gera á næstu mánuðum. Ástæðan fyr- ir þessu er líklega sú að hugtakið Krafla hefur verið eins og nokkurs konar skammaryrði í stjórnmála- þrasi undanfarinna ára og enginn virðist þora að taka sér þetta orð í munn. En hvernig standa málefni Kröfluvirkjunar? Til er skýrsla um hagkvæmnisathugun sem gerð var á síð- asta ári. Rafmagnsveitur ríkisins fengu verkfræði- stofu til að kanna hagkvæmni mismunandi kosta. Þessi skýrsla hefur ekki fengið mikla kynningu, svo ekki sé meira sagt. Þar kemur m.a. fram að viðbótarkostnaður við framhaldsframkvæmdir vegna aflaukningar Kröflu- virkjunar í 60 MW er metinn nokkuð ámóta og kostnaður við orkuöflun með hagkvæmustu vatns- aflsvirkjunum landsmanna. í skýrslunni segir að draga megi þá beinu ályktun af áðurgreindri niður- stöðu, að ekki sé verið að fórna fjármagni þótt farið sé í viðbótarframkvæmdir við Kröfluvirkjun fremur en að framleiða orkuna í hagkvæmustu vatnsafls- virkjunum. . í þessari skýrslu er hagkvæmnissamanburður við aðra virkjunarkosti. Viðbótarframkvæmdir við Kröfluvirkjun valda því að orkuverð þar verður 17— 25 aurar á kílówattstund, 22-25 aurar við Blöndu- virkjun, 23-29 aurar við Fljótsdalsvirkjun, 19-23 aurar vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar og 24—27 aurar á kílówattstund í Sultartangavirkjun, svo eitthvað sé nefnt. Með öðrum orðum kosta fram- haldsframkvæmdir við Kröfluvirkjun svipaða upp- hæð á orkueiningu og vatnsaflsvirkjanir sem fyrir- hugaðar eru í virkjanakerfi landsmanna á næstu árum. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að útilokað sé að Kröfluvirkjun sjálf geti greitt niður skuldir henn- ar vegna miðað við 20 MW afl, hægt verði að greiða skuldirnar niður með 30 MW afli eða fullnýtingu þeirra véla sem þegar hafa verið teknar í notkun, en fljótlegast verði að greiða niður allar skuldir virkjun- arinnar með áframhaldandi framkvæmdum og stækkun upp í 60 MW, eins og virkjunin var fyrir- huguð í upphafi. Það er orðið tímabært að menn láti af þeirri hræðslu sem virðist sífellt skjóta upp kollinum þeg- ar Krafla er nefnd á nafn. Verst er fyrir þjóðarbúið að láta virkjunina standa hálfkaraða. Best er að ljúka henni því þá getur hún sjálf greitt niður skuld- ir sínar laust eftir næstu aldamót. Annars aldrei. „Er alltaf í viðbragðsstöðu" - segir Sólveig lllugadóttir hjúkrunarfræðingur í Mývatnssveit sem er á vakt alla daga ársins „Þið eigið að taka viðtal við hana Sólveigu hjúkrunarkonu, hún vimiur geysigott starf hérna í hreppnum," sagði einn viðmælenda okkar Dags- manna er við vorum á ferð í Mývatnssveit á dögunum. Við létum ekki segja okkur það tvisvar, mæltum okkur mót við Sólveigu í „heilsugæslustöð" hennar og áttum við hana stutt spjall. „Nei, hér í sveitinni er enginn læknir, og ég reyni því aö senda frá mér allt sem ég tel mig ekki ráða við," sagði Sólveig, en við höfðum einmitt heyrt að hún fengist við störf sem læknar sinna að öllu jöfnu þar sem þeir eru til staðar. „Ég veit ekki hvort þetta er rétt," sagði Sólveig. „Hins vegar reyni ég að gera að smærri sárum, sauma skurði og búa um brunasár. Það er alltaf talsvert um brunasár, sérstaklega hjá ferðafólki enda margir hverjir mjög frakkir og gæta ekki að sér við að ná góðum myndum við hverina og fara út í hvað sem fyr- ir er." - Eru það slæm meiðsli sem fólk hlýtur er það brennir sig í hverunum? „Þau geta verið það. Eins er að þarna er ekkert vatn til kælingar og það getur liðið talsvert langur tími þangað til fólkið kemst til mín, sérstaklega ef um er að ræða fólk sem ekki hefur bíl. Þetta fólk þarf því að komast í bifreið og síðan til mín. Þetta geta verið ljót meiðsli og ég hef fengið sjúkling með brunasár alveg frá tám og upp fyrir hné. Þá kemst einnig oft í þetta leir og það getur verið erfitt að ná honum úr og það er sárs- aukafullt. Það hefur komið fyrir að ég hef fengið til meðferðar sjúkling sem var kominn í „sjokk" vegna sársauka. Ég hef heldur ekki mjög góða aðstöðu til þess að búa um svona sár, hér eru mikil þrengsli eins og þú sérð. Það er líka slæmt að hafa engan til að aðstoða sig, en hingað kemur aldrei