Dagur - 28.05.1984, Page 7

Dagur - 28.05.1984, Page 7
6 - DAGUR - 28. maí 1984 28. maí 1984 - DAGUR - 7 Víkigarnir sluppu með annað stigið Hrafn- kell og Þórhallur unnu Þeir Þórhallur Pálsson og Hrafn- kell Tulinius urðu sigurvegarar í „four ball - best ball“ golfkeppn- inni hjá Golfklúbbi Akureyrar um helgina. í þessari keppni leika tveir og tveir saman sem lið og telja betra „skor“ sitt á hverri holu. Þórhallur cr ekki óvanur því að taka á móti verðlaunum eftir golfmót, en Hrafnkell hefur hingað til aðallega haldið sig við körfubolt- ann cn sést nú æ oftar trítlandi á eftir golfkúlunni að Jaðri og árang- urinn lætur ekki á sér standa. í þessu móti voru verðlaun gefin af fyrirtækinu Híbýli hf. en Hörður Tulinius faðir Hrafnkels er einmitt einn af eigendum þess fyrirtækis. Þeir Þórhallur og Hrafnkell léku á 32+32 höggum eða samtals 64 höggum. Næstir komu þeir Birgir Marinósson og Guðmundur Finns- son á 33+33 eða samtals 66 og í þriðja sæti urðu Páll Pálsson og Ólafur Arnarson á 34+ 34 eða samtals 68 höggum. Næsta keppni hjá Golfklúbbnum er „videókeppni“ á fimmtudag, og á laugardag verður síðan „uppstill- ing“ í keppninni um Olíubikarinn. I .......;____________ Kristinn Jónsson. Firmakeppni TBA: Rafinnkaup ■ SCm sigraöi Kristinn Jónsson sem keppti fyrir Rafinnkaup sigraði í firmakeppni Badmintonráðs Akureyrar sem er nýlokið. Þetta var í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin, keppend- ur léku í einum fiokki og var leikið með forgjafarfyrirkomulagi. 35 fyrirtæki tóku þátt í keppninni sem var leikin með útsláttarfyrir- komulagi og var keppt um farand- bikar sem KEA gaf til keppninnar. í undanúrslitum sigraði Kristinn Jónsson félaga sinn Einar Krist- jánsson sem keppti fyrir Radió- vinnustofuna Kaupangi með 15:3 og 15:2, og í hinum undanúrslita- leiknum sigraði Haukur Jóhanns- son sem keppti fyrir Slippstöðina Þórð Pálmason sem keppti fyrir Hí- býli hf. með 15:7, 12:15 og 15:14. Þeir Kristinn og Haukur léku því til úrslita og sigraði Kristinn með 15:8 og 15:10. Rafinnkaup mun því varðveita farandbikar þann sem keppt var um. Þetta var síðasta mót badminton- manna að sinni, og vill badminton- ráð lljtja þátttakendum í firma- keppninni bestu þakkir fyrir að- stoðina. KA lék sinn fyrsta heimaleik á grasvelli sínum, nú á þessu keppnistímabili. Þeir léku gegn Víkingum strax að lok- inni lýsingu á leik Hamburger og Stuttgart sl. laugardag. Sunnanrok var meðan á leiknum stóð, og þegar vindurinn er svona þvert á völlinn getur knattspyrnan aldrei orðið annað en léleg. Bæði liðin gerðu þó heiðarlega tilraun til að gera leikinn skemmtilegan og þegar flautað var til leiksloka höfðu bæði liðin „Það vantar einhvern neista í þetta hjá okkur, menn virka þungir en þetta getur komið allt í einu,“ sagði Ami Stefáns- son markvörður og þjálfari Tindastóls á Sauðárkróki eftir að lið hans hafði tapað 0:2 fyrir UMFN á heimavelli um helg- ina í 2. deildinni. Mjög hvasst var er leikurinn fór fram og áttu leikmenn beggja liðanna í miklum erfiðleikum með að hemja boitann. Leik- menn UMFN voru óumdeilan- lega betri í þessum leik og þeir uppskáru tvö mörk á stuttum kafla í síðari hálfleik og var Haukur Jóhannesson að verki í bæði skiptin. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, enda vantaði fjóra leik- menn sem eru fyrir sunnan og voru í prófum þegar leikurinn fór fram,“ sagði Árni Stefánsson eft- ir leikinn. „Það háir okkur að Olafur Olafsson: „KAátti að sigra“ „Fyrri hálfleikur lélegur hjá KA. Vörnin og mark- varslan óörugg. Rættist hins vegar úr í þeim síðari og KA hefði átt að sigra.“ skorað þrjú mörk þannig að hinir 600 áhorfendur sem á völlinn komu fengu nokkuð fyrir sinn snúð. Víkingar léku á austara markið í fyrri hálfleik, og þrátt fyrir hlið- arvind virtist mun auðveldara að leika á það markið. Fyrstu mín- úturnar voru þeir mun aðgangs- harðari við KÁ-markið, en fyrsta hættulega marktækifærið kom á 8. mín. Þá áttu KA-menn góða sókn upp vinstri kantinn og Steingrím- sjálfsögðu að hafa ekki alla leik- menn okkar með. En það koma fleiri leikir, sá næsti er gegn Logi Einarsson markvörður Magna skoraði er lið hans lék gegn Leiftri í Ólafsfirði um helgina. Logi tók útspark und- an vindinum og sparkaði alveg inn í vítateig Leifturs. Þar kom boltinn einu sinni í jörðina en hoppaði síðan yfir markmann- inn og í netið! Ingimar Víglundsson: „Sanngjarnt jafntefli“ „Sanngjarnt jafntefli, en KA þó ívið betri.“ ur Birgisson rakti boltann upp að markinu með Víkingsvörnina á hælunum. Hann átti síðan gott skot á markið en Ögmundur varði í hom. KA fékk síðan aukaspyrnu á vítateig á 13. mín. en aftur varði Ögmundur í horn. Fyrsta markið kom síðan á 18. mín. Þá sóttu Víkingar upp vinstri kantinn og gefinn var sak- leysislegur bolti fyrir markið, en þar var enginn varnarmanna KA heldur Ámundi Sigmundsson sem skoraði örugglega. Völsungi á þriðjudag og við ger- um það sem við getum til þess að sigra í þeim leik.“ Þetta var í síðari hálfleik og fram að þessu hafði Leiftur átt mun meira í leiknum. Leiftri tókst ekki að skora fyrr en skammt var til leiksloka en þá tryggði Geirharður Ágústsson Leiftri annað stigið með góðu marki og hefði verið ósanngjarnt ef Magnamenn hefðu komist burt með bæði stigin. Rúnar Steingrímsson: „KA átti að skora fleiri“ „KA átti að skora fleiri mörk, og sanngjarnt hefði verið að þeir sigruðu.“ Á 25. mín. átti KA góða sókn upp vinstri kantinn og Steingrím- ur gaf vel fyrir markið, en Njáll hitti boltann illa og hörkuskot hans fór rétt framhjá. Þremur mínútum síðar gerðu Víkingar svo sitt annað mark. Mikil þvaga myndaðist við KA-markið og Heimir náði boltanum og skoraði örugglega upp í bláhornið. Þann- ig var staðan í hálfleik, tvö mörk gegn engu fyrir Víkinga. KA hóf síðari hálfleikinn með mikilli pressu á Víkingsmarkið, en Ögmundur var vel á verði og varði t.d. hörkuskot frá Stein- grími á 5. mín. Á 8. mín skallaði Erlingur að marki eftir horn- spyrnu, en Víkingar vörðu á línu. Það voru síðan Víkingar sem lög- uðu stöðuna fyrir KA á 13. mín. en þá gerðu þeir sjálfsmark. Mik- il þvaga myndaðist við Víkings- markið, og einn varnarmanna Víkinga hugðist gefa á Ögmund en skotið var nokkuð fast og al- veg út við stöng, og þrátt fyrir góð tilþrif hjá Ögmundi skoruðu þeir sjálfsmark. Á 20. mín. kom síðan besta marktækifærið í leiknum. Stein- grímur Birgisson komst inn fyrir vörn Víkinga, með tvo samherja sína sinn hvorum megin, en skot hans úr dauðafæri hafnaði í stöng. Á 24. mín jafnaði svo KA. Tekin var hornspyrna, Gústi skallaði í þverslá og boltinn barst fyrir fætur Bjarna Jónssonar sem nú lék sinn fyrsta 1. deildar leik, og hann afgreiddi boltann í netið. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð, og svo virtist sem allir sættu sig við jafntefli. Á 36. mín. komst svo Ómar Torfason í gott færi og skoraði örugglega hjá Þorvaldi. Nú pressuðu KA-menn mikið að Víkingsmarkinu, en þeir vörðust nær allir inni í víta- teig. Á 40. mín. átti Njáll svo góða fyrirgjöf fyrir markið og boltinn barst yfir þvöguna við markið, til Hinriks sem skallaði örugglega í netið og jafnaði fyrir KA. Hinrik átti mjög gott mark- tækifæri á síðustu mínútu, en skaut framhjá. Úrslit leiksins urðu því þrjú mörk gegn þremur og geta bæði liðin sætt sig við stigið sem þeir fengu. Maður leiksins var Steingrímur Birgis- son. Ó.Á. Steingrímur Birgisson var maður leiksins. Njarðv í ki ngarn i r voru sterkari Hvað sögðu þeir? - Hvað sögðu þeir? - Hvað sögðu þeir? Markmaðurinn skoraði! - í 1:1 jafnteflisleik Leifturs og Magna Bjami Jónsson (liggjandi) skorar annað mark KA. Steingrímur Birgisson fagnar. Mynd: KGA Bikarkeppni KSI: Vaskur komst áfram! Vaskur komst áfram í 2. umferö Bikarkcppni KSÍ er liðið sigraði Vorboðann á KA-velli sl. laugar- dagskvöld með fjórum mörkum gegn tveimur. Þorinóður Einarsson þjálfari Vorboðans gerði sjálfsmark, fyrsta mark leiksins, og Gunnar Berg bætti öðru við fyrir Vask. Halldór Aðalsteinsson minnkaði muninn í 1:2 en Heimir Bragason skoraöi þriðja mark Vasks. Þá minnkaði Valdimar Júlíusson muninn í 3:2 með marki fyrir Vorboðann en lokaorðið átti Heimir Bragason. Úrslitin urðu því 4:2 fyrir Vask, og á Vaskur að leika heima gegn 2. deildar liði KS í næstu umferð. Hinn leikurinn verður svo á milli Völsungs og Tindastóls. Þessir leik- ir fara fram 5. júní. Þau lið sem sigra í þessum leikjum leika síðan um eitt laust sæti í 16 iiða úrslitum keppninnar. „Endurtekið efni“ frá Akranesleiknum — og Þróttur sigraði Þór 3:0 á Laugardalsvellinum „Það má segja að þessi leikur sé kópía af Ieik okkar við Skagamenn í 2. umferð mótsins. Við spiluðum vel í byrjun, sköpuðum okkur góð marktækifæri en skoruðum ekki úr þeim og brotnuðum svo niður við að fá á okkur mark,“ sagði Þorsteinn Ólafs- son þjálfari Þórs eftir leik Þróttar og Þórs í gærkvöld, en þann leik unnu Þróttarar ör- ugglega með þremur mörkum gegn engu. Þórsarar hafa því fengið á sig 6 mörk í tveimur síðustu leikjum sínum án þess að geta svarað fyrir sig. Það benti þó ekkert til þess að Þór myndi bíða afhroð í þessum leik, ekki fyrstu 20 mínútur leiks- ins. Þórsarar voru þá sterkari að- ilinn og færi létu ekki á sér standa. Kristján Kristjánsson með tækifæri strax á 1. mínútu sem var varið á línu og Halldór Áskelsson komst einn inn fyrir vörnina á 4. mínútu en skaut í stöngina. Þetta voru bestu færin, og sam- kvæmt þeim hefðu Þórsarar með smáheppni getað skorað þarna tvö mörk. Það tókst þeim ekki, en Páll Ólafsson var í skot- skónum sínum í gærkvöld og gerði út af við Þórsara er kom fram í hálfleikinn. Hann skoraði á 24. mínútu, aftur 8 mínútum síðar og í síðari hálfleik fullkomnaði hann „þrennu" sína er hann skoraði á 65. mínútu. Tvö af þessum mörkum má skrifa á Pál Guð- laugsson markvörð, og víst mun vera komin pressa á Þorstein Ólafsson þjálfara Þórs að taka fram markmannshanskana aftur. Einna besti maður Þórs í þessum leik var Kristján Kristjánsson, og Staðan í l.deild knattspyrnu að helgarinnar: KA-Víkingur Akranes-ÍBK UBK-Fram Þróttur-Þór Valur-KR Akranes Þróttur Víkingur ÍBK Fram KR Þór KA UBK Valur íslandsmótsins í loknum leikjum 5:2 5:2 5:4 3:2 3:3 2:2 2:7 5:6 1:2 0:1 Staðan í 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: Skallagr.