Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 28.05.1984, Blaðsíða 9
28. maí 1984 - ÐAGUR - 9 - Ég tel að við höfum náð þeirri verslun sem við stefndum að en við stefnum hærra. Húsið er ekki fullbyggt og við höfum talsverða möguleika til að bæta okkur verulega, segir Magnús en þess má geta að húsnæðið sem Skagfirðingabúð er í er upp á um 900 fermetra að grunnfleti. Á annarri hæð verður síðan aðal- skrifstofa kaupfélagsins en þriðju hæðinni er enn óráðstafað. Standandi tilboð allt árið - Hvernig hafa Samvinnu sölu- boðin gengið? - Þetta er tiltölulega nýtt hjá okkur þannig að fullnaðarreynsla er ekki fengin. En þessi tilboð hafa mælst vel fyrir enda höfum við selt þarna vöru án álagningar og nú seljum við t.a.m. þvotta- duft á verði sem er undir heild- söluverði. Annars höfum við ver- ið með sérstök tilboð á fimm til átta vörutegundum í senn. allt frá áramótum, bæði matvöru og vefnaðarvöru og þetta hefur gef- ið góða raun. - Einhverjar nýjungar á prjónunum? - Við erum að undirbúa nýtt verkefni. Hugmyndin er að taka nokkrar grunnvörur og selja á botnverði, hugsanlega án nokk- urrar álagningar. Þetta yrði ýmiss konar grunnvara í mat og svo rekstarvörur fyrir bændur en hugmyndin er sú að hafa þetta til- boð í gangi allt árið. Með þessu móti ætti salan að aukast veru- lega og við ættum að geta samið við framleiðendur um mun lægra verð en áður hefur þekkst. - Hvernig stendur Skagfirð- ingabúð sig í verðlagslegu tilliti? - Við erum auðvitað ekki samkeppnisfær við stórmarkað- ina í Reykjavík. Það segir sig sjálft að á meðan markaðurinn er ekki stærri en hann er í dag þá eigum við undir högg að sækja. Þessi tilboð sem ég minntist á ættu þó að geta vegið að nokkru leyti upp á móti verðmismunin- um hjá okkur og stórmörkuðun- um í Reykjavík. En þetta verður erfitt því auk þess hve markaður- inn er smár þá þurfum við að hugsa um að hafa mikið fleiri og fjölbreyttari vörur en verslanir t.d. í Reykjavík. Við þjónum hér miklu landbúnaðarsvæði og verð- um því að vera með vörur og þjónustu í samræmi við það og eiginlega er Skagfirðingbúð fjöldi sérverslana innan stórmarkaðar- ins. Við erum hér með matvöru- deild, byggingavörudeild, radíó- deild, snyrtivörudeild, sportvöru- deild, leikfangadeild, vefnaðar- og skódeild og svo er það vara- hlutaþjónustan. - Hver heldur þú að þróun verðlags verði á næstunni? - Vöruverð hefur lækkað mik- ið að undanförnu vegna þess að menn hafa lagt sig fram um að ná hagstæðum samningum og hagstæðum innkaupum. Sú þró- un ætti að geta haldið áfram. -ESE Er ekki í líf- eynssjoonum - Ég veil ekki hvað maður á að halda um stofnanir sem þessa þar sem tölvurnar virðast hafa yfirtekið staðinn. Þetta sagði maður nokkur sem leit hér inn á ritstjórn Dags en stofnunin sem hann átti við er Lífeyrissjóður verslunarmanna. Ástæðan fyrir þessum ummælum er sú að lífeyrissjóðurinn eða a.m.k. tölvur stofnunarinnar hafa reynt að rukka inn greíðslu fyrir skuldabréf sem sjóðurinn staðhæfir að eiginkona mannsins eigi að greiða. Er upphæð þessar- ar afborgunar samtals um 4.500 krónur með vöxtum, vísitöluálagi og dráttarvöxtum en auðvitað falla dráttarvextir á greiðslur þegar fólk borgar ekki þegjandi og hljóðalaust. Nú væri þetta gott og blessað ef umrædd kona, Sigrún S. Bald- ursdóttir á Akureyri hefði tekið umrætt lífeyrissjóðslán. og hefði eitthvað með þá fasteign að gera sem veð fyrir láninu er í. Svo er hins vegar ekki og Sigrún er að sögn eiginmannsins alls ekki í líf- eyrissjóði verslunarmanna, hvað þá að það hafi hvarflað að henni að ganga í þann sjóð. - Við sendum bréf til sjóðsins þegar fyrsta rukkunin kom og skýrðum málið en því var aldrei svarað. Þess í stað kom ítrekun - hótunarbréf þar sem okkur var tjáð hvað gerðist ef greiðsla drægist. Ég veit ekki hvað maður á að halda um stofnanir þar sem starfsfólkið getur ekki lesið bréf Gistiheimili í Skipagötu Nokkur gistiherbergi ættu að bætast við gistirými á Akureyri innan tíðar ef bæjarstjórn sam- þykkir staðsetningu nýs gisti- heimilis að Skipagötu 4. Það er Stefán A. Jónasson sem hefur sótt um að reka gistiheimili á annarri hæð í húseigninni Skipagötu 4 og hefur bygginga- nefnd samþykkt þessa beiðni Stefáns með fyrirvara um sam- þykki heilbrigðisnefndar. - ESE sem því eru send en ég vona að frásögnin í Degi verði til að ýta við þeim, sagði maðurinn að lokum. - ESE LlFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA HÚSI VERZLUNARINNAR - 108 REYKJAVfK • SlMI 84033 11 lkyitnifiííu okkar um Nalnnúmer 6088-9961 kuldabrefi nr.13456. 26.4,1983 inett vedi i Reykjavik CH5.5.1984 109.REYKJBÖIK-9 ¦lnda'ii var 26,4.1984 Afboráun ..... Hentir ....... u i s i t ö 1 u 31 s a . IJ r a 11 a r v e:: t i p kr. k r . kr. SIGRUN B BfiLHURS-tiOTTIR 7689-0633 GoRDSVIK 1.750.00 601 AKUREYRI 1.171,54 1.519r81 111,05 Ss i» t a 1 s Pe&si upphid er midud 4.552>40 vid ad sreitt k P • 111105 f y r i r h v e r n m a n u d » s e m areidr.la dre.lst frek.3r frs 3JaIdd33a. Itrekunarbréfið sem Sigrún fékk sent. Victoria ítalskar úrvalsharmonikur Tveggja kóra 50 bassa unglingastærð Þriggja kóra 120 bassa Þriggja kóra 120 bassa með pic-up Fjögurra kóra 120 bassa Fjögurra kóra 120 bassa með pic-up Fjögurra kóra 120 bassa Cassotto m/pic-up Vönduð taska innifalin í verði. Tökum notaðar ^jl ... harmonikur upp í nýjar. kr. 12.540,00 kr. 22.100,00 og kr. 24.300,00 kr. 25.745,00 kr. 32.930,00 kr. 35.375,00 kr. 49.145,00 ¦y-~-BUÐiN s221 11 30 ára þjónusta » *£0RSHAMAF 4 SENDIBILASTOÐIN SF. AKUREYRI • SÍMI 22133. Góðir bílar - Góð þjónusta. Höfum bíla 5 m3-26 m3 að stærð og með burðargetu allt að 6 tonn. Heppilegir bílar til búslóðaflutninga. Störtum í gang + Drögum í gang Smaauglysingaþjonusta Dags Það skal tekið fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða næstu viku bætast aðeins 40 kr. við verð fyr- ir eina birtingu. Verð smáauglýs- ingar er nú 220 kr., miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti, en 280 kr. ef ekki er staðgreitt. Ef þessi nýja þjón- usta er notuð þá kostar auglýs- ingin nú 260 kr. birt tvisvar. Tilboð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu. allt tþar á milli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.