læknir." - Þegar Sólveig útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur starfaði hún á slysadeild og þar sá hún ýmislegt sem hefur komið henni að góðum notum í starfinu í Mý- vatnssveit. - Finnur þú til öryggisleysis vegna þess að hér ert þú ein að axla ábyrgð, enginn læknir til staðar? „Ekki get ég neitað því og þá sérstaklega á veturna." - Er talsvert um að lólk leiti til þín, fólk sem er þannig veikt eða slasað að það ætti raunar ekkert erindi nema til læknis? „Það er alltaf leitað til mín fyrst svo framarlega að ég sé við- látin, en ég get verið að sinna öðru úti í sveit. Eg er ekki skyldug til þess að vera á vakt um helgar en í rauninni er ég á vakt allan sólarhringinn allt árið um kring, alla daga ársins og þarf alltaf að vera í viðbragðsstöðu. En ætli það megi ekki segja að ég sé farin að sjóast í þessu því það eru 7 ár síðan ég tók við þessu starfi hérna." gk-. ....... mn „Þetta eru böm sem ég hef skoðað og hafa komið til mín í ungbarnaeftirlit og ónæmisaðgerðir. Ég byrjaði strax á því að mynda fyrsta barnið og hef haldið því áfram." - Sólveig Illugadóttir á læknastofu sinni og myndimar af bömunum á veggnum skipta tugum. Mynd: gk-. Aðalfundur Einingar: 12,5 milljónir kr. í atvinnuleysisbætur Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar var haldinn 22. maí. Var hann óvenju seint að þessu sinni, sem stafaði af því að verið var að vinna að því að tölvusetja bókhald félagsins, félagatal og fleira í sambandi við reksturinn. Það á hins veg- ar að hafa í för með sér, að framvegis verði unnt að halda aðalfund mjög fljótt eftir ára- mót hver. Aðalfélagar í Einingu eru nú 3.310, en á aukafélagaskrá eru 876, er þar einkum um að ræða fólk, sem aðeins hefur verið mjög skamman tíma eða jafnvel alls ekki í einhver ár, en þó einhvern tíma undirritað inntökubeiðni, einnig, nokkrir félagar annarra verkalýðsfélaga og fólk, sem flutt hefur af félagssvæðinu án þess að hafa enn flutt lögheimili sitt. Fjárhagsafkoma var nokkuð góð á árinu og töldust bókfærðar eignir um síðustu áramót rösk- lega 14 milljónir króna, en þar af hefur um það bil helmingur verið bundinn í nýbyggingu verkalýðs- félaganna við Skipagötu 14 eða 7 milljónir króna. Best varð afkoman hjá sjúkra- sjóði og voru samþykktar nokkr- ar fjárveitingar úr sjóðnum um- fram það, sem fer eftir föstum reglum sjóðsins. Fræðslunefnd félagsins gekkst á árinu fyrir nokkrum námskeið- um, aðallega fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum og þá í samstarfi við AN og MFA. Almennt var starfsemi félags- ins á árinu 1983 með svipuðu sniði og undanfarin ár, og stór hluti þess er jafnan í sambandi við gerð kjarasamninga og eftirlit með að þeim sé framfylgt, útgáfu samninga, kauptaxta og fleira þess háttar. Hins vegar fer vinna við ýmiss konar félagslega þjón- ustu sívaxandi, og á síðasta ári varð, því miður, mjög aukið starf við útreikning og afgreiðslu at- vinnuleysisbóta. Hefur það enn aukist, það sem af er þessu ári, þó að tölvuvinnsla hafi nokkuð létt á handavinnu í því sambandi. Greiddar atvinnuleysisbætur 1983 til Einingarfélaga námu kr. 12.456.937,00. Þá má geta þess, að bótagreiðslur Lífeyrissjóðsins Sameiningar á árinu, en sjóðfé- lagar eru nær eingöngu Einingar- félagar, námu kr. 12.262.948,00. Þá námu greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins nokkuð á þriðju milljón króna. Fastir starfsmenn á aðalskrif- stofu Einingar eru nú 5, þar af 2 í hálfu starfi. Auk þess eru starfs- menn í hlutastörfum hjá félags- deildunum, sem eru í Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey og Grenivík. Hjá Lífeyrissjóðnum Sameiningu eru 2 í fullu starfi og 2 í hálfu. Aðalstjórn Verkalýðsfélagsins Einingar er nú þannig skipuð: Formaður: Jón Helgason Akur- eyri. Varaformaður: Sævar Frí- mannson Akureyri. Ritari: Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir Akureyri. Gjaldkeri: Aðalheiður Þorleifs- dottir Akureyri. Meðstjórnend- ur: Björn Snæbjörnsson Akur- eyri, Guðrún Skarphéðinsdóttir Dalvík og Matthildur Sigurjóns- dóttir Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.