Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. maí 1984 - Skagfirðingabúð var opnuð fyrir tæpu einu ári eða í júlí í fyrra og viðskiptin hafa gengið vonum framar. Fólk hefur kunn- að að meta þessa verslun, sagði Magnús H. Sigurjónsson, versl- unarstjóri er við höfðum komið okkur fyrir á skrifstofu hans. - Nú lokuðuð þið ýmsum öðrum verslunum þegar Skag- firðingabúð var opnuð og voruð gagnrýndir harðlega fyrir. Hefur það breyst? - Við lokuðum sex verslunum og það er rétt að það mæltist mis- jafnlega fyrir meðal fólks. Þeir sem bjuggu í næsta nágrenni við viðkomandi verslanir voru að vonum óánægðir en þetta hefur breyst talsvert síðan Skagfirð- ingabúð var opnuð. Þegar á heildina er litið þá hefur þetta mælst vel fyrir. Það er líka stöðug fólksfækkun í gamla bæjarhlut- anum en Skagfirðingabúð liggur hins vegar vel við nýju hverfun- um og hér er auk þess fjöldi bíla- stæða. Verslunarmiðstöð héraðið fyrir - Hvernig kann fólk hér í sveit- unum við hina nýju verslun? - Þetta stórmarkaðsfyrir- komulag á vel við hvort sem það eru bæjarbúar eða sveitafólkið sem á í hlut. Skagfirðingabúð er verslunarmiðstöð fyrir héraðið og við höfum auk þess orðið vör S6ÍwSesbS«K8BkW9HRI Magnús H. Sigurjónsson. Myndir: GS. „Sérverslanir innan stórmarkaðarins" - Rætt við Magnús H. Sigurjónsson, verslunarstjóra í Skagfirðingabúð Það hcfiir vart farið framhjá iieinuni sem lagt hefur leið sína tíl Sauðárkróks að þar hefur margt breyst á undanförnum árum. Byggðin hefur þanist út og merki ötullar uppbyggingar blasa við hvert sem litið er. Það er vafamál hvort gamlir burtfluttir Sauðkrækingar myndu kannast aftur við æskustöðvarnar - svo mikil breyting hefur orðið. Sauðárkrókur skartar nú myndarlegu sjúkrahúsi, glæsilegum íþrótta- mannvirkjum og skólabyggingum. Við höfnina er athafnasvæði Utgerðarfélags Skagfírðinga og vatnsverksmiðja er í byggingu. Sauðárkrókur er ört vaxandi athafhastaður og sem miðstöð Skagafjarðarsýslu er eðlilegt að þar hafi verið byggð upp verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir héraðið. Það er kannski breytingin á verslunar- sviðinu sem er eftirtektarverðust en á Sauðár- króki er nú risin ein glæsilegasta stórverslun landsins - Skagfirðingabúð. Þetta er mikið mannvirki sem leyst hefur af hóhni ýmsar smá- verslanir kaupfélagsins á staðnum en að sögn verslunarstjórans, Magnúsar H. Sigurjónssonar þá hel'ur verið mikil áhersla á það lögð í Skag- fírðingabúð að byggja upp stórmarkað sem þó hefur sérverslanir innan sinna vébanda. Það er því hægt að fá ýmislegt ileira en bara matvöru og nauðsynlegustu heimilisvörur í Skagfírðinga- búð - úrvalið er nær óþrjótandi og í raiin furðu- legt að hægt skuli að byggja slíka verslunarmið- stöð á ekki stærri stað en Sauðárkrókur er. við að fólk leitar hingað úr A.- Húnavatnssýslu og frá Siglufirði. - Nú eruð þið utan hringveg-' ar. Spillir það ekki fyrir verslun- inni? - Það er rétt að við erum utan hringvegarins en hins vegar er það staðreynd að það skoðar enginn Skagafjörð án þess að skoða líka Sauðárkrók. Hér er fyrirmyndar tjaldstæði og íþrótta- aðstaða eins og best verður á kosið. Varðandi þjónustuna þá er rétt að taka það fram að við höfum boðið upp á heimsending- arþjónustu hér í Skagfirðingabúð en fólk hefur að mínu mati ekki nýtt sér þessa þjónustu sem skyldi. - Hefur Skagfirðingabúð upp- fyllt þær vonir sem við hana voru bundnar í upphafi? Börnin kunna vel að meta stórmarkaðinn. Þar fæst líka allt frá matvöru til reiðtygja og auðvitað allt tþi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.