Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-4. júní 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SI'MI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. „Verkin unnin af íslenskum höndum“ Nýting íslendinga á fiskimiðunum hefur ekki verið bundin við veiðar og vinnslu sjávarafla. Samhliða rekstri útgerðar og fiskvinnslu- stöðva hefur hér á landi starfað iðnaður sem framleitt hefur og haldið við framleiðslutækj- um og búnaði af margs konar tagi fyrir sjávar- útveginn. Fyrir veiðar og vinnslu er afar mikil- vægt að iðnaðurinn sem þjónar þessum greinum sé sem öflugastur og samkeppnis- hæfur. Á sama hátt skiptir miklu fyrir þær iðn- greinar sem byggja afkomu sína á sjávarút- veginum að hann standi styrkum fótum. Þannig eru í raun hagsmunir sjávarútvegs og iðngreina á borð við skipaiðnað samtvinnaðir og nánast óaðskiljanlegir. Á framangreind atriði var minnst í ályktun • Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja sem haldinn var nýlega, en staða skipasmíða- stöðvanna varðandi verkefni í nánustu fram- tíð er mjög slæm. Sjávarútvegurinn hefur gegnt lykilhlutverki í gjaldeyrirsöflun íslend- inga og því er brýnt að þessi mikilvægi at- vinnuvegur sé jafnan svo búinn að hann geti haldið stöðu sinni á erlendum mörkuðum og bætt hana. Eitt af lykilatriðunum til að tryggja það er að fiskiskipastóll íslendinga sé jafnan sem hagkvæmastur í rekstri og svari að öllu leyti öllum nútímakröfum, sem til fiskiskipa eru gerðar. Mikill taprekstur út- gerðarfyrirtækja á undanförnum árum hefur komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun fiskiskipaflotans og þar með hamlað gegn því að aukinni hagræðingu og hagkvæmni við veiðar og meðferð aflans um borð hafi verið náð. Það er forsenda afkomu og viðgangs út- gerðar og skipaiðnaðar að efnahagsmálum sé hagað á þann veg að eðlilega rekin útgerð geti endurnýjað skipakost sinn og staðið við skuldbindingar sem rekstri fylgja. í ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja segir: „Endurnýjunarþörf ís- lenska fiskiskipastólsins er nú þegar mikil og fer hraðvaxandi með ári hverju. Á hinn bóg- inn er fullljóst að efnahagslegt svigrúm til mikillar endurnýjunar fiskiskipa er takmarkað um þessar mundir. Því er afar mikilvægt að það svigrúm, sem þó er fyrir hendi til nýsmíða og viðhalds á flotanum, sé að fullu nýtt og að verkin séu unnin af íslenskum höndum. Þeg- ar endurnýjun fiskiskipastólsins verður ekki lengur umflúin verða íslenskar skipasmíða- stöðvar að vera í stakk búnar til að takast á við það stórkostlega verkefni. Fullljóst er að það er hagfelldari kostur að sjá stöðvunum fyrir nokkrum verkefnum til að tryggja áfram- haldandi starfrækslu þeirra, heldur en að reyna að byggja þessi fyrirtæki upp aftur, þegar enn ein endurnýjunarbylga fiskiskipa tekur að rísa.“ Minningarorð: Brynjar Valdimarsson, læknir F. 19. júní 1930 - D. 26. maí 1984. Brynjar Valdimarsson, yfirlæknir Kristnesspítala, er allur. Hann lést í svefni aðfaranótt 26. maí sl. Varð bráðkvaddur. Hann hafði í nokkuð mörg ár búið við skerta líkamsheilsu, en andlátið kom þó óvænt og án nokkurrar við- vörunar. Við sem umgengumst hann daglega höfum einmitt haft á orði að undanförnu, á þessu óvenju góða og hlýja norðlenska vori hve létt og bjart var yfir Brynjari síðustu vikurnar. Alveg sérstaklega heilsaði hann komu farfuglanna og fagnaði hverju nýju lífi jafnt í dýra- sem jurta- ríkinu. Honum bættist meira að segja eitt barnabarn og varð það eins og til að kóróna sköpunar- verk þessa vors. Eftir á að hyggja sýnist næstum allt hafa lagst á eitt með að nesta Brynjar sem best til