Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.06.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 4. júní 1984 jafnaði metin, en þegar 9 mínút- ur voru til leiksloka kom sigur- mark KA. Hafþór Kolbeinsson felldur gróflega inni í vítateig og vítaspyrna hinn eini rétti dómur og úr henni skoraði Njáll Eiðs- son. Það sem eftir var leiksins sóttu Valsmenn meira, en þeim tókst ekki að skapa sér hættuleg tækifæri. Og þegar flautað var til leiksloka voru þrír KA-menn í hörku upphlaupi á móti einum Valsmanni svo þar sluppu Vals- menn fyrir horn. Stigin þrjú sem KA náði sér þarna í eru afskaplega mikilvæg fyrir liðið í hinni hörðu baráttu sem framundan er í deildinni. Vörnin var besti hluti liðsins að þessu sinni þar sem Erlingur Kristjánsson, Gústaf Baldvinsson og Porvaldur Jónsson voru aðal- menn. Ég veit ekki hvað er að hjá okkur. Ég veit jú að okkur tekst ekki að skora mörk þrátt fyrir algjör dauðafæri. Leik eftir leik erum við betri aðilinn en við skorum ekki úr dauða- færum, fáum á okkur klaufa- mörk og töpum. Maður getur ekkert annað gert en vona að þetta smelli saman og við för- um á sigurbraut.“ Þetta sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs eftir að lið hans tap- aði 1:0 á heimavelli fyrir Breiða- bliki um helgina. Blikarnir skoruðu sigurmarkið á 88. mín- útu úr eina tækifæri sínu í síðari hálfleik og hirtu því öll þrjú stigin. Þórsarar verða hins vegar að hugsa sinn gang. Liðið hefur nú leikið í 330 mínútur án þess að skora mark, eða í fimm og hálfa klukkustund. Ekki vantar að tækifærin til að skora hafi komið á færibandi en einhverra hluta vegna virðist mönnum fyrirmun- að að nýta þau. Síðan koma upp atvik í vörn- inni, þar gleyma menn sér andar- tak og það kostar sitt. Nú kostaði það þrjú stig. Þorsteinn Hilmars- son sem hafði komið inn sem varamaður hjá Blikunum fékk boltann út í teignum, algjörlega óvaldaður. Páll Guðlaugsson markvörður Þórs gerði þau mis-i itök að fara út í fyrirgjöfina til Þorsteins og Þorsteinn skallaði boltann snyrtilega yfir Pál og í markið. Einu mistök Páls mark- varðar Þórs í þessum leik, hann stóð sig annars með mikilli prýði. Hins vegar má segja að ekki sé við hann að sakast, varnarmenn Þórs steinsofnuðu þarna á verð- inum og ef Páll hefði ekki farið út í sendinguna er alveg eins víst að Þorsteinn hefði getað lagt bolt- ann fyrir sig og skotið, tíminn KA hirti 3 stig af Hl íðarendastrákunum - sigraði 2:1 og er aðeins 2 stigum á eftir ÍBK sem er í efsta sæti deildarinnar Haraldur Ólafsson. Steingrímur skoraði gullfallegt mark. „Ætli það verði ekki að segjast eins og er að við vorum heppn- ir og þetta var hálfgerður þjófnaður hjá okkur,“ sagði Njáll Eiðsson fyrirliði liðs KA er við ræddum við hann í morgun um leik Vals og KA sem fram fór í gærkvöld. Leikið var að Hlíðarenda í Reykjavík og þaðan sneru KA-menn norður með 3 stig í pokahorninu eftir 2:1 sigur. - Njáll sagði að fram að fyrsta marki leiksins hafi leikurinn ver- ið í jafnvægi, en KA-menn voru þó hættulegri. Þetta fyrsta mark leiksins var skorað af Steingrími Birgissyni og var mjög glæsilegt. Gústaf Baldvinsson tók auka- spyrnu og gaf fastan bolta fyrir markið, þar kom Steingrímur, kastaði