Dagur


Dagur - 04.06.1984, Qupperneq 1

Dagur - 04.06.1984, Qupperneq 1
67. árgangur Akureyri, mánudagur 4. júní 1984 63. tölublað opnu - bls. 6-7 Biskup tók fyrstu skóflu- stunguna - bls. 3 Heimsókn í sund- laugina við Mývatn ,Hefur alvarleg áhrif á þetta samfélag“ - ef framkvæmdum verður hætt við Kröflu, segir sveitarstjórinn í Mývatnssveit „Við höfum miklar áhyggjur af því ef framkvæmdum við Kröfluvirkjun verður hætt og það mun hafa alvarleg áhrif á þetta samfélag hér við Mývatn,“ sagði Arnaldur Bjarnason, sveitarstjóri í Mý- vatnssveit í viðtali við Dag, en heyrst hefur að jafnvel komi til álita að flytja aðra vélasam- stæðu Kröfluvirkjunar suður fyrir heiðar til notkunar þar. Hugmyndir Orkustofnunar um jarðhitaorkuver á Suðurnesj- um og risastóra laxeldisstöð í tengslum við hana hafa Ijáð þessum orðrómi byr undir báða vængi. „Annars er erfitt að tala um þessi mál þar sem við vitum ekk- ert hvað er að gerast í viðræðum Landsvirkjunar og Rafmagns- veitnanna um yfirtöku þeirra fyrrnefndu á Kröfluvirkjun. I>ví er lítið hægt að segja eða fullyrða að svo komnu. Óneitanlega setur þessi staða okkur þó í mikinn vanda vegna vafans sem upp er kominn. Mað- ur.var farinn að ímynda sér að sú mikla afgangsorka sem leggst til í Kröflu yrði notuð til atvinnu- uppbyggingar í Mývatnssveit. Við höfum rætt við Fram- kvæmdastofnun um að kannaðir verði möguleikar á nýtingu þess- arar orku. Þá tel ég þetta mikið byggða- mál og nóg er nú að gert til að skekkja stöðuna landsbyggðinni í óhag þó að þetta bætist ekki ofan á. Mývatnssveit ætti að hafa möguleika á að verða vaxtar- broddur á landsbyggðinni vegna allrar þeirrar orku sem þar leggst til. Ég ítreka það að við höfum miklar áhyggjur af þessu máli öllu,“ sagði Arnaldur Bjarnason að lokum. HS. Sjómannadagurinn var í gær. Dagskráin á Akureyri var með hefðbundnu sniði, stakkasund og fleira við sundlaugina og á Pollinum var kappróður, hvar þessi mynd var tekin. Mynd: KGA. Loðdýrafóðurstöð á Dalvík: Nota ekki úrgang úr sláturhúsi Dalvíkur „Riðunefndir á svæðinu hafa varað við þessu, það er rétt,“ sagði Ævarr Hjartarson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í samtali við Dag, en nefndirnar hafa varað við dreifingu loðdýrafóðurs frá fóðurstöð á Dalvík. Sú fóðurstöð sem mun verða rekin á vegum Félags loðdýra- bænda við Eyjafjörð tekur til starfa áður en langt um líður og hafa loðdýrabændur bundið miklar vonir við rekstur stöðvar- innar. „Það var gerð um það sam- þykkt á aðalfundi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, og stöðin er reyndar byggð upp með það í huga að ekki verði í henni nýttur úrgangur úr sláturhúsinu á Dal- vík þannig að dreifingarhætta á riðunni á ekki að vera umtals- verð. Þá hefur verið rætt um að viðhafa sérstaka aðferð við hreinsun á þessum sláturúrgangi þótt hann komi frá Akureyri og öðrum stöðum þar sem riðuveiki er ekki til staðar.“ - Ævarr sagði að hugsanlegt væri að sláturúrgangur úr sýktu fé sem notaður væri í slíkt fóður gæti borið riðusmit á milli. „Ann- ars er lítið vitað um riðuna í sjálfu sér og smitleiðir en ein leiðin gæti hugsanlega verið að þetta bærist á milli með úrgangi,“ sagði Ævarr. gk-. Heyskapur í Eyjafirði: „Byrjað um miðjan ■ ' 'CC jum „Ég held að það megi segja að heyskaparútlit við Eyjafjörð sé mjög gott,“ sagði Ævarr Hjartarson ráðunautur í sam- tali við Dag. „Mér kæmi ekki á óvart þótt einhverjir bændur hér frammi í Firði myndu byrja slátt fyrir miðjan júní jafnvel, ef svo heldur fram sem horfir. Þar á ég þó ekki við almennt, heldur þar sem tún hafa verið alfriðuð. Útlitið er mjög gott,“ sagði Ævarr. gk-. Nýja bíó enn óselt Húseignin á horni Strandgötu og Ráðhústorgs á Akureyri þar sem Nýja bíó var áður til húsa er enn óseld. Að sögn Jóns Kr. Sólnes, hjá lögfræðistofu Gunnars Sólnes sem farið hefur með sölumál hús- eignarinnar, þá voru ákveðnar hugmyndir í gangi í vetur en síð- ustu mánuði hefði hins vegar ekkert gerst í málinu. Eins og greint hefur verið frá í Degi voru það aðilar í kvik- myndahúsarekstri í Reykjavík sem höfðu hug á að starfrækja Nýja bíó áfram og eins höfðu áhugamenn um kvikmyndahúsa- rekstur á Akureyri augastað á húseigninni. Að sögn eigandans, Odds C. Thorarensen, lyfsala þá er Nýja bíó enn á söluskrá en ef húseignin seldist ekki fljótlega gæti reynst nauðsynlegt að breyta Nýja bíói í verslunar- og skrif- stofuhúsnæði og selja það sem slíkt. - ESE

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.