sinnar hinstu hvíldar og mestu ferðar. Við hinir verðum nú um hríð að sjá um styttri vegalengd- irnar án hans og annast okkar gönguferðir sjálfir. Brynjar var fæddur á Akureyri 19. júní 1930, ólst upp þar og í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Valdimar Antonsson og Áslaug Jóhannsdóttir, eyfirskir stofnar af traustari gerð. Leið Brynjars lá síðan gegnum Menntaskólann á Akureyri og Háskóla íslands. Eftir læknisfræðinám og tilskilinn tíma á öðrum sjúkrahúsum hóf hann aðalævistarf sitt að Krist- nesi 1962 og starfaði þar óslitið síðan utan eitt ár á Borgarspítala 1975. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Dagbjörtu Em- ilsdóttur 1956 og eignuðust þau 2 börn, Guðmund Hrafn og Ás- laugu Herdísi. Brynjar lét sér mjög annt um velferð sinna nán- ustu og var góður faðir barna sinna jafnt sem barna eiginkon- unnar af fyrra hjónabandi. Ein- stök greiðasemi hans kom víða að góðu gagni í byggðarlaginu eins og mögrum er kunnugt en verður ekki rakið nánar hér. Það er ekki hægt að kveðja Brynjar án þess að fara nokkrum orðum um Kristnesspítala. Fram- tíðarhlutverk spítalans er í at- hugun hjá stjórnvöldum og línur að skýrast hægt og hægt. Sú biðstaða sem nú er uppi er þegar orðin of löng og erfið. Það er von mín og var óskadraumur Brynj- ars fyrir hönd þessarar stofnunar að vegur hennar og virðing verði aukin og þjónustuhlutverkið eflt í framtíðinni þó að illa líti út í bili vegna samdráttar ríkisútgjalda. Róðurinn kann að verða þungur en með samvinnu komast jafnvel hin erfiðustu mál í höfn. Öll ósamstaða hvar og hvernig sem hún birtist var Brynjari sérstakur þyrnir í augum. Hann á það inni hjá okkur sem nú tökum upp þræðina, að hvergi verði slakað á um samstöðu og ekkert látið liggja laust í böndum sem snertir starfsemi spítalans í bráð og lengd. Vandamönnum, skyldmennum og vinum hins látna votta ég dýpstu samúð mína. Að lokum: Vertu nú sæll, kæri vinur, félagi og starfsbróðir. Margs er að minnast og verður farið nánar í það síðar, þegar tími gefst. Þú varst alltaf öðl- ingur. Brynjólfur Ingvarsson. Á björtum vormorgni dró skyndilega ský fyrir sólu er mér barst fregnin um lát míns ágæta vinar Brynjars Valdimarssonar, yfirlæknis í Kristnesi, sem lést í svefni aðfaranótt 26. maí síðast- liðins tæplega 54 ára að aldri. Allt frá bernskudögum höfðum við þekkst, er við lærðum sund í Hrafnagilslauginni hjá Jónasi frá Brekknakoti, en vináttuböndin voru þó fyrst hnýtt á okkar menntaskóla- og há- skólaárum, þar sem við nutum saman óteljandi gleði- og ánægjustunda. Við völdum okk- ur viðfangsefni hvor á sínu sviði, og eðlilega fækkaði nokkuð sam- verustundum þegar námi lauk og hvor um sig þurfti að sinna sinni atvinnu og stofnaði sitt heimili. Áfram ríkti þó einlæg vinátta okkar í milli og var það ekki síst að þakka sérstöku trygglyndi Brynjars. Þar var alltaf sama ljúfa viðmótinu að mæta, þegar við hittumst. Brynjar Valdimarsson var fæddur á Akureyri hinn 19. júní 1930 sonur hjónanna Áslaugar Jóhannsdóttur frá Garðsá í Öng- ulsstaðahreppi og Valdimars Antonssonar frá Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, sem bæði eru látin. Á þessum tíma voru þau hjón búsett á Akureyri en skömmu síðar tóku þau á leigu jörðina Espihól eða Stórhól eins og hún er að jafnaði nefnd í Eyjafirði. Þar bjuggu þau myndarbúi um árabil, en fluttu síðar að Litla- Hvammi í sömu sveit og loks aftur til Akureyrar árið 1945. Brynjar var alinn upp á miklu menningarheimili, þar sem oft var margt manna í heimili og unnið af dugnaði og alúð að bú- störfunum. Hann var næstelstur fjögurra systkina. Elstur var Aðalsteinn sem