Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 7
28.maí1984-DAGUR-7 Bjami Jónsson (liggjandi) skorar annað mark KA. Steingrúnur Birgisson fagnar. Mynd: KGA. „Endurtekið efni" frá Akranesleiknum — og Þróttur sigraði Þór 3:0 á Laugardalsvellinum „Það má segja að þessi Ieikur sé kópía af Ieik okkar við Skagamenn í 2. umferð mótsins. Við spiluðum vel í byrjun, sköpuðum okkur góð marktækifæri en skoruðum ekki úr þeim og brotnuðum svo niður við að fá á okkur mark," sagði Þorsteinn Ólafs- son þjálfari Þórs eftir leik Þróttar og Þórs í gærkvöld, en þann leik unnu Þróttarar ör- ugglega með þremur mörkum gegn engu. Þórsarar hafa því fengið á sig 6 mörk í tveúnur síðustu leikjum sínum án þess að geta svarað fyrir sig. Það benti þó ekkert til þéss að Þór myndi bíða afhroð í þessum leik, ekki fyrstu 20 mínútur leiks- ins. Þórsarar voru þá sterkari að- ilinn og færi létu ekki á sér standa. Kristján Kristjánsson með tækifæri strax á 1. mínútu sem var varið á línu og Halldór Áskelsson komst einn inn fyrir vörnina á 4. mínútu en skaut í stöngina. Þetta voru bestu færin, og sam- kvæmt þeim hefðu Þórsarar með smáheppni getað skorað þarna tvö mörk. Það tókst þeim ekki, en Páll Ólafsson var í skot- skónum sínum í gærkvöld og gerði út af við Þórsara er kom fram í hálfleikinn. Hann skoraði á 24. mínútu, aftur 8 mínútum síðar og í síðari hálfleik fullkomnaði hann „þrennu" sína er hann skoraði á 65. mínútu. Tvö af þessum mörkum má skrifa á Pál Guð- laugsson markvörð, og víst mun vera komin pressa á Þorstein Ólafsson þjálfara Þórs að taka fram markmannshanskana aftur. Einna besti maður Þórs í þessum leik var Kristján Kristjánsson, og þá sérstaklega í byrjun. En Þórs- liðið sem lék mjög vel framan af fyrri hálfleik var hreint út sagt afar slakt er á leikinn leið. S - gk- Völsungar pressuðu - en tókst ekki að skora Þrátt fyrir gífuriega pressu all- an síðari hálfleikinn tókst Völsungum ekki að jafna met- iii gegn Víði í Garðinum á Iaugardag. Heimamenn unnu 1:0 sigur en ekki hefði verið ósanngjamt að Völsungar hefðu tekið a.m.k. annað stigið. Mjög hvasst var í Garðinum og léku heimamenn undan vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þá eitt mark. Það var Klemens Sæ- mundsson sem það gerði, kastaði sér fram á fyrirgjöf og skallaði í mark. Eins og fyrr sagði pressuðu Völsungar mjög stíft í síðari hálf- leik, en án árangurs. STAÐAN I STAÐAN Staðan í l.deild knattspyrnu að helgarinnar: KA-Víkingur Akranes-ÍBK UBK-Fram Þróttur-Þór Valur-KR Akranes Þróttur Víkingur ÍBK Fram KR Þór KA UBK Valur íslandsmótsins í loknum leikjum 3:3 1:2 0:1 3:0 0:0 6 Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: 1:0 1:0 0:2 0:2 fr 5:2 5:2 5:4 3:2 3:3 2:2 2:7 5:6 1:2 0:1 Skallagr.