-Einherji 1:0 Víðir-Völsungur 1:0 :i IBI-FH 0:2 :1 Tindastóll-UMFN 0:2 :0 :0 IBV-KS fr 6 FH 2 2 0 0 8 :1 4 5 Víðir 2 1 1 0 2 :1 3 5 UMFN 2 1 0 1 2 :1 2 5 Skallagr. 2 1 0 1 3 :3 2 4 Völsungur 2 1 0 1 1 :1 2 3 ÍBÍ 2 1 0 1 3 :4 2 3 ÍBV 1 0 1 0 1 :1 1 2 KS 0 0 0 0 0 :0 0 2 Finherji 1 0 0 1 0 :1 0 2 Tindastóll 2 0 0 2 1 :8 0 þá sérstaklega í byrjun. En Þórs- fyrri hálfleik var hreint út sagt liðið sem lék mjög vel framan af afar slakt er á leikinn leið. S - gk-. Völsungar pressuðu — en tókst ekki að skora Mjög hvasst var í Garðinum og léku heimamenn undan vindi í fyrri hálfleik og skoruðu þá eitt mark. Það var Klemens Sæ- mundsson sem það gerði, kastaði sér fram á fyrirgjöf og skallaði í mark. Eins og fyrr sagði pressuðu Völsungar mjög stíft í síðari hálf- leik, en án árangurs. Einherji tapaði — fyrir Skallagrími 1:0 Þrátt fyrir gífurlega pressu all- an síðari hálfleikinn tókst Völsungum ekki að jafna met- in gegn Víði í Garðinum á Iaugardag. Heimamenn unnu 1:0 sigur en ekki hefði verið ósanngjarnt að Völsungar hefðu tekið a.m.k. annað stigið. Einherji tapaði viðureign sinni gegn Skallagrími er liðin mætt- ust í 2. deildinni ■ Borgarnesi um hclgina. Úrslit leiksins 1:0 fyrir heimamenn og Einherjar eru því ekki komnir á blað í deiidinni ennþá, en reyndar var þetta fyrsti leikur þeirra. Leikur liðanna í Borgarnesi þótti ekkert augnayndi. Mikið var um háspyrnur og hefðu leik- menn liðanna að ósekju mátt reyna betur að spila saman. Heimamenn voru sterkari aðilinn og áttu fleiri færi en Einherjar. Þeim tókst þó ekki að skora lengi vel, ekki fyrr en Björn Jónsson tryggði þeim sigurinn með góðu skallamarki um 15 mínútum fyrir leikslok. Sigurbjörn var í efsta sæti Alls mættu 16 drengir í fyrsta drengjamót sumarsins hjá Golf- klúbbi Akureyrar og er það betri þátttaka í slíku móti en verið hef- ur undanfarin ár. Keppnisfyrirkomulagið í þessum drengjamótum er þannig að leiknar eru 18 holur hverju sinni, og er leikið með forgjöf. Alls ve-ða mót- in 5 sem telja í stigakeppninni svo- kölluðu, en piltarnir fá einnig verð- laun fyrir hvert mót. Þau voru að þessu sinni gefin af Ferðaskrifstofu Akureyrar. Sigurvcgari í mótinu í gær varð Sigurbjörn Þorgeirsson á 65 högg- um nettó, annar Aðalbjöm Páisson á 66 höggum nettó og þriðji til fjórði Vigfús Magnússon og Örn Olafsson á 70 höggum nettó. Á iimmtudag mættu 36 kylfingar til leiks í „videómót“ hjá GA og léku 9 holur. Þar varð sigurvegari Sverrir Þorvaldsson á 31 höggi en leikið var með hálfri forgjöf. Annar varð Jón Guðjónsson á 32 höggum og þriðji Vigfús Magnússon á 34 höggum. Þór-Þróttur sýndur á Bauknum „Ég ætla að sýna leik Þróttar og Þórs í 1. deildinni á Bauknum ann- að kvöld (mánudag) og á þriðju- dagskvöldið," sagði Rúnar Gunn- arsson veitingamaður í H-100 er hann ræddi við Dag í gær. Rúnar sagði að það væri ætlunin að sýna alla útileiki Þórs í 1. deild- inni i videú á Bauknum strax dag- inn eftir að þeir væru leiknir, og sagðist hann vonast eftir jákvæðum viðbrögðum knattspyrnuáhuga- manna. Leikur Þróttar og Þórs verður sýndur kl. 18 i kvöld og ann- að kvöld á Bauknum og hugsanlega síðar iim kvöldið einnig.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.