lést 1979, en yngri eru syst- kinin Ragnheiður og Anton, bæði búsett á Akureyri. Að loknu barnaskólanámi í Hrafnagilshreppi hóf Brynjar nám við Menntaskólann á Ákur- eyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1950. Um haustið innritað- ist hann í Læknadeild Háskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan árið 1961. Á námsárum sínum vann Brynjar að sumrinu við ýmiskon- Mjög mikill fjöldi fólks fylgdist með skemmtiatriðum sjó- mannadagsins á Akureyri í gær. Keppt var í ýmsum grein- um íþrótta og beindist athygli manna einkum að róðrinum eins og oft áður. í kvennaflokki sigraði lið frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Skipverj- ar af Stakfellinu ÞH urðu hlut- skarpastir í keppni skipshafna og af landmönnum urðu tækjamenn ar verkamannavinnu sem bauðst, m.a. vann hann nokkur sumur í síldarverksmiðju á Raufarhöfn og þar kynntist hann lífsförunaut sínum Dagbjörtu Emilsdóttur frá Akureyri. Þau giftu sig 14. júní 1956. Börn þeirra eru Guðmundur Hrafn, verslunarmaður á Akur- eyri, og Áslaug Herdís, sjúkraliði í Ólafsfirði. Þau eru bæði gift. Eldri börnum Dagbjartar var Brynjar sem góður faðir. Að loknu námi í Reykjavík hélt Brynjar aftur norður í átt- hagana, þar sem hann undi sér ætíð best í faðmi eyfirskra fjalla. Fyrst í stað bjó fjölskyldan á Ak- ureyri en flytur árið 1964 að Kristnesi, en hann hafði þá fyrir nokkru verið ráðinn aðstoðar- læknir við Kristneshæli. Þar starf- aði hann alla tíð síðan utan nokkra mánuði, sem hann dvaldi og starfaði í Reykjavík. Oft á þessu tímabili gegndi hann starfi yfirlæknis í forföllum, en frá síð- ustu áramótum var hann ráðinn yfirlæknir Kristnesspítala. Brynjar var maður fremur stór vexti, feitlaginn, svipfagur með dökkt, liðað hár, sem nokkuð var farið að grána. Hann gat verið fastur fýrir, þegar hann þurfti að verja sitt mál, en var mikill geð- prýðismaður og ljúfmenni í allri umgengni, ræðinn og skemmti- legur. Það var gott að vera í ná- vist hans. Oft leitaði ég til hans ef mér lá eitthvað við og hlaut ætíð einstaklega góðar móttökur á heimili þeirra hjóna. Brynjar var mikill dýravinur og náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum. Hann iðkaði mikið gönguferðir og var þá oft einn á ferð með Snata vini sínum. Hann var bókelskur og víðles- inn og átti mikið safn góðra bóka, en einkum hygg ég að hann hafi haft ánægju af fagurbók- menntum og setti sig ekki úr færi að kynna sér ný skáldrit, sem á markaðinn komu. Brynjar var einstaklega barn- góður og börnin hans og heimili voru honum fyrir öllu. Litla dótt- urdóttirin var augasteinn afa síns og margar gleðistundir áttu þau saman. I síðasta sinn er við áttum tal saman í síma í fyrri hluta maímánaðar sagði hann mér að nú hefði hann einnig eignast Iitla sonardóttur og gleðin í rödd hans leyndi sér ekki. Mér er mikill söknuður í huga við fráfall vinar míns Brynjars Valdimarssonar en þakklátur fyr- ir að hafa fengið að njóta vináttu og samvista við svo góðan dreng. Við Sigrún og fjölskyldan öll vottum Dagbjörtu, börnunum og öðrum ástvinum Brynjars inni- lega samúð og biðjum Guð að blessa þau í sorg þeirra. Valgarður Baldvinsson. Útgerðarfélagsins fremstir. I stakkasundi sigraði Kristján Vilhelmsson vélstjóri og hlaut hann Atlastöngina sem er farand- gripur. Tvær kempur hlutu heiðurs- merki Sjómannadagsins, þeir Ingvi Árnason og Ragnar Árna- son. Sverrir Leósson formaður útvegsbænda á Norðurlandi flutti ávarp við sundlaugina og Arn- grímur Brynjólfsson stýrimaður einnig. Sjómannadagurinn á Akureyri: Góð þátttaka í hátíðahöldunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.