-Einherji Víðir-Völsungur ÍBÍ-FH Tindastóll-UMFN IBV-KS FH 2 Víðir 2 UMFN 2 Skallagr. Völsungur ÍBÍ 2 2 2 IBV 1 KS 0 Einherji Tindastóll 1 2 Einherji tapaði - fyrir Skallagrími 1:0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8:1 2:1 2:1 3:3 1:1 3:4 1:1 0:0 0:1 1:8 Einherji tapaði viðureign sinni gegn Skallagrími er liðin mætt- ust í 2. deildinni í Borgarnesi um helgina. Úrslit leiksins 1:0 fyrir heimamenn og Einherjar eru því ekki komnir á blað í deildinni ennþá, en reyndar var þetta fyrsti leikur þeirra. Leikur liðanna í Borgarnesi þótti ekkert augnayndi. Mikið var um háspyrnur og hefðu leik- menn liðanna að ósekju mátt reyna betur að spila saman. Heimamenn voru sterkari aðilinn og áttu fleiri færi en Einherjar. Þeim tókst þó ekki að skora lengi vel, ekki fyrr en Björn Jónsson tryggði þeim sigurinn með góðu skallamarki um 15 mínútum fyrir leikslok. Bikarkeppni KSI: Vaskur komst áfram! Vaskur komst áfram í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ er liðid sigraði Vorboðann á KA-velli sl. laugar- dagskvöld með fjórum mörkum gegn tveimur. Þormóður Einarsson þjálfarí Vorboðans gerði sjálí'sinaik, fyrsta mark leiksins, og Gunnar Berg bætti öðru við fyrir Vask. Halldór Aðalsteinsson minnkaði muninn í 1:2 en Heimir Bragason skoraði þriðja mark Vasks. Þá minnkaði Valdimar Júlíusson muninn í 3:2 með marki fyrir Vorboðann en lokaorðið áttí Heimir Bragason. Úrslitin urðu þvt 4:2 fyrir Vask, og á Vaskur að teika heima gegn 2. deildar liði KS í næstu umferð. Hinn leikurinn verður svo á milli Völsungs og Tindastóls. Þessir leik- ir fara fram 5. júní. Þau lið sem sigra í þessum leikjum leika síðan um eitt laust sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Sigurbjörn var í ef sta sæti Alls mættu 16 drengir í fyrsta drengjamót sumarsins hjá Golf- klúbbi Akureyrar og er það betri þátttaka í slíku móti en verið hef- ur undanfarin ár. Keppnisfyrirkomulagið í þessum drengjamótum er þannig að leiknar eru 18 holur hverju sinni, og er leikið með forgjöf. AIIs ve-ða mót- in 5 sem telja í stigakeppninni svo- kölluðu, en piltarnir fá einnig verð- laun fyrir hvert mót. Þau voru að þessu sinni gefin af Ferðaskrifstofu Akureyrar. Sigurvegari í mótinu í gær varð Sigurbjörn Þorgeirsson á 65 högg- um nettó, annar Aðalbjörn Pálsson á 66 höggum nettó og þriðjí til fiórði Vigfús Magnússon og Örn Olafsso'n á 70 höggum nettó. Á fímmtudag mættu 36 kylfingar til leiks í „videómót" hjá GA og léku 9 holur. Þar varð sigurvegari Sverrir Þorvaldsson á 31 höggi en leikið var með hálfri forgjöf. Annar varð .lón Guðjónsson á 32 höggum og þriðji Vigfús Magnússon á 34 höggum. Þór-Þróttur sýndur á Bauknum „Ég ætla að sýna leik Þróttar og Þórs í 1. deildinni á Bauknum ann- að kvöld (mánudag) og á þriðju- dagskvöldið," sagði Rúnar Gunn- arsson veitingamaður í 11-10(1 er hann ræddi við Ðag í gær. Rúnar sagði að það væri ætlunin að sýna alia útileiki Þórs í 1. deild- inni í videó á Bauknum strax dag- inn eftir að þeir væru leiknir, og sagðist hann vonast eftir jákvæðum viðbrögðum knattspyrnuáhuga- manna. Leikur Þróttar og Þórs verður sýndur kl. 18 í kvöld og ann- að kvðld á Bauknum og hugsanlega síðar um kvöldið ehmig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.