sér fram og skallaði í hliðarnetið. Sérstaklega fallegt mark. „Valsmennirnir voru betri aðil- inn það sem eftir var hálfleiksins og reyndar alveg fram að því að þeir jöfnuðu,“ sagði Njáll. Það var Þorgrímur Þráinsson sem Draumamark Kristjáns, og Völsungur vann á ísafirði Borgnesingar „stálu“ stigi Óhætt er að segja að veður- guðirnir hafi verið í aðalhlut- verkinu er Siglfírðingar tóku á móti Skallagrímsmönnum úr Borgarnesi um helgina og liðin léku í 2. dcild. Þrátt fyrir að mjög hvasst væri er leikurinn fór fram var furða hvað ieikmenn náðu að sýna af „Lyfti „Já, það er æft grimmt þessa dagana. ég æfí núna tvisvar á dag fímm daga vikunnar og það er nokkuð öruggt að það er ekki hægt að vinna mikið með þessu enda hef ég ekki fengið neina vinnu, er á at- vinnuleysisbótum,“ sagði Har- aldur Ólafsson lyftingakappi er við ræddum við hann í gær, en Haraldur undirbýr sig nú af kappi fyrir Olympiuleikana í Los Angeles í sumar. „Ég var að taka þetta saman og mér telst til að ég lyfti um 700 lyft- um á viku. Ef við reiknum með að það séu um 140 kg á stönginni knattspyrnu. Heimamenn voru allan leikinn sterkaði aðilinn en það var kominn síðari hálfleikur þegar þeim tókst loksins að skora. Reyndar var það á fyrstu mín- útu síðari hálfleiksins að Þorgeir Reynisson kom boltanum í mark að jafnaði þá eru þetta víst um 100 tonn sem ég lyfti í hverri viku.“ - Það hefur heyrst að þú sért mjög óánægður með að fá ekki aðstoðarmann með þér á leikana í Los Angeles en „fararstjóri“ þinn þar verði Guðmundur Þór- arinsson formaður Lyftingasam- bandsins. „Já, þetta er rétt og eftir því sem ég best veit er verið að vinna í þessu máli núna. Það er stað- reynd að aðstoðarmaður á svona móti er allt uppundir 90%. Mað- ur þarf að hafa mann sem getur algjörlega stjórnað upphitun og hann þarf að vera öllum hnútum Borgnesinganna. En fagnaðar- læti vallargesta sem sáu fram á tvö stig í safn sinna manna voru ekki hljóðnuð þegar Skallagríms- menn höfðu jafnað og var Garð- ar Jónsson þar að verki. Úrslit leiksins því 1:1 og má segja að Skallagrímur hafi þarna stolið einu stigi. kunnugur. Ef upphitunin er ekki í lagi þá hefur maður lítið erindi inn á lyftingapallinn." - Hvað er að frétta af fyrir- hugaðri Svíþjóðarferð þinni, flytur þú þangað út? „Já, eins og málið lítur út í dag stefnir allt í það að ég og konan mín flytjum út til Svíþjóðar eftir Olympiuleikana. Ég er með til- boð frá lyftingaklúbbi þar og við reiknum með að vera a.m.k. eitt ár þarna úti, maður sér svo til með framhaldið," sagði Haraldur Ólafsson, en eftir því sem við komumst næst er hann fyrsti Ak- ureyringurinn sem keppir á sumarleikjum Olympiuleikja. 100 tonnum í hverri viku“ Völsungar gerðu góða ferð til ísafjarðar um helgina en þá léku þeir gegn ÍBI í 2. deild- inni. Isfírðingar sem féllu úr 1. deild sl. haust hafa jafnan þótt erfíðir heim að sækja, en þrátt fyrir það sneru Völsungar heimleiðis með stigin tvö úr leiknum eftir að hafa unnið 3:2.. Völsungarnir komust í 2:0 með mörkum frá Jónasi Hallgrímssyni og Kristjáni Olgeirssyni þjálfara. Mark Kristjáns var sannkallað draumamark og þau gerast ekki fallegri. Þrumufleygur af 25 metra færi small á stönginni innanverðri, þaðan þeyttist bolt- inn í þverslána og síðan inn í markið. Gullmark, og jafnvel hinir hörðustu áhangendur ísa- fjarðarliðsins gátu ekki leynt hrifningu sinni. Heimamönnum tókst að minnka muninn í 2:1 en síðan skoruðu þeir sjálfsmark og stað- an í hálfleik var 3:1 fyrir Völs- unga og síðari hálfleikurinn nán- ast formsatriði. Völsungar hafa byrjað vel í 2. deildinni núna og þessi sigur þeirra kemur í kjölfar 3:0 sigurs gegn Tindastóli á þriðjudaginn. Kristján Olgeirsson sem sést hér ganga af leikvelli í búningi Skaga- manna skoraði sannkallað drauma- mark á ísafirði. STAÐAN Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: KR-Fram 1:0 Þór-UBK 0:1 ÍBK-Þróttur 1:0 Víkingur-ÍA 2:2 Valur-KA 1:2 ÍBK 4 2 2 0 4:2 8 Akranes 4 2 1 1 6:3 7 Vikingur 4 13 0 7:6 6 KR 4 13 0 3:2 6 Þróttur 4 12 1 5:3 5 KA 4 12 1 7:7 5 UBK 4 1 2 1 2:2 5 Fram 4 112 3:4 4 Þór 4 10 3 2:8 3 Valur 4 0 2 2 1:3 2 Staðan í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar er þessi: ÍBÍ-Völsungur KS-Skallagrímur ÍBV-FH Víðir-Tindastóll FH 4 3 10 11:3 2:3 1:1 1:1 1:2 7 Völsungur 4 3 0 1 7:3 6 UMFN 3 2 0 1 4:2 4 Skaliagrímur 4 12 1 6:6 4 KS 2 110 4:1 3 ÍBV 3 0 3 0 4:4 3 Víðir 4 1 1 2 3:6 3 ÍBÍ 4 10 3 6:9 2 Tindastóll 4 10 3 3:12 2 Einherji 2 0 0 2 1:3 0 Mikið skorað í 4. deild Óhætt er að segja að mikið hafi verið skorað í fyrstu leikjunum í 4. deild á Norðurlandi, en keppni íD og E riðlum hófst um helgina. Reynir Árskógsströnd lék gegn Hvöt frá Blönduósi og vann Reynir 8:0 sigur. Skytt- urnar frá Siglufirði stóðu einnig undir nafni er þær léku við Syarfdæli og unnu 7:1. Þá vann Vaskur lið Árroðans í miklum slags- málaleik 3:1 og Tjörnes vann 3:0 verð- skuldaöan sigur gegn Vorboðanum. Fyrsti sigur hjá Tindastóli Tindastóll vann í gærkvöld sinn fyrsta sigur í 2. deild og er óhætt að segja að það hafí komið nokkuð á óvart að þeim tókst að leggja Víði að velli og það í Garðinum. Tindastóll sem leikur nú í fyrsta skipti í 2. deild átti erfitt uppdráttar í fyrstu leikjum sínum í mótinu sem allir töpuðust. Fyrst kom 1:6 gegn FH, þá 0:2 gegn UMFN og loks 0:3 gegn Völsungi. Var því ekki reiknaö með að liðinu tækist að vinna Víði á útivelli. Það gerðist samt, úrslitin 2:1 fyrír Tindastól. Bikarleikir íkvöld Tveir leikir verða í kvöld í Norðurlandsriðli Bikarkeppni KSÍ, en fjögur lið eru eftir þar. Vaskur og KS leika á Siglufírði og á Húsavík Í taka heimamenn á móti Tindastóli. Liðin sem sigra í þessum leikjum mætast síðan og : keppa um laust sæti í aðalkeppninni. Frestað á Vopnafirði Ekki tókst að koma á leik Einherja og UMFN sem fram átti að fara á Vopnafirði um helgina. Leikurinn átti upphaflega að vera á laugardag en þá gaf ckki til flugs aust- ur vegna þoku, og sama var upp á teningnum í gær þegar Njarðvíkingarnir ætluðu austur. Því hefur verið ákveðið að leikurinn verði I í kvöld og hefst hann á Vopnafírði kl. 20. Einum leik í b-riðli 3. deildar var einnig frestað um helgina, leik Vals og Leifturs sem fram átti að fara á Reyðarfirði. Sá leikur verður annað kvöld og hefst hann kl. 20. 4. júní 1984-DAGUR-7 Þórsarar gera harða hríð að marki Blikanna, og er Halldór Áskelsson þar at- Blikar sluppu með skrekkinn. Krístján Kristjánsson Þórsari og Vignir Bald- kvæðamestur. En eins og sjá má er boltinn öfugu megin við stöngina og ursson Bliki fylgjast spenntir með framvindu mála. Mynd: KGA. lok - og læs! - Þorsararnir geta ekki skorað hefði verið nægur til þess. Það er varla ástæða til þess að fara að þreyta lesendur með út- skýringum á hinum misnotuðu marktækifærum Þórs í þessum leik. Ef Þórsarar komust í gegn- um þau og skutu var mjög góður markvörður Breiðabliks Friðrik Friðriksson fastur fyrir og hirti allt sem á hann kom. Sem fyrr sagði var Páll góður í marki Þórs, hans besti leikur með liðinu, Jón- as Róbertsson átti góðan leik og Óli Þór sinn besta með Þór til þessa. En - engin mörk, enginn sigur. Sigurður — sló í gegn sigri hans. in af Lögfræðiskrifstofu Gunnars Verðlaun í þetta mót voru gef- Sólnes. Vídeómót - vann yfirburðasigur í sínu fyrsta golfmóti Ætli það sé ekki einsdæmi að maður sem er að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti geri sér lít- ið fyrir og byrji á því að leika 9 holur á 41 höggi eða aðeins 5 höggum yfír pari? Mjög sennilega, en þetta gerði Sigurður Pálsson. - Hann sló svo sannarlega í gegn í sínu fyrsta golfmóti pilturinn. Sigurður Pálsson sl. fimmtudag á Jaðarsvelli á Akureyri er keppt var í „videómóti" þar. Sigurður, sem er betur þekktur sem hand- knattleiks- og knattspyrnumaður fór þarna í sitt fyrsta golfmót, en örugglega ekki það síðasta. Menn hreinlega göptu þegar maður með 27 í forgjöf í sínu fyrsta móti skilaði inn 41 höggi eftir fyrri 9 holurnar og hann kom á mjög viðunandi skori síð- ari 9 holurnar eða á 47 höggum. Samtals lék hann því á 88 höggum eða 61 höggi nettó og eins og nærri má geta komst eng- inn þar nálægt til þess að ógna Um 40 keppendur mættu til leiks í Olíubikarkeppninni sem haldin var hjá Golfklúbbi Ak- ureyrar um helgina, en þar var um að ræða „uppstillingu“ fyrir holukeppni, og voru verð- laun gefín af OLÍS. Keppt var með forgjöf og var þetta fyrsta mót sumarsins þar „Vídeómótin“ svokölluðu hjá Golfklúbbi Akureyrar, mót sem eru fyrst og fremst hugsuð til þess að fjármagna kaup klúbbsins á sjónvarps- og vídeótæki virðast ætla að njóta mikilla vinsælda. Mjög góð þátttaka hefur verið í þessum mótum, og það næsta verður nk. fimmtudagskvöld. sem leikið er samkvæmt sumar- reglum, allir teigar komnir í notkun og að sjálfsögðu flatir, „bönkerrar" og allt þess háttar. Þegar þessir 40 kylfingar höfðu slegið um sig að Jaðri fram eftir laugardeginum kom í Ijós að sá sem hafði slegið fæst höggin var Bessi Gunnarsson en hann notaði Leiknar verða 9 holur með for- gjöf og verður byrjað að ræsa út kl. 16 og verið að framundir kvöldmat. Þess má geta að leitað hefur verið til fyrirtækja í bænum varð- andi verðlaun í þessi mót og hafa undirtektir verið mjög jákvæðar og eiga forráðamenn fyrirtækj- anna þakkir skildar fyrir. ekki nema 70 högg nettó. Annar var Björn Axelsson á 71 nettó og síðan komu fimm menn jafnir á 72 höggum. Það voru þeir Ólafur Gylfason, Kjartan Bragason, Kristján Gylfason, Sverrir Þor- valdsson og Einar Pálmi Árna- son. Þeir fóru í aukakeppni um 3. verðlaun og þá sigraði Ölafur. Olíubikarinn: Bessi